D4D Toyota

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

D4D Toyota

Postfrá Refur » 05.júl 2013, 10:50

Er að velta fyrir mér reynslusögum af Hilux með 3.0 og 2.5 common rail vélunum.

Er eitthvað sérstakt sem ber að varast?




olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: D4D Toyota

Postfrá olafur f johannsson » 05.júl 2013, 21:49

Refur wrote:Er að velta fyrir mér reynslusögum af Hilux með 3.0 og 2.5 common rail vélunum.

Er eitthvað sérstakt sem ber að varast?

Hef ekki heirt af neinu brasi með 2.5 vélina nema að það vantar smá afl í hana en með 3.0l þá þarf að vera búið að skipta um skífur undir spíssum og eins á vatnsdæla það til að fara í þeim einns er altanatorinn ekkert svaka öflugur
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: D4D Toyota

Postfrá Navigatoramadeus » 05.júl 2013, 22:18

í 3,0 L vélinni er algengt það leki kælivökvi meðfram vatnslásahúsi, kælivatnsdælan slök, vatnskassinn endist stutt og svo hið alræmda spíssavandamál sem ég vona sé claim-mál.

jú og svo festist armurinn (stífnar) fyrir leiðiskóflurnar á afgashlið/hjóli túrbínunnar en það er lítið mál að losa hann (í bili amk)

annars fínir traktorar, ekki heyrt neitt slæmt af 2,5 vélinni nema skortur á afli :)
Síðast breytt af Navigatoramadeus þann 05.júl 2013, 23:42, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: D4D Toyota

Postfrá Refur » 05.júl 2013, 23:34

Ok, ágætt að heyra þetta, festi kaup á Hilux með 2,5 vélinni í dag, langaði meira í 3,0 en ég lifi alveg af og líst vel á ef þetta eru vandræðalitlar vélar, ég legg þá bara aðeins fyrr af stað :)

En ég hélt reyndar að hann væri aðeins hressari, er að vísu á 35" líklega á óbreyttum drifum, hann var ekki til í að fara upp Bröttubrekku í 4 gír, en ég held að þetta sé svosem ágætis vél, virðist vinna ágætlega á lágsnúning og eyðir engum ósköpum af olíu.

Kv. Villi


bjossi
Innlegg: 3
Skráður: 05.júl 2013, 22:16
Fullt nafn: Björn Fróðason

Re: D4D Toyota

Postfrá bjossi » 06.júl 2013, 00:18

2.5 D4D Hilux 2006
Hefur einhver reynslu á að setja tölvukubb í þessa vél, mikið til, en hverjir eru kostir og gallar.
Síðast breytt af bjossi þann 08.júl 2013, 21:07, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: D4D Toyota

Postfrá HaffiTopp » 06.júl 2013, 14:57

Hvað með að setja sverara púst alveg frá túrbínu?
Það er eins og aflið verði minna við að svona "litlar" vélar fái tölvustýrða eldsneytisstjórnun á meðan gamaldags olíuverksbílar séu einhvern veginn meira götsí og "kraft/viljameiri" í samanburði. (Á náttúrulega ekki við allar vélar, segir sig sjálft ;) )
Ég hef allavege þá skoðun og reynslu eftir að hafa ekið tvennum eins bílum, öðrum með hefðbundnu olíuverki (sveruðu pústi) og hinum með tölvustýrðu olíuverki (ekki commonrail samt). Og sá með hefðbundna olíuverkinu var meira að segja á 35" dekkjum.

Tölvukubbur er þá næst á dagsskrá hjá þér. Hvernig túrbína er á þessar vél í Hi-luxnum?

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: D4D Toyota

Postfrá Refur » 06.júl 2013, 16:18

Það hef ég ekki hugmynd um, hef voða lítið skoðað í vélasalinn.
Stefni ekki á neinar breytinga æfingar með bílinn, vantaði bara eyðslugrannan altmuligt bíl.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: D4D Toyota

Postfrá Navigatoramadeus » 06.júl 2013, 21:36

HaffiTopp wrote:Hvað með að setja sverara púst alveg frá túrbínu?
Það er eins og aflið verði minna við að svona "litlar" vélar fái tölvustýrða eldsneytisstjórnun á meðan gamaldags olíuverksbílar séu einhvern veginn meira götsí og "kraft/viljameiri" í samanburði. (Á náttúrulega ekki við allar vélar, segir sig sjálft ;) )
Ég hef allavege þá skoðun og reynslu eftir að hafa ekið tvennum eins bílum, öðrum með hefðbundnu olíuverki (sveruðu pústi) og hinum með tölvustýrðu olíuverki (ekki commonrail samt). Og sá með hefðbundna olíuverkinu var meira að segja á 35" dekkjum.

Tölvukubbur er þá næst á dagsskrá hjá þér. Hvernig túrbína er á þessar vél í Hi-luxnum?


ástæðan fyrir þessu "kraftleysi" er sú að til að uppfylla hertari mengunarkröfur voru settar rafeindastýringar á olíuverk og þannig hægt að ná aðeins niður eyðslu og mengun, þannig lækka bílarnir um tollaflokka og bifreiðagjöld sem er gott, svo setjum við tölvukubba og fáum sprækari bíla ;)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 57 gestir