Síða 1 af 1

Ná límkítti af lakki?

Posted: 09.feb 2010, 21:37
frá stebbi1
Nú er ég með bílhurð með 2 þurrum límkíttisröndum á.
Eru menn með eithvað trix til að ná því af annað en að plokka það af?

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 09.feb 2010, 21:53
frá gislisveri
Ég myndi prófa að buna heitu vatni á þetta og reyna svo að toga þær varlega af, jafnvel nota plastsköfu (snjósköfu). Sjálfsagt gerir hitablásari sama gagn, nema hann gæti skemmt lakkið ef það hitnar of mikið. Sjálfsagt til betri leið, en þetta virkaði ágætlega fyrir mig.

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 09.feb 2010, 21:55
frá hobo
Ég notaði dúkahnífsblað hjá mér um daginn, en mér er kannski ekki eins annt um lakkið mitt eins og þú um þitt.
En það sést ekkert eftir þetta hjá mér, og svo notaði ég gamla húsráðið og notaði sítrónudropa og klút til að ná restinni af líminu.

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 09.feb 2010, 22:20
frá stebbi1
jámm verra að skemma lakkið hehe :P þetta er því miður ekki súkkan mín þá væri þetta farið af :D

Jájá ég verð þá bara að nota þolinmæðina og plokka þetta af.

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 10.feb 2010, 02:24
frá H D McKinstry
Þú getur líka notað "strokleður".

Það er svona gúmmídæmi sem þú setur í borvél og strokar bara út límröndina. Fæst í wurth ef ég man rétt.

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 10.feb 2010, 09:44
frá gislisveri
Já, ég gleymdi því, það svínvirkar. Passa bara að það hitni ekki of mikið því þá spænist það upp og klárast.

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 10.feb 2010, 16:34
frá stebbi1
Já ég vissi af því það kostar bara eithvað í kringum 10 þúsund minnir mig að kallinn hafi sagt, þannig að ég held að það séu mörg önnur verkfæri sem ég kaupi í skúrinn á undann því :D

Re: Ná límkítti af lakki?

Posted: 10.feb 2010, 23:24
frá Ingaling
ég keypti einhvertímann svona strokleður í held ég í Orku Snorra G. Minnir mig, það var ekki á stórann pening. Og Stebbi ef menn ætla að versla við Wurth verða menn að fara á staðinn og fá afslátt, annars er bara verið að reka þurt uppí .... Frábærar vörur og vel eigandi en það þarf að semja um hlutina þar.