Renault Megane 2005 reynsla


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Renault Megane 2005 reynsla

Postfrá Kristján Mar » 16.júl 2013, 01:13

Mig vantar að fá smá visku hjá ykkur varðandi Renault Megane 2005.

Maður hefur bara heyrt einhverjar hryllingssögur af þessum frönsku bílum en það er ekki auðvelt að hræða mig svosem.

Hef heyrt að rafkerfið sé að fara í þessum bílum og eiginlega ekki mikið meira.

Þannig spurningarnar eru:

Er 2005 bílarnir að bila eitthvað mikið eða er búið að laga flest af þessum vandamálum?
Hvar er best að fara með Renault í check og almenna viðgerðir? það er þá bara umboðið en ég bíst við því að það sé fokk dýrt og ætti að fara eitthvað þar sem maður er ekki rændur fótum og öðru lúnga.
Eyðsla, er að spá að keyra á milli skagans og rvk (jája ekki góð hugmynd en það er samt að fara að gerast) á maður ekki bara að vera harður á að smurja vel og hafa réttann þrýusting í dekkjum og reyna að vera á undann vandamálunum?

Og svo að lokum bara komið með allann skítinn og helst líka það góða með þessa bíla, ykkar reynsla og ending á ykkar renault.

Með fyrirfram þökk

Kristján



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Renault Megane 2005 reynsla

Postfrá Járni » 16.júl 2013, 08:53

Kostir: Ágætt að keyra, eyðir litlu og fer vel með þig.

Vertu 100% meðvitaður um tímareimina og láttu skipta um hana innan uppgefinna marka. Mikilvægt að viftureim sé í lagi.
Upphalarar eru dýrir og eiga það til að klikka.
Ég hef ekki beint lagt það í vana minn að mæla með þessum bílum en þeir eru þó ekki alslæmir og verðið á þeim er orðið þannig að þú færð slatta fyrir peninginn.

Ég vann á Renault verkstæði og skynsami konubíllinn á heimilinu er nýr Megane.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Renault Megane 2005 reynsla

Postfrá hvati » 16.júl 2013, 13:57

Við eigum Renault Megané Scenic 2005 ssk. 1600. Það er unaður að ferðast í þessum bíl! Mér persónulega finnst hann eyða aðeins meiru en hann ætti að vera að gera en hann er ekki að gera okkur gjaldþrota! Það kom eitthvað smá fát á rafkerfið í vetur en svo ekki söguna meir. Rúðan farþegamegin frammí vildi ekki fara upp í einum rykk — that's it.

Um að gera að prófa bílinn og fara með hann í sölu/ástandsskoðun. Ég vissi að skiptingin var ekki alveg í lagi þegar við keyptum okkar enda fengum við hann á fáránlegu verði og ég fékk að punga út 110þús fyrir segulspólurnar í hann. Þó svo að ég hafi borgað þann kostnað og kaupverð bílsins þá vorum við ennþá í miklum plús miðað við gangverð.

Þegar átti að hræða mig út úr mínum kaupum þá fékk ég að heyra að mælaborðin væru issue og viti menn það var búið að skipta um mælaborð í okkar hehe. Að því sögðu þá kostar nýtt svoleiðis u.þ.b. 90þús frá umboði en þú getur BARA fengið nýtt frá umboði að mér skilst.

Endurtek: Borgaðu fyrir skoðun og fáðu allt upp á yfirborðið. Það margborgar sig.


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Re: Renault Megane 2005 reynsla

Postfrá Kristján Mar » 16.júl 2013, 19:05

soldið öðruvísi svör herna en á live2cruise...

en já semsagt dýrt að gera við en mj0g ódýrir og þægilegir bílar.

endilega langar í fleiri sögur ef einhver er með eitthvað :D

User avatar

hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Renault Megane 2005 reynsla

Postfrá hvati » 16.júl 2013, 20:45

Eru það menn á L2C sem hafa átt svona bíla og tala af reynslu? Mín reynsla er sú að þeir sem hæst um svona bíla hafa ekki „first hand“ reynslu, ergo: Glymur oft hæst í tómri tunnu ;)

Ég átti líka Megané Coupé '98 módel sem reyndist mér mjög vel þegar ég var yngri, það voru nú ekki allir á eitt sáttir við þau kaup mín í þá daga :)

Það er ekkert dýrara að gera við þessa bíla en aðra þannig séð. Varahlutir í dag kosta formúgu, það er bara þannig, því miður.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renault Megane 2005 reynsla

Postfrá Freyr » 17.júl 2013, 00:19

Sæl öll

Hafði áður fordóma gegn frönskum bílum. Síðan fór á þann veg að ég vann hjá BL í tæp 6 ár, að lang mestu við Renault. Í stuttu máli sagt þá kom í ljós að þetta voru fyrst og fremst fordómar sem áttu ekki mikla stoð í raunveruleikanum. Keypti mér fyrir rúmur 2 árum '03 megane og er so far sáttur og stefni ekki á að selja hann. Vissulega standast þeir ekki samanburð við bíla á borð við toyota, subaru og mazda (svo eitthvað sé nefnt) þegar kemur að áreiðanleika en eru annars ekkert verri en hvað annað. Gæti vel átt eftir að kaupa fleiri Renault bíla.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur