Síða 1 af 1
Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 09:30
frá Ars
Sælir spjallverjar
ég er með spurningu sambandi við rafmagns loftdæluval. ætla að fá mér melluhæfa dælu til að dæla í 38"dekk og geta læst lofttjakk á hásingu. og er eginlega komin með 2 gerðir í huga annarsvegar Viair400 dælu hjá at svo rakst ég á dælu á síðunni hjá fjallasport 2ja stimpla 150l dæla að þeirra sögn,..
hvað mynduð þið taka?
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 09:58
frá ivar
er ég í ruglinu eða var fjallasport ekki farið á hausinn?
Hélt það, svo er nýjasta fréttin um fyrsta F350 46" breyttan... Hljómar gamalt
Nardi hjá verkfærasölunni og Fini er eitthvað sem þú gætir skoðaða líka.
Endilega listaðu upp verð og hugmyndir ásamt hvar varan fæst svo þessi þráður hjálpi öðrum líka.
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 11:33
frá Ars
já ég er að spá í eithvað sem ég gæti möndlað í húddið. vil geta verið með allt vaðandi í drasli á pallinum ánþess að vera hræddur að skemma loftdælu.
en einhverstaðar heyrði ég að fini dælurnar væru að hitna of mikið efað maður væri mikið að nota loftið og jafnvel bræða úr sér.
En verðhugmynd hjá mér að loftdælu er svona uppað fini dælunni. ef það er ekkert betra þá tekur maður að sjálfsögðu þannig.
en ekki efað þið félagar vitið um eithvað annað
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 12:24
frá oddur
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 13:17
frá Svenni30
Sæll Arnar, afhverju ekki að græja aircondition dælu
viewtopic.php?f=2&t=18810Það er Ford explorer (sem Jónas átti) í ruslaportinu sem er með dælu, rífa helvítið úr og mixa í Hilux. Þetta er allanvega opsjon
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 13:20
frá bjarni95
Hér er aðeins ítarlegri lýsing á því hvernig ég græjaði A/C loftpressu hjá mér
viewtopic.php?f=5&t=18849-Bjarni
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 13:23
frá villi58
Svenni30 wrote:Sæll Arnar, afhverju ekki að græja aircondition dælu
viewtopic.php?f=2&t=18810Það er Ford explorer (sem Jónas átti) í ruslaportinu sem er með dælu, rífa helvítið úr og mixa í Hilux. Þetta er allanvega opsjon
Sæll Svenni, það er núna nýr eigandi af bílnum, sá sem er ruslamálastjóri á svæðinu.
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 13:26
frá Svenni30
Sæll Villi, það er reyndar rétt hjá þér :)
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 13:42
frá Ars
ac dæla kemur seinna ég ætla að hafa rafmagns til að byrja með
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 14:05
frá villi58
Það er bara ekkert varið í þessar rafmagnsdælur, ætti að nota bara sem varadælur. Ef þú finnur stóra AC dælu og gengur vel frá henni þá ert þú með margföld afköst.
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 16:11
frá Izan
Sæll
Það eru nokkrir hlutir að skoða:
Hvaða lofttjakkur er þetta og hvaða þrýsting þarf hann til að vinna. ARB læsing þarf að vinna á um 6 bara þrýstingi annars eyðileggst læsingin. Hvaða tjakkur er þetta sem þú ert með?
Þá þarftu að skoða hvort dælan geti unnið á þeim þrýstingi,
Þú athugar hvað miklu loftmagni hún dælir
Margar dælur gefa upp Duty cykle sem er hlutfall af klukkustund sem dælan má vinna. Haltu því sem hæst því að 38" dekk úr 3 psi í 25 er þónokkuð loft so mikil vinna.
Kv Jón Garðar
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 20:25
frá Ars
þetta verður bara venjulegur lofttjakkur sem verður settur í staðinn fyrir rafmagnslás og þarf hann ekki mikið.
en ég lét verða af því að panta mér 160 psi dælu úr stýrivélaþjónustunni á 25 þús, og læt það vera ef hún gerir sitt gagn. en á komandi árum er draumurinn að verða sér úti um ac dælu og setja í. það er bara ekki fremst á lystanum að þessu sinni.
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 20:29
frá ivar
Til lukku með nýju dæluna.
Ertu til í að tímamæla hana fyrir okkur hina?
T.d. 10-30psi 38" dekk eða eh álíka sem maður getur borið saman?
Kv. Ívar
Re: Loftdælu pælingar
Posted: 08.júl 2013, 20:59
frá Navigatoramadeus
ivar wrote:Til lukku með nýju dæluna.
Ertu til í að tímamæla hana fyrir okkur hina?
T.d. 10-30psi 38" dekk eða eh álíka sem maður getur borið saman?
Kv. Ívar
hér er samanburður;
http://www.arctictrucks.is/Pages/1512