Postfrá íbbi » 18.júl 2013, 05:15
hafandi verið bílasali af og til í gegnum árin þá er ég mjög hissa ef menn eru að leyfa fólki að bruna í burtu án þess að skilja eftir skilríki.
en í þessum bransa eins og öðrum koma upp ýmsar aðstæður sem er mis auðvelt að tækla. oft eru nokkrir bílar í prufuakstri í einu og ekki starfsmannafjöldi á söluni til að fara með í hverja ferð án þess að salan væri starfsmannalaus í tíma og ótíma. oft er líka annað fólk á söluni sem þarf líka að sinna.
vissulega reynir maður að vega og meta hvern einstakling fyrir sig og hleypir ekki manni á bíl sem að maður myndi ekki leyfa að prufa sinn eiginn bíl án eftirlits.
maður hefur reynt að tækla svona mál á þann hátt sem maður telur að síst geti orðið til þess að hlutur sem þessi geti skeð. og prufað hinur ýmsu aðferðir við það, t.d ef það er mikið að gera leyft aðilanum að fá lyklana, skoða bílinn, setja hann í gang og flr en ekki fara á honum, og þá getur maður fylgst með honum á sama tíma og maður er að afgreiða annan. ef aðilinn hefur svo áframhaldandi áhuga á bílnum biðja hann um að hinkra þangað til maður getur komið með. eða jafnvel fá eigandann á staðinn.
fólk getur svo sjálft verið gjörsamlega eins og svart og hvítt, á sama tíma og einhver myndi bilast yfir því að einhverjum hefði verið hleypt eftirlitslaust í reynsluakstur á bílnum hans, er alveg jafn margir sem yrðu ekki minna fúlir ef þeir vissu að maður hefði hindrað hugsanlegan kaupanda í að prufa bílinn og þar með eyðilagt husanlega sölu.
nú er ég ekki að réttlæta eitt eða neitt heldur eingöngu setja fram eitt sjónarmið með.
bílasölur eru tryggðar varðandi ýmsa hluti og tjón sem beinlínis má reka til mis eða vangjörða bílasalans sem er með leyfið eða undirmönnum hans sem starfa í skjóli hans réttinda (sölufulltrúar)
ég held að þetta komi nú aðalega til skjalana þegar að beint fjárhagslegt tjón hefur orðið af völdum pappíprsklúðurs eða hreinna svika að hans hálfu bílasalans eða undirmanns,
ég held að ég fari alveg rétt með að bílasalan hafi ekki lagalega bóta/ábyrgðaskyldu í máli sem þessu. og tek fram að ég byggi það ekki á neinn hátt á því hvað mér sjálfum finnst svo um það. það er allt önnur saga.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra