Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 09.sep 2010, 09:24

Ég var að fá þetta svar í tölvupósti. get ekki lesið annað útúr því en stórt fokk jú.


Reykjavík 8. september 2010
Til þeirra sem sendu ábendingar og athugasemdir til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs við Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisskýrslu sem henni fylgdi.
Tillaga að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisskýrsla hennar voru skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, auglýstar opinberlega og jafnframt sendar hlutaðeigandi stofnunum til umsagnar. Auglýsing birtist þann 12. maí 2010 í Lögbirtingablaði og daginn eftir í dagblöðum á landsvísu og fréttamiðlum á starfssvæði þjóðgarðsins. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var sex vikur frá birtingu auglýsingarinnar þann 13. maí, þ.e. til og með 24. júní 2010. Gögnin lágu frammi til sýnis á sama tíma, á opnunartíma á eftirfarandi stöðum: á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, Reykjavík og á starfsstöðvum þjóðgarðsvarða í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri, í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri, hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps og Ásahrepps. Almenningi, hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum gafst þannig kostur á að kynna sér efni tillögunnar og umhverfisskýrslunnar og leggja fram ábendingar, athugasemdir og umsagnir áður en endanlegar tillögur stjórnar voru frágengnar og sendar umhverfisráðherra til staðfestingar.
Tillagan að Stjórnunar- og verndaráætlun var byggð á viðamiklum tillögum fjögurra svæðisráða þjóðgarðsins. Að baki tillögunni er tveggja ára vinna sem fjölmargir hafa komið að, bæði sérfræðingar og ýmsir hagsmunaaðilar, auk starfsfólks, svæðisráða og stjórnar þjóðgarðsins. Auglýsing tillögunnar var liður í umfangsmiklu samráði um mótun hennar og í samræmi við lög um þjóðgarðinn. Jafnframt var leitað eftir umsögnum ýmissa stofnana.
Alls barst á þriðja hundrað athugasemda, ábendinga og umsagna, en allmargar þeirra voru samhljóða, ýmist orðrétt eða efnislega. Þarna voru fjölmargar gagnlegar ábendingar um atriði sem betur mættu fara eða skýra þyrfti nánar, sumir lýstu ánægju með að áætlunin hefði litið dagsins ljós og ákvæði hennar en flestar athugasemdirnar fólu í sér umkvörtun þeirra sem töldu að ákvæði áætlunarinnar takmörkuðu þá upplifun sem þeir hefðu hingað til getað notið eða vildu geta notið í þjóðgarðinum. Einnig voru gerðar athugasemdir við nokkur atriði sem þegar voru ákveðin í reglugerð og því ekki hægt að víkja frá í Stjórnunar- og verndaráætlun.
Eftirfarandi eru svör og viðbrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs við þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust við auglýsta tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisskýrsluna sem henni fylgdi. Öllum athugasemdum er svarað með þessu sameiginlega bréfi þar sem brugðist er við efnisatriðum athugasemdanna og ættu allir að finna í því svari viðbrögð stjórnar við því sem þeir gerðu athugasemd við.
Svörin eru send til þeirra sem athugasemdir gerðu á auglýsingartíma.
2
Athugasemdir um akstur og vegi
Réttur almennings og aðgengi að þjóðgarðinum
Markmið með stofnun náttúruverndarsvæða svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar, eins og 2. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð gerir grein fyrir. Jafnframt er stefnt að því að gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru svæðisins. Tillögur í Stjórnunar- og verndaráætlun, m.a. um aðgengi og umferð á svæðum þjóðgarðsins, byggja á mati á því með hvaða hætti jafnvægi verði náð milli manns og náttúru þannig að ekki hljótist náttúruspjöll af. Markmið íslenskra laga um náttúruvernd, hvað almannarétt varðar, eru að stuðla að aðgengi almennings að náttúrunni bæði á svæðum í einkaeign og öðrum svæðum á landi og á vötnum. Mismunandi reglur gilda eftir því hvers konar ferðamáta er um að ræða.
Vegir og skipulagsáætlanir Í Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er m.a. gerð grein fyrir einstökum verndaraðgerðum, vegum, reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings og aðgengi ferðamanna að svæðinu, eins og ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 mælir fyrir um. Í áætluninni er tekið af skarið um það hvaða leiðir eru opnar almennri umferð vélknúinna ökutækja. Þessar leiðir eru nefndar „vegir“ í áætluninni. Sú notkun orðsins felur í sér nokkuð víðari merkingu en þá sem ráða má af orðskýringum vegalaga og umferðarlaga, en þeim lögum ber reyndar ekki saman hvað þetta varðar. Áætlunin heimilar m.a. umferð vélknúinna ökutækja á leiðum sem hingað til hafa verið nefndar slóðir og skipulagsáætlanir hafa ekki tekið formlega afstöðu til. Þetta skýrir að mestu leyti þann mun sem er á vegakerfi þjóðgarðsins samkvæmt Stjórnunar- og verndaráætlun og skipulagsáætlunum sveitarfélaga og miðhálendis. Að öðru leyti mun þurfa að aðlaga skipulagsáætlanir að ákvæðum Stjórnunar- og verndaráætlunar.
Leiðir opnar vélknúnum ökutækjum Skv. 12. grein laga um Vatnajökulsþjóðgarð skal í verndaráætlun m.a. gerð grein fyrir vegum, umferðarrétti almennings og aðgengi ferðamanna að svæðinu. Nokkrar leiðir hafa verið farnar á ökutækjum undanfarna áratugi en í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi. Kortlagning leiðanna virðist í mörgum tilfellum sprottin af frumkvæði þeirra sem um landið fara með leiðsögutæki og leiðarferlum hefur síðan verið miðlað milli manna. Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið og studdist við eftirfarandi meginreglur: ● Leiðum vélknúinna ökutækja sé hagað þannig að náttúra spillist ekki og þær séu raunhæfur kostur til aksturs að sumarlagi. ● Ná megi hæfilegri málamiðlun víðerna og kyrrðar annars vegar og aðgengis hins vegar. ● Sem oftast standi hringleiðir til boða sem gera för um þjóðgarðinn áhugaverðari. ● Umfang og val leiða sé þannig að eftirlit sé framkvæmanlegt.
Óhjákvæmilega er mat á því hvað er hæfilegt í þessum efnum að mestu huglægt og ógerlegt að finna svo einhlítan mælikvarða á ágæti hverrar leiðar fyrir sig að ekki megi deila um niðurstöðuna. Niðurstaða stjórnar þjóðgarðsins byggir á þekkingu fjölmargra sem um málið hafa fjallað en er á ábyrgð stjórnarinnar sem hefur fengið það hlutskipti að taka af skarið.
Aðgangur að rannsókna- og fjarskiptatækjum Samkvæmt 17. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008 með síðari breytingu er að finna undantekningu sem heimilar að ekið sé utan vegar í þeim tilfellum sem þar eru tilgreind. Þetta ákvæði er áréttað í Stjórnunar- og verndaráætlun, auk skilyrða sem sett eru um slíkan akstur. Rannsóknir eru meðal þeirra tilvika sem reglugerðin veitir heimild fyrir. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs telur eðlilegt að túlka þetta ákvæði reglugerðarinnar svo að innan þess rúmist t.d. akstur vísindamanna að rannsóknabúnaði og svæðum sem rannsaka á og akstur vegna viðhalds og eldsneytisáfyllingar fyrir fjarskiptabúnað, enda séu skilyrði uppfyllt.
3
Leiðir að jökli
Af lista yfir leiðir til aksturs að sumarlagi á jökul eru felldar leiðir á Lambatungnajökul og Fláajökul. Einnig er fallið frá áformum um framlengingu vegar innst í Hoffellsdal, að jökli við Gjánúpstind.
Athugasemdir sem snúa að almennum reglum um akstur og umferð
Jafn réttur til umferðar um vegi
Í allmörgum athugasemdum var því andmælt að akandi gestir hefðu ekki allir sama rétt til að fara um vegi í þjóðgarðinum. Í auglýstri tillögu var skilmáli í þessa veru einungis varðandi einn veg, þ.e. veg um Heinabergsdal, sem er á eignarlandi, sem átti að vera opinn þjónustuaðilum. Tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun hefur verið breytt þannig að þessi skilmáli fellur niður og vegurinn verður því opinn fyrir almennri umferð. Gestum þjóðgarðsins er því ekki mismunað hvað varðar umferð um vegi innan þjóðgarðsins.
Veghald Eins og áður er getið tilgreinir Stjórnunar- og verndaráætlun vegi sem opnir eru fyrir almennri umferð en hafa hingað til verið taldir til slóða og því ekki talist vegir í skilningi vegalaga.
Unnið er að því að koma öllum vegum innan þjóðgarðsins á vegaskrá Vegagerðarinnar, þannig að þeir teljist til þjóðvega.
Undanþága fyrir björgunaraðgerðir
Í 17. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð er að finna undanþágu frá banni við akstri utan vega. Þar er nánar tiltekið um að ræða heimild, ef nauðsyn krefur, til að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna björgunar- og löggæslustarfa, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.
Texta í lokaútgáfu Stjórnunar- og verndaráætlunar hefur verið breytt lítillega til samræmis við nákvæmt orðalag 17. gr. reglugerðarinnar.
Almenningssamgöngur
Bent var á í athugasemdum að með áherslum á auknar almenningssamgöngur mætti búast við stærri og þyngri ökutækjum sem yllu álagi á vegi langt umfram venjuleg ökutæki. Þetta er rétt, en á hitt ber að líta að þjóðgarðsyfirvöld geta takmarkað umferð slíkra farartækja, t.d. með vísun í öxulþunga, þar sem slíkt kann að eiga við.
Umferð sexhjóla Það er vilji stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að umferð sexhjóla verði bönnuð utan vega innan marka þjóðgarðsins. Því verður þó ekki við komið, að svo stöddu, vegna þess að í 28. grein reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð er vísað til reglugerðar um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands nr. 528/2005. Í 5. gr. þeirrar reglugerðar er að finna heimild til að nota sexhjól til að sækja felld hreindýr, við tilteknar aðstæður. Hafa ber í huga að í 17. grein reglugerðar nr. 608/2008 eru veittar undanþágur frá almennu banni við akstri utan vega t.d. vegna landbúnaðarstarfa.
Athugasemdir um umferð hesta og reiðleiðir
Hestaumferð á vegum og utan reiðleiða Í 14. grein reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008 segir svo um umferð á hestum: „Umferð hesta um þjóðgarðinn er heimil á skilgreindum eða merktum reiðleiðum.“ Umferð annars staðar telst því óheimil.
Þó ber að geta þess, að umferð á hestum er leyfð á þeim vegum sem skilgreindir eru í kafla 9.3 enda sé ekki um aðra reiðleið að ræða, fylgt sé greinilegu yfirborði vegar, stikum eða slóð vélknúinna ökutækja þar sem því verður við komið. Gæta þarf ýtrustu varúðar á fjölfarnari vegum, einkum þar sem vegur er greiðfær og búast má
4
við hraðri umferð ökutækja. Umferð hesta annars staðar en á skilgreindum og merktum reiðleiðum og á vegum, er því óheimil.
Úrval reiðleiða og áningarstaða Ábendingar bárust um reiðleiðir sem æskilegt væri að kæmu til viðbótar þeim sem tilteknar voru í auglýstri tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun. Flestar þær leiðir sem nefndar voru eru vegir, í skilningi Stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.e. leiðir sem opnar eru vélknúnum ökutækjum fyrir almennri umferð. Þar sem umferð hesta á vegum er leyfð, með fyrrgreindum skilmálum, eru þessar leiðir sjálfkrafa hluti af reiðleiðakerfi þjóðgarðsins. Stefnt er að því að fjölga í áföngum áningarstöðum á skilgreindum reiðleiðum.
Hópferðir á hestum Athugasemdir voru gerðar við að hópferð væri bundin við eingöngu 20 hesta. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er bundin af skilgreiningu 4. greinar reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem segir: „Hópferð á hestum er ferð þar sem fleiri en 20 hestar eru í för.“
Athugasemdir um veiðar
Hreindýra- og fuglaveiðar kringum Snæfell og á Eyjabökkum Í tillögunni er afmarkað svæði þar sem óheimilt er að veiða hreindýr og fugla. Svæðið er 116 km2 að stærð og því 0,9% af flatarmáli þjóðgarðsins alls eða 2,5 % af flatarmáli þjóðgarðsins utan jökla. Markmiðið er að þar verði friðland á viðkvæmu svæði sem jafnframt er kjörið til náttúruskoðunar og útivistar. Í hlíðum Snæfells og hnjúkanna þar í kring er viðkvæmur gróður og til þess að almenningur geti notið útivistar án þess að valda tjóni á gróðrinum verður að stýra gangandi umferð inn á leiðir sem samræmast vel gróðurfari. Ekki er líklegt að veiðimenn eltist við bráð sína eftir slíkum leiðum. Kveðið er á um slíka stýringu gangandi umferðar í skilmálum fyrir svæðið, sjá kafla 9.1. Stjórn þjóðgarðsins vonast til þess að göngufólk og skólahópar nýti sér þessa útivistarperlu í vaxandi mæli og þá verður skotveiði, með tilheyrandi hættu og hávaða, að víkja.
Hreindýraveiðar hefjist 15. ágúst á Snæfellsöræfum Áratugahefð er fyrir því að hreindýraveiðar hefjist ekki á þessu svæði fyrr en 15. ágúst til að tryggja hreinkúm með kálfa tímabundið griðland. Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína inn á hálendið seinni hluta júlímánaðar og fram í ágúst enda eru Snæfellsöræfi kjörin til gönguferðamennsku og náttúruskoðunar, þ.m.t. hreindýraskoðunar. Að stunda hreindýraveiðar á sama svæði getur skapað hættu auk þess sem friðsæld svæðisins yrði raskað með skothvellum og vélknúinni umferð veiðimanna.
Gæsaveiðar hefjist 1. september
Rannsóknir sýna (sjá gögn Náttúrustofu Austurlands, m.a. „Varptími heiðagæsa á Vesturöræfum“, Halldór W. Stefánsson, júlí 2010) að heiðagæsin á þessu svæði verpir seint vegna snjóa og ungarnir eru því seinna fleygir en út á Fljótsdals- og Fellaheiði. Þetta hefur meðal annars breyst á Vesturöræfum með tilkomu Hálslóns þar sem gæsirnar hafa ekki lengur varpsvæði nema ofan við vatnsborðslínu. Dvalartími gæsa á svæðinu er mjög háður veðurfari og engan veginn er hægt að slá því föstu að gæs sé farin af svæðinu 1. september.
Athugasemdir um verndarflokka og verndun einstakra svæða, beit og víðerni
Verndarflokkun skv. kerfi IUCN
Nokkrir aðilar bentu á að flokkun hluta þjóðgarðsins í verndarflokk VI „verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda“ skv. alþjóðlegu flokkunarkerfi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN , gefi ekki rétta mynd af þeim svæðum eða þjóðgarðinum í heild. Þau svæði sem þar falli undir, séu að stórum hluta ofbeitt og/eða
5
gróður rýr. Þau séu því óhæf til beitar en náttúrufar þar jafnframt einstakt. Óljóst væri hvernig hefðbundinni landnotkun skuli stýrt innan þessara svæða og því beri að leggja megin áherslu þar á verndun náttúruauðlina. Tilgreiningin stangist á við markmið flokks VI og lýsi metnaðarleysi. Einnig komu fram ábendingar um að hugsanlega mætti friða gróðurvinjar á Vestursvæði fyrir búfjárbeit. Bent var á að fremur ætti að líta til flokka svo sem II; „þjóðgarða“, Ia; „verndarsvæði með strangri vernd“, Ib; „víðerni“ eða III; „verndarsvæði með náttúru-og menningarminjum“ við flokkun þjóðgarðsins einnig lagt til að fylgt yrði tillögu svæðisráða um að allur þjóðgarðurinn verði felldur undir flokk II. Auk þess komu fram tilmæli um að flokka svæði svo sem jökulhettuna, Tungnáröræfi ofl. undir flokk Ib og spurt af hverju flokkur Ib - víðerni hjá IUCN, sé ekki nýttur? Bent var á að óljóst væri hvort að svæðum verði stýrt skv. mismunandi verndarflokkum IUCN, „þ.e. verndarflokkar IUCN hafðir til viðmiðunar við stýringu, eða sett í viðkomandi verndarflokk.“ Auk þess komu fram ábendingar um að framsetning í Stjórnunar- og verndaráætlun í verndarflokka IUCN væri óskýr, óljóst hvernig flokkun IUCN væri notuð og hvort farið væri að reglum IUCN hvað flokkun varðar.
Við flokkun þjóðgarðsins var stuðst við nýjustu leiðbeiningar IUCN frá 2008; „Guidelines for Applying Protected Area Management Categories“. Vatnajökulsþjóðgarði verður stýrt samkvæmt Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, ásamt lögum og reglugerðum um þjóðgarðinn. Við stefnumótun og landnotkunarákvarðanir í Stjórnunar- og verndaráætlun hefur annars vegar verið sett fram almenn stefna um stjórnun þjóðgarðsins alls, sem birtist í köflum 4 til 7, um hlutverk, leiðarljós, framtíðarsýn og markmið og hins vegar landnotkunarskilmálar um tiltekin svæði í kafla 9, þar sem settir hafa verið rammar um verndun og viðhald, m.a. með ákvæðum um umferð og umgengni.
Flokkun þjóðgarðsins í verndarsvæði skv. flokkunarkerfi IUCN, eins og fram kom í tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun og kveðið er á um í lögum, er til þess fallin að setja þjóðgarðinn í samhengi við önnur alþjóðleg verndarsvæði og sýna áherslur í verndun og nýtingu tiltekinna svæða. Flokkunin er ekki stjórntæki sem slík. Fylgt hefur verið leiðbeiningum frá IUCN um gerð verndaráætlana, flokkun o.fl. og leitað til ráðgjafa sem starfar á þeirra vegum og þekkir vel til aðstæðna á Íslandi, bæði hvað varðar nálgun, áherslur og mögulega skiptingu þjóðgarðsins í nokkra verndarflokka IUCN. Svæðaskiptingin, eins og hún er í auglýstri tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun, fellur því að flokkunarkerfi IUCN.
Flokkunarkerfi IUCN á verndarsvæðum fellur ekki beint að flokkun friðlýstra svæða eins og hún er skv. íslenskum náttúruverndarlögum. Það gefur ramma og leiðbeinir um hvernig marka má stefnu um verndun og landnýtingu skv. þeirra flokkun, óháð eignarhaldi eða lagalegum ramma þeirra svæða sem um er fjallað. Nauðsynlegt er þó að verndarsvæði sem flokkuð eru skv. IUCN séu vel afmörkuð og að stofnsetning þeirra og viðhald eigi sér fótfestu í lögum, samningum eða með öðrum formföstum hætti, t.d. í skipulagsáætlunum.
Ljóst er, eins og bent hefur verið á og svæðisráð lögðu til, að þjóðgarðurinn uppfyllir skilyrði sem sett eru fyrir flokk II, „þjóðgarða“ hjá IUCN. Þar sem eitt helsta markmið flokkunar IUCN er að sýna áherslur og markmið verndarsvæða og þróun þeirra til framtíðar, þá þykir stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs mikilvægt að gefa til kynna, hvernig þjóðgarðurinn getur þróast og stækkað í samráði og samstarfi við heimamenn og aðra, með sjálfbæra nýtingu samhliða vernd að leiðarljósi. Eftir því sem þjóðgarðurinn stækkar verði svæðum stýrt í samræmi við ólík markmið og þá þurfi í hverju tilfelli fyrir sig að ákveða hver meginmarkmið með verndun skuli vera. Þar koma aðrir flokkar en flokkur II til greina, t.d. á landbúnaðarsvæðum. Þannig verði hægt að samræma og sætta betur ólíka hagsmuni, sem þó allir miða að því að vernda landið til framtíðar. Þess vegna var ákveðið að lýsa markmiðum með stjórnun þjóðgarðsins með vísun í fleiri en einn flokk, án þess þó að veita nokkurn afslátt af þeirri verndun, sem nauðsynleg er talin fyrir sjálfbæra þróun þjóðgarðsins til framtíðar. Í viðauka III við reglugerð nr. 608/2008, um Vatnajökulsþjóðgarð, sem sett var við stofnun hans eru skilgreind svæði, þar sem hefðbundin landnýting er heimil. Í 26. gr. þeirrar reglugerðar 1. og 2. tl. segir: „Hefðbundin landnýting, svo sem búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil á þeim svæðum sem afmörkuð eru í viðauka III enda séu uppfyllt ákvæði þeirra laga sem um nýtinguna fjalla. Annars staðar í þjóðgarðinum er slík nýting óheimil. Landnýting innan þjóðgarðsins skal vera sjálfbær, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð.“ Heimild til hefðbundinnar landnýtingar, m.a. sjálfbær beit, er því til staðar á þessum svæðum og stjórn þjóðgarðsins óheimilt að víkja frá þeim ákvæðum í Stjórnunar- og verndaráætlun, nema í sértilfellum svo sem þar sem sýnt hefur verið fram á ósjálfbæra nýtingu. Hvort beitarstýring er sjálfbær ræðst af
6
mati á beitilandi skv. reglugerð nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Komi í ljós að beit sé ósjálfbær og valdi hnignun gróðurs sbr. ofangreint, er beit takmörkuð á tilteknum svæðum og er það nú þegar gert. Ákvörðun stjórnar um að fella ofangreind svæði skv. reglugerð í flokk VI í tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun endurspeglar þá ákvörðun sem þegar liggur fyrir í ofangreindri reglugerð. Rétt er að ítreka að þótt svæðin séu flokkuð með þessum hætti má setja öll þau verndarákvæði sem þurfa þykir á einstaka staði eða smærri svæði og því alls ekki slegið af verndarkröfum.
Varðandi ábendingar um að nota flokk Ib víðerni hjá IUCN, þá kemur vetrarakstur sem heimill er í nær öllum þjóðgarðinum á snjó, í veg fyrir að sá flokkur sé notaður, þar sem sérstök áhersla er lögð á það í víðernisflokki IUCN að vélknúnum faratækjum sé haldið utan þeirra svæða. Ýmist var í athugasemdum lagt til að jökulhettan sjálf félli undir flokk Ib, II eða III og einnig minnst á Lakagígasvæðið sem mögulegt svæði III. IUCN leggur til í sínum leiðbeiningum að svæði sem mögulega falli undir flokk II séu sé stór heildstæð svæði, en svæði undir III séu tiltölulega lítil og afmörkuð. Þar er einnig lagt til að nota flokk II eins og framast sé unnt og afmarka þá frekar tiltekin afmörkuð svæði með strangari verndarákvæðum, eins og t.d. gert er í Esjufjöllum sem falla í flokk Ib.
Í framhaldi af athugasemdum og ábendingum varðandi skiptingu þjóðgarðsins skv. verndarflokkum IUCN, þá fellst stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs á þau rök að flokkun svæða á Vestur-, Norður- og Austursvæði þjóðgarðsins í flokk II, gefi raunsannari mynd af framtíðaráherslum og markmiðum í verndun og nýtingu þessara svæða, þrátt fyrir að þau séu skilgreind sem svæði fyrir sjálfbæra nýtingu í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Því hefur stjórn þjóðgarðsins ákveðið að breyta fyrri tillögu sinni og fella þau undir flokk II í stað flokks VI áður í staðfestri útgáfu sinni. Hoffellssvæðið og Heinabergssvæðið verða eftir sem áður flokkuð í flokk VI og gefa með því fordæmi á öðrum slíkum svæðum sem kunna að falla undir stjórn þjóðgarðsins í framtíðinni. Á slíkum svæðum sé sérstök áhersla á sjálfbæra landnýtingu samhliða verndun, t.d. landbúnað og sjálfbæra ferðaþjónustu.
Víðerni Fram kemur sú skoðun að skilgreining víðerna eins og hún er sett fram í Stjórnunar- og verndaráætlun, sé útþynnt frá þeirri skilgreiningu sem lög um náttúruvernd nr. 44/1999 vísa til, þannig að víðerni sýnist stærri en þau í raun og veru eru. Umræðu vanti um endurheimt víðerna. Þjóðgarðurinn leggur áherslu á varðveislu víðerna og viðhald þeirra og skilgreinir því hugtakið um víðerni víðar en „ósnortin víðerni“ í náttúruverndarlögum, með það að markmiði að auka umfang þeirra svæða sem fái að þróast án álags af mannlegum umsvifum innan þjóðgarðsins. Þannig verða til stærri svæði en ella, sem stefnt er að haldið verði mannvirkjalausum til framtíðar.
Spurt er hvort jökullinn sé víðerni ef þar megi aka. Samkvæmt tillögum starfshóps umhverfisráðuneytisins um „ósnortin víðerni" frá 1998, sem náttúruverndarlögin byggja á, var gert ráð fyrir takmörkuðum akstri á ósnortnum víðernum eins og frekast er kostur. Þeim tilmælum er fylgt hér að mestu, vegum fækkað og utanvegaakstur bannaður, þó heimilt sé að veita undanþágu fyrir utanvegaakstri í undantekningartilfellum. Akstur á snjó er þó almennt heimill, nema á nokkrum tilteknum svæðum. Með stefnu um fækkun vega í Vatnajökulsþjóðgarði, verða einnig til stærri svæði án mannvirkja en fyrir voru.
Eyjabakkar Bent var á að ekki væri minnst á Ramsar-tilnefningu Eyjabakka þar sem fjallað er um svæðið í kafla 9.1. Upplýsingum þar að lútandi hefur verið bætt við í skilgreiningu svæðisins í lokaútgáfu að Stjórnunar- og verndaráætlun.
Esjufjöll Ljóst er að skv. 16. gr. reglugerðar nr. 608/2008, með breytingu skv. reglugerð 755/2009, er akstur óheimill í Esjufjöllum og jökulhettunni umhverfis sbr. hnit ferhyrnds svæðis sem gefin eru upp.
Askja
Spurt var í hvaða tilfellum veita megi undanþágu til að tjalda í Öskju.
7
Þetta verður skýrt nánar með vísun í ásýnd svæðisins og takmörkunin bundin við svæði í tiltekinni fjarlægð frá Öskjuvatni og göngu- og akstursleiðum.
Ýmsar athugasemdir Tjöldun Allmargir gerðu athugasemd við það að aðeins göngufólki væri heimilt að tjalda til einnar nætur utan skipulagðra tjaldsvæða. Þannig væri gestum þjóðgarðsins mismunað eftir ferðamáta og gert að kaupa þjónustu þess ferðaþjónustuaðila sem starfar á hverjum slíkum stað. Ákvæðið útiloki líka trússferðir innan þjóðgarðsins, þar sem farangri göngufólks er ekið á milli áfangastaða. Um þetta gildir 10. grein reglugerðar nr. 608/2008 þar sem segir: “Fjarri skipulögðum tjaldsvæðum er fólki sem ferðast fótgangandi með allan farangur sinn þó heimilt að tjalda hefðbundnum göngutjöldum til einnar nætur.” Þessi takmörkun hefur því verið í gildi í tvö ár. Stjórn þjóðgarðsins getur ekki farið framhjá þessu ákvæði í Stjórnunar- og verndaráætlun en mun fara fram á það við umhverfisráðuneytið að ákvæðið verði rýmkað. Á hinn bóginn telur stjórn þjóðgarðsins að heimild reglugerðarákvæðisins nái þó einnig til þeirra sem ferðast á reiðhjóli enda fara þeir fyrir eigin afli og fara svo hægt yfir að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þeir nái milli skipulagðra tjaldsvæða á einum degi.
Þjóðgarðsmörk Þjóðgarðurinn mun vinna að því í samstarfi við umhverfisráðuneytið að horfið verði frá skilgreiningu þjóðgarðsmarka með vísun í vegi, árfarvegi og þess háttar, en þjóðgarðsmörk verði þess í stað eingöngu skilgreind með tölusettum hnitum.
Vöktun og rannsóknir Fram komu ábendingar um að rannsókna og vöktunar á vatnafari og eldvirkni væri ekki getið í 10. kafla tillögunnar. Þessum atriðum hefur verið bætt við í lokaútgáfu tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun.
Orkumannvirki Bent var á að ekki væri getið um ýmis orkumannvirki í tillögunni.
Kröflulína 2 snertir mörk þjóðgarðsins þar sem þau liggja í farvegi Jökulsár á Fjöllum vestan Lambafjalla og sunnan Grímsstaðanúps. Stjórn þjóðgarðsins mun beita sér fyrir því við fyrirhugaða endurskoðun þjóðgarðsmarka að línustæði Kröflulínu 2 og 3 sé utan þeirra. Á svæði austan Hágöngulóns er gert ráð fyrir jarðgufuvirkjun. Á svæðisskipulagi miðhálendis er svæðið tilgreint sem „fyrirhugað orkuvinnslusvæði“ en á aðalskipulagi Ásahrepps er skipulagi frestað á sama svæði. Mjög lítill hluti þessa svæðis er innan þjóðgarðsmarka. Stjórn þjóðgarðsins gerir ráð fyrir því að við endurskoðun þjóðgarðsmarka verði þeim hnikað til þannig að orkuvinnslusvæðið verði allt utan þjóðgarðsins. Gert er ráð fyrir háspennulínu frá orkuvinnslusvæðinu austan Hágöngulóns, norður með austurbakka lónsins og síðan í vestur í átt að fyrirhugaðri Sprengisandslínu. Þetta línustæði er utan þjóðgarðsmarka. Einnig er í skipulagsáætlunum gert ráð fyrir háspennulínu frá virkjun í Skjálfandafljóti, til austurs um Ódáðahraun, nyrst í þjóðgarðinum. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs kýs að gera ekki ráð fyrir þessari háspennulínu í Stjórnunar- og verndaráætlun. Vakni áhugi á að nýta þennan virkjunarkost verði fjallað sérstaklega um línustæðið í stjórn þjóðgarðsins og þá Stjórnunar- og verndaráætlun breytt ef þurfa þykir.
Samráð Í allmörgum athugasemdum kemur fram að samráð við ýmis útivistarfélög við mótun áætlunarinnar hafi verið ófullnægjandi, oft með vísun í Árósasamninginn. Þeim samningi er ætlað að tryggja aðkomu almennings að ákvarðanatöku stjórnvalda í umhverfismálum. Þótt innleiðingu samningsins á Íslandi sé ekki lokið með lagasetningu er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa útivistarfélaga. Kveðið er á um að í svæðisráðum sitji sex fulltrúar, þar af einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af ferðamálasamtökum á viðkomandi svæði, einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum og einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum. Í stjórn þjóðgarðsins á einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum áheyrnaraðild.
8
Ljóst er að með þessu fyrirkomulagi hafa útivistarsamtök góða aðstöðu til að fylgjast með mótun áætlana og hafa áhrif á innihald þeirra, enda var það tilgangurinn með þessum ákvæðum við lagasetninguna. Það hlýtur að vera í verkahring og á ábyrgð fulltrúa þessara samtaka að miðla upplýsingum til umbjóðenda sinna og afla upplýsinga um afstöðu þeirra, eftir atvikum. Að sama skapi geta samtökin nýtt sér fulltrúa sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, að eigin frumkvæði. Að öðru leyti er vísað til þess sem fram kemur í 1. kafla tillögunnar um samráð við mótun hennar. Einnig er að finna í gögnum svæðisráða ítarlegar upplýsingar um þá fjölmörgu fundi sem haldnir hafa verið. Nefna má eftirfarandi, sem dæmi: ● Svæðisráð austursvæðis byggði tillögur um opnar leiðir fyrir ökutæki m.a. á samráði við hagsmunaaðila sem efnt var til í tengslum við gerð aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. ● Á Austursvæði voru haldnir opnir fundir með almennum umræðum. ● Svæðisráð austursvæðis hélt sérstaka fundi með skotveiðifélögum og félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum. ● Á Norðursvæði voru haldnir fjórir opnir fundir um ýmis mál varðandi mótun áætlunarinnar. Á tveimur þeirra störfuðu vinnuhópar. ● Á Vestursvæði voru haldnir fjórir opnir fundir til að kynna hugmyndir og samantekt var send til ýmissa aðila, m.a. SAMÚT. ● Á Suðursvæði var m.a haft samráð við landeigendur í nágrenni þjóðgarðsins og ferðaþjónustufyrirtæki sem starfa innan garðsins. Þá voru haldnir almennir fundir þar sem drög að verndaráætlun voru send til fulltrúa búnaðarsambands, ferðamálafélags, ferðafélags, 4x4 klúbbsins, minjavarðar Austurlands, björgunarfélögum og skotveiðimönnum. Haldnir voru tveir opnir fundir um verndaráætlunina á vegum svæðisráðs Suðursvæðis á meðan hún var í smíðum auk þess sem bæjarstjórn Hornafjarðar boðaði til sérstaks fundar um þessi mál. ● Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins og fulltrúi útivistarsamtaka í stjórn áttu fund með Ferðaklúbbnum 4x4 í apríl 2010 þar sem farið var yfir drög að Stjórnunar- og verndaráætlun, áður en gengið var endanlega frá tillögu að henni.
Leitað var upplýsinga hjá fjölmörgum innlendum sérfræðingum og haft samband við erlenda aðila vegna tiltekinna atriða, t.d. um verndarflokkun IUCN.
Þjónustusvæði
Vetraríþróttasvæði á Goðahrygg verður fellt niður en áfram er gert ráð fyrir þjónustusvæðum við Gjóstuklif og Gjallanda þótt þau sé ekki að finna í skipulagsáætlunum. Einnig er gert ráð fyrir skála við Gjánúpstind en augljóslega verður ekki alltaf auðvelt að komast að honum frekar en t.d. skálum á jökli. Gert er ráð fyrir því að skipulagsáætlanir verði lagaðar að stefnu þjóðgarðsins.
Þótt gert sé ráð fyrir nýjum gönguskálum austan Snæfells munu þeir verða þannig staðsettir að þeir spilli ekki upplifun á Eyjabökkum.
Skógrækt og uppgræðsla Athugasemdir komu fram varðandi þá stefnu að eyða beri framandi, ágengum tegundum úr flóru þjóðgarðsins. Samkvæmt tillögu umhverfisráðuneytisins sem tekin verður fyrir á komandi hausti skal uppræta tegundir eins og Alaskalúpínu innan þjóðgarða og áherslur Stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs eru því í fullu samræmi við markmið ráðuneytisins. Texti í kafla 9.1.1. (svæði með lúpínu og öðrum framandi tegundum) var engu að síður endurskoðaður og lagfærður að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Texti í kafla 9.1.2. (skógur í Ásbyrgi) var að sama skapi endurskoðaður og lagfærður að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Aðrar athugasemdir lutu að verndun náttúrulegs gróðurfars, beitarfriðun og hvernig mætti stuðla að frekari útbreiðslu birkis innan þjóðgarðsins en ekki var talin þörf á að hnykkja frekar á þeim atriðum en nú þegar er gert í áætluninni.
Tengsl við skipulag
Vísað var í ákvæði um skipulag og leyfisveitingar í kafla 2.4 og spurt hvort umsögn stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs sé ekki nægileg sem samþykki fyrir skipulagsbreytingum, hvort það þurfi að samþykkja skipulagstillögur sérstaklega líka.
9
Orðalag þessa kafla byggðist á minnisblaði frá umhverfisráðuneytinu dags. 6. apríl 2010 um Stjórnunar- og verndaráætlun og samspil hennar við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna. Gerð er breyting á orðalagi í Stjórnunar- og verndaráætlun, kafla 2.4. (undirkafli um Samráð við stjórn þjóðgarðsins í skipulagsferlinu) þar sem tekið er tillit til þessarar ábendingar. Þar segir nú: „Fullnaðarafgreiðsla sveitarstjórnar á skipulagstillögu er afgreidd í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Geri sveitarstjórn breytingar á auglýstri skipulagstillögu, skal einnig liggja fyrir umsögn stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs við lokaafgreiðslu sveitarstjórnar.“
Gerð var athugasemd við undirkafla í kafla 2.4., um útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við bráðabirgðaákvæði skipulags- og byggingarlaga og áréttað með vísun í bréf Skipulagsstofnunar að það eigi aðeins við um stakar framkvæmdir þegar deiliskipulag vanti en svæðis- eða aðalskipulag liggi fyrir. Rétt er að breyta ákvæðinu í tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlunar með tilliti til þessa, en hins vegar má geta þess að undanþága fæst þó skv. 3. tl. þó að aðalskipulag liggi ekki fyrir, hafi sveitarfélag fengið undanþágu Skipulagsstofnunar skv. 2. tl. sama ákvæðis.
Í athugasemd var vísað til orðalags í kafla 9.4.1., almennum ákvæðum um þjónustusvæði, þar sem segir að við gerð deiliskipulags og hönnun mannvirkja skuli notast við ,,bestu tækni til að sjá fyrir um útlit mannvirkja og ásýnd svæða áður en ráðist er í framkvæmdir”. Spurt var hver væri dómbær á hvað væri besta tækni. Hér er vísað í algengt orðalag sem gefur til kynna að á hverjum tíma sé það að vissu leyti huglægt mat hvað sé besta tækni, aðferðir eða nálgun við tiltekið viðfangsefni. Matið byggir á þekkingu fagfólks á þeim tæknilegu lausnum eða aðferðum sem eru þekktar eða aðgengilegar á hverjum tíma. Í þessu ákvæði Stjórnunar- og verndaráætlunar er vísað til þess að nota eigi „nýjustu tækni“ hverju sinni til að „máta” fyrirhuguð mannvirki við það svæði, þar sem ætlunin er að staðsetja það, eða breyta umhverfinu á annan hátt. Hugsunin er sú, að t.d. megi á myndrænan hátt sýna hvernig mannvirki fellur að tilteknu umhverfi. Tölvutækni væri gjarnan beitt í þessu sambandi.
Gerð var athugasemd um að ekki væri ástæða til að telja upp, í kafla 9.4.1. um gestastofur, hvað eigi að koma fram í deiliskipulagsáætlunum enda sé það tilgreint í skipulags- og byggingarlögum. Upptalning gefi tilefni til misskilnings um að ekkert fleira þurfi að koma fram við deiliskipulagsgerð.
Stjórn þjóðgarðsins telur eðlilegt að Stjórnunar- og verndaráætlun sé leiðbeinandi fyrir deiliskipulagsgerð, með sama hætti og aðalskipulagi er ætlað að vera. Hluti af slíkri leiðsögn er að tilgreina, eftir því sem tilefni er til, hvaða efnisatriði taka beri fyrir sérstaklega, umfram almennar kröfur laga og reglugerða. Af því má ekki ráða að um tæmandi talningu sé að ræða, en til að forðast allan misskilning hefur orðunum ,,meðal annars” verið bætt við umræddan texta (upptalningu).
Athugasemdir um stjórnun og starfsfólk þjóðgarðsins
Athugasemdir voru gerðar sem snúa að valdheimildum þjóðgarðsvarða, umboði þeirra og starfsmanna þjóðgarðsins.
Valdheimildir þjóðgarðsvarða eru ótvíræðar og koma fram í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Ráðstafanir á þeirra vegum um lokun svæða, krefjast rökstuðnings og eru bundnar við tilteknar aðstæður. Í 1. mgr. 32. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð er mælt fyrir um tímabundna lokun svæða fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Hún getur aðeins komið til í þeim tilvikum að landsvæði liggi undir skemmdum og talið sé nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða. Aðgerðina þarf að rökstyðja og afmarka svæðið vandlega, sem og tímalengd lokunar. Auk þess þarf að auglýsa ákvörðunina í B-deild Stjórnartíðinda, í dagblöðum og á vefsíðu þjóðgarðsins. Ljóst er að bæði krafa um rökstuðning, afmörkun slíkra tilvika sem og ferlið, gerir ríkar kröfur til undirbúnings og málsmeðferðar allrar. Lokunarheimild 2. mgr. sömu greinar reglugerðarinnar, skal sömuleiðis kynna á staðnum ásamt skýringum og á vef þjóðgarðsins, sem og á næsta fundi svæðisráðs og stjórnar.
Lög um Vatnajökulsþjóðgarð heimila ráðningu starfsmanna þjóðgarðsins, sem eru þá undirmenn þjóðgarðsvarða. Gestum er skylt að fara að fyrirmælum undirmanna þjóðgarðsvarða, enda er hlutverk þeirra að framfylgja ákvæðum stjórnunar- og verndaráætlunar og fyrirmælum þjóðgarðsvarða í samræmi við það. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa hinsvegar ekki heimildir til að taka ákvarðanir til lokunar svæða innan þjóðgarðsins, nema þeir gegni starfi (s.s. staðgengilsstarfi) þjóðgarðsvarða, þar sem lögin binda ákvörðun um lokun við þjóðgarðsverði.
10
Í athugasemdum var að bent á að texti í kafla 3.4, Stjórnsýsla, þar sem fjallað er um svæðisráð, sé ekki í samræmi við 8. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, lið 3 og að texta í 5. gr. laganna vanti í kafla 3.4.
Á hinn bóginn kom fram brýning um að þjónustuhlutverk starfsmanna verði undirstrikað.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ákvæðum kafla 3.4. í lokaútgáfu tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, m.a. hvað umrædd atriði varðar.
Því var andmælt í athugasemdum að starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum fyrir ferðaþjónustuaðila svo sem við skálavörslu, gönguleiðsögn og aðra sölustarfsemi.
Um starfsskyldur starfsmanna þjóðgarðsins fer eftir ráðningarsamningum við þá, sem grundvallast á fyrirmælum laga og reglna um hlutverk þjóðgarðsins og starfsmanna hans. Um nánari útfærslu fer síðan eftir verklagsreglum sem verða settar.
Skálar í einkaeign Óskað var eftir því að forsendur skálans í Gæsavötnum yrðu óbreyttar. Í auglýstri tillögu er gert ráð fyrir því að samningur verði gerður við eiganda skálans sem skilgreini rétt almennings til afnota af honum.
Spurt var hvers vegna skáli við Sylgjufell væri ekki fjarlægður ef hann væri ekki í samræmi við lög og reglur.
Stjórn þjóðgarðsins sér ekki ástæðu til að fjarlægja skála sem fyrir er, þótt forsendur hans séu vafasamar, heldur vill leita samstarfs við eigendur hans um framtíð skálans í samræmi við þá stefnu sem fram kemur í Stjórnunar- og verndaráætlun.
Hellar Í athugasemdum var spurt út í heimildir til að skoða hella. Stjórnunar- og verndaráætlun verður breytt þannig að umferð sé leyfð um hella nema þá sem þarfnast sérstakrar verndar, t.d. hraunhella með viðkvæmum dropsteinum eða dropstráum. Um slíka hella megi þó heimila umferð samræmi við reglur sem síðar verða gefnar út.
Stækkun þjóðgarðsins
Í athugasemdum var bent á allnokkur svæði sem talið var eðlilegt að féllu undir Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig var spurt um stefnu þjóðgarðsins varðandi stækkun hans.
Allar ákvarðanir varðandi stækkun þjóðgarðsins ásamt samningagerð sem henni tengist er á höndum umhverfisráðuneytisins. Stjórn þjóðgarðsins kemur því ekki beint að slíkum ákvörðunum en leggur áherslu á að rækja lögbundið hlutverk sitt á því svæði sem tilheyrir þjóðgarðinum hverju sinni.
Hjólreiðar
Almennar reglur um umferð reiðhjóla í tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun eru samhljóða ákvæðum reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008 en þar kemur skýrt fram að umferð reiðhjóla er heimil á vegum, bílastæðum og merktum reiðhjólaleiðum og á þeim göngustígum þar sem ekki gilda sérstök bönn. Hjólreiðamenn eru því bundnir við þessar leiðir og hafa ekki sama frelsi og göngufólk til að fara um að vild þar sem leiðir eru ekki merktar sérstaklega. Stjórn þjóðgarðsins er bundin af þessum ákvæðum reglugerðarinnar við mótun Stjórnunar- og verndaráætlunar.
Umhverfismat áætlunarinnar, vöktun og viðbrögð við athugasemdum
Í umhverfisskýrslu sem kynnt var með tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs eru umhverfisáhrif áætlunarinnar metin. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur við afgreiðslu Stjórnunar- og verndaráætlunarinnar haft hliðsjón af umhverfisskýrslunni og þeim athugasemdum sem borist hafa við tillögu að áætluninni (sbr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006), en engar efnislegar athugasemdir bárust við umhverfisskýrsluna.
Markmið áætlunarinnar eru í heild talin geta haft veruleg jákvæð áhrif á alla skilgreinda umhverfisþætti. Engin veruleg neikvæð áhrif eru talin geta orðið af stefnunni en sum markmið eru talin geta haft bæði óveruleg neikvæð og jákvæð áhrif. Áætlunin er einnig talin í samræmi við umhverfisviðmið í alþjóðlegum samningum og skuldbindingum og stefnu og markmið íslenskra stjórnvalda. Umhverfisskýrslan lýsir um leið hvernig áætlunin
11
tekur mið af umhverfissjónarmiðum. Í samræmi við umhverfismatið er ekki talin þörf á sérstakri vöktunaráætlun vegna líklegra verulegra umhverfisáhrifa, en í áætluninni eru samt tilgreind ýmis vöktunarverkefni sem æskilegt er talið að viðhalda eða koma á til að fylgjast með þróun og breytingum í starfsumhverfi þjóðgarðsins, m.a. í þeim tilgangi að koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif af umferð, mannvirkjum og starfsemi.
Í svörum sem fram koma hér fyrir ofan ásamt svörum til umsagnaraðila kemur fram hvernig brugðist er við athugasemdum og umsögnum.
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs þakkar öllum þeim sem komu á framfæri athugasemdum, ábendingum og umsögnum við tillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun og væntir áframhaldandi góðs samstarfs.
Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs,
________________________________
Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri




Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Andri M. » 09.sep 2010, 13:41

þetta er svo hrikalega langt bréf, hvaða heilvita maður á að hafa þolinmæði í að lesa þetta,

er ekki hægt að fá þetta í aðeins styttra máli og kannski á aðeins meira mannamáli,


Páll Ásgeir
Innlegg: 38
Skráður: 02.mar 2010, 21:07
Fullt nafn: Páll Ásgeir Ásgeirsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Páll Ásgeir » 09.sep 2010, 14:30

Mér sýnist stutta svarið vera á þá leið að ekki er tekið mark á neinum athugasemdum eða mótmælum jeppamanna. Eina undantekningin er sú að vegurinn inn Heinabergsdal verður opinn fyrir almenna umferð en í upphaflegu tillögunni var hann lokaður öðrum en ferðaþjónustuaðilum.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá nobrks » 09.sep 2010, 15:57

Þetta er þvert á því sem fulltrúar Þjóðgarðsins héldu fram í fjölmiðlum, þ.e. að hverrri athugasemd yrði svarað efnislega.
Í fyrstu línu athugasemda minna til þjóðgarðsins, þar óskaði ég eftir því að fá staðfestingu um að pósturinn hefði borist (í rauðu letri).

Ég hef enga staðfestingu fengið um að athugasemdir mínar hafi verið lesnar.


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 09.sep 2010, 16:29

Þetta er afar athyglivert. Eins og Páll bendir á þá er stutta svarið að engu verður breytt frá Bannáætluninni. Orustan tapaðist en stríði er enn í fullum gangi.
Eitt afar athyglivert sem vert er að benda á er fréttir um stækkun friðlands Þjórsárvera og að þar verði bannað að aka. Það er vel þekkt aðferð að til að ná einhverju umdeildu í gegn að settir eru fram tveir slæmir kostir, sá "betri" er sá sem á að ná í gegn, sem er í þessu tilfelli Bannáætlun Vatnajökulsgönguþjóðgarðs en "verri" kosturinn er svo algert bann við öllum mannaferðum nema fótgangandi eða hjólandi í "stór" þjórsárvera svæðinu.
Við megum ekki láta glepjast og samþykkja að það sem er verið að gera í Vatnajökulsgöngugarðinum sé í lagi. Að stjórnvald geti lokað stórum svæðum landsins, nema fyrir gönguskóm. Án nokkurs rökstuðnings. En það er kannski það sem er mest áberandi alger skortur á rökstuðningu fyrir lokunum á öllum leiðum nema þeim örfáu sem tilgreindar eru sérstaklega.


ÞA


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 09.sep 2010, 17:49

Þar sem þetta efni er mér mjög hugleikið, enda er hér stjórnvald að sýna vald sitt gegn borgurunum. Get ekki sagt annað en að mér líki það afar illa. Það er athyglivert að skoða markmið verndurnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Tók það hér beint upp úr lögunum.
2. gr. Markmið verndunar.
Markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.
Verndarstig einstakra svæða eða landslagsheilda innan Vatnajökulsþjóðgarðs skal taka mið af verndarmarkmiðum þjóðgarðsins og annarri landnýtingu á viðkomandi svæði í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir um þjóðgarða og friðlýst svæði.

Það er alveg klárt að sú staðreynd að fjölda leiða í Vatnajökulsþjóðgarði er lokað fyrir umferð vélknúinn ökutækja stríðir gegn markmiðum þjóðgarðsins. Vélknúin ökutæki er það sem veitir almenningi aðgang að þessu svæði kringum Vatnajökul sem er gríðarlega heillandi. Að mínu mati er þetta viðamikla bann við akstri utan ákveðinna leiða óþarflega íþyngjandi og að þar sé ekki gætt meðalhófs, enda hafa menn eins og Jón Ofsi og aðrir bent á leiðir sem óþarfi er að banna umferð um.
Það er sorglegt að þetta fólk sem er í vinnu hjá okkur skuli ekki hafa metnað til að vanda vinnuan sína, t.d. hefði átt að lista upp hverja einustu leið sem hægt var að finna. Skoða sögu þeirrar leiðar og kosti og ókosti við að hafa opna/lokaða og útfrá því taka ákvörðun um það hvort hún verði opin eða lokum.
Þar með væri hægt að taka rökstudda upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum. Sú staðreynda að bent hefur verið á þetta og ákveðið að hunsa þessar ábendingar algjörlega segir sína sögu.


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 09.sep 2010, 18:18

Hér nýjasta útgáfa svokallaðs rökstuðnings fyrir lokun leiða.
Leiðum vélknúinna ökutækja sé hagað þannig að náttúra spillist ekki og þær séu raunhæfur kostur til aksturs að sumarlagi.
● Ná megi hæfilegri málamiðlun víðerna og kyrrðar annars vegar og aðgengis hins vegar.
● Sem oftast standi hringleiðir til boða sem gera för um þjóðgarðinn áhugaverðari.
● Umfang og val leiða sé þannig að eftirlit sé framkvæmanlegt.

Núna er ég búinn að lesa lögin og reglugerðina nokkrum sinnum og finn hvergi neitt sem samrýmist þessum röksemdum, fyrir utan það sem er feitletrað. Það er alveg skýrt að bannað er að valda tjóni á náttúrunni. Það sem kemur hins vegar nokkrum sinnum fram bæði í lögunum um vatnajökulsþjóðgarð og reglugerðinni. Að tryggja skuli aðgengi almennings að þjóðgarðinum.
Það er hvergi minnst á í lögum eða reglugerð, hæfilega málamiðlun kyrrðar og víðernis, það er hvergi minnst á að nota skuli hringleiðir, enda er það alveg ótrúleg vitleysa. að lokum að umfang og val leiða sé þannig að eftirlit sé framkvæmaanlegt. Þetta eru allt saman atriði sem einhver hefur skáldað upp úr sér algjörlega úr takti við lög og reglugerð. En þetta látum við yfir okkur ganga.
Hvað er raunhæfur kostur til aksturs að sumarlagi ? Miðast það við leiðir sem eru færar Suzuki Jimni ?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Stebbi » 09.sep 2010, 19:42

himnariki wrote:Hvað er raunhæfur kostur til aksturs að sumarlagi ? Miðast það við leiðir sem eru færar Suzuki Jimni ?


Ætli þeim sem mest er í nöp við jeppa og jeppamenn vilji ekki miða það við að Yaris komist það, það er jú val númer eitt hjá gjaldeyriskúnum sem þeir ætla að mjólka til ólífs í nákomini framtíð.

Þessi öfga umhverfisstefna sem hefur verið að sækja í sig veðrið í takt við vinsældir VG er að gera mig svo geðveikan að ég er algjörlega hættur að líta til vinstri, tek engar vinstri beygjur og er í þessum töluðu orðum að naga af mér vinstri handlegginn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Ofsi » 09.sep 2010, 20:29

Það eru nú hæg heimatökin hjá þér Stebbi að spyrja þá sem eru mest í nöp við jeppamenn. Einn slíkur var að tjá sig hérna að ofan á jeppaspjalli.is, Páll Ásgeir heitir hann.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Ofsi » 09.sep 2010, 21:33

Hvert stefnir það ferðafrelsi sem almenningur hefur haft undanfarna áratugi. Því er fljótsvarað ef almenningur bregst ekki til varnar. Ferðafrelsið er á beinustu leið í sorptunnuna, í boði umhverfisofstækisfólks.
Fyrir þá sem hafa verið með lokuð augun undanfarinn áratug, eða haldið að eitthvað annað skipti miklu meira máli en einhver hundleiðinlega umhverfismál og grænn grautur. Þá mættu þeir hinir sömu hafa það hugfast að þetta getur komið í bakið á þeim sem láta málið ekkert varða. Það kemur börnum þeirra örugglega við þegar fram líða stundir, og þau uppgötva að allt er bannað nema það sé sérstaklega leift einsog í hinum einstaklega leiðinlega landi noregi.


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 09.sep 2010, 21:55

Það er athyglivert að lesa lög um vatnajökulsþjóðgarð.

15 gr. 3 mgr. hljóðar svona.
Í reglugerð1) um Vatnajökulsþjóðgarð skal gerð sérstök grein fyrir öllum vegum sem heimilt er að aka innan þjóðgarðsins. Enn fremur skal skilgreina þau svæði þar sem heimilt er að aka að vetri á snjó eða frosinni jörð og hvaða skilyrðum slíkur akstur er bundinn. Heimilt er að takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum við tiltekinn tíma ársins eða binda hana við tiltekna notkun, svo sem vegna veiða, smölunar búfjár eða annarra landbúnaðarstarfa eða vegna rannsókna, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis.

Eins og ég skil þetta þá á að gera grein fyrir öllum vegum sem heimilt er að aka í reglugerð um Vatnajökulsgöngugarð, þetta hefur ekki verið gert og þetta ætti klárlega ekki að gera í þessar svokölluðu verndaráætlun. Það er líka athyglivert að það er heimilt að takmarka umferð á einstökum vegum... ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að til að loka slóða eða vegi þurfi að liggja fyrir rökstuðningur fyrir lokuninni. Þess grein er þannig að nokkru leiti í mótsögn við sjálfa sig. Hvað sem öðru líður þá sé ég ekki að það sé til staðar heimild til að loka neinni leið án rökstiuðning og þar með er það sem búið að setja fram í Bannáætluninni ekki löglegt. Hins vegar get ég skilið fyrri hlutinn þannig að það hvíli sú skylda að allir vegir innan þjóðgarðsins séu skráðir.
Það væri áhugavert að vita hvaða lagaheimild er að baki lokunum á slóðum, ég leyfi mér að efa að það sé stoð í lögum fyrir þessum víðtæku lokunum sem bannáætlunin boðar.


Páll Ásgeir
Innlegg: 38
Skráður: 02.mar 2010, 21:07
Fullt nafn: Páll Ásgeir Ásgeirsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Páll Ásgeir » 09.sep 2010, 22:11

Málflutningur eins og sá sem Jón Snæland hefur í frammi er að jafnaði ekki talinn svaraverður. Hann telur greinilega að mér sé eitthvað sérstaklega í nöp við jeppamenn. Sjálfsagt er það vegna þess að ekki hafa allar skoðanir mínar fallið Jóni í geð.
Af sama sauðahúsi eru yfirlýsingar hans um að Noregur sé leiðinlegasta land í heimi. Þetta eru almennt kallaðar alhæfingar og þvættingur en miðað við það sem ég hef séð til Jóns í svoköllum umræðum á netinu var varla við öðru að búast.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Ofsi » 09.sep 2010, 22:26

Þá er ég semsagt komin á sama level og poggfærslur þína á eyjunni.


Páll Ásgeir
Innlegg: 38
Skráður: 02.mar 2010, 21:07
Fullt nafn: Páll Ásgeir Ásgeirsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Páll Ásgeir » 09.sep 2010, 22:28

Það eru fimm villur í svari þínu.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Brjótur » 09.sep 2010, 22:30

Hér styð ég heilshugar málstað og skoðanir OFSA, ég hef nefnilega bæði lesið og svarað þessum Páli, og þvílík steypa sem kemur frá honum.

P.S sjáið þetta hérna fyrir ofan þetta skrifaði hann á meðan ég skrifaði


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Ofsi » 09.sep 2010, 22:35

Jamm það er bara svo Páll. Auðvita verður til fullt af stafsetningarvillum og innsláttarvillum þegar óvinur jeppamanna nr 1 er mættur á svæðið

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá oggi » 09.sep 2010, 23:12

Páll Ásgeir wrote:Það eru fimm villur í svari þínu.



Ertu þú kanski með fimm háskólagráður Páll eins og annar landsþekktur hrokagikkur


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 09.sep 2010, 23:24

Okkar tíma og orku er betur varið í annað en að svara títtnefndum Páli.

Staðreyndin er sú að nú þurfum við að rísa upp á eftiurlappirnar og leggja málunum lið. Þó það sé ekki annað en að ræða þessi mál við alla í kringum okkur í öllum kaffi boðum, afmælum, fermingum, jólaboðum og svo framvegis. Verða gjörsamlega óþolandi og óþreytandi í að ræða ferðafrelsismál við allt og alla.

Aðalatriði er að setja fram sína skoðun skýrt og styðja hana með einhverjum rökum, en detta ekki niður í nafnaköll og annað slíkt. þá mun baráttan tapast.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi


Páll Ásgeir
Innlegg: 38
Skráður: 02.mar 2010, 21:07
Fullt nafn: Páll Ásgeir Ásgeirsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Páll Ásgeir » 10.sep 2010, 09:00

Þetta er hárrétt hjá Þórði. Ef menn greinir á er yfirvegaður og rökstuddur málflutningur eina leiðin til þess að ná árangri. Að hnjóða í eða uppnefna þá sem ekki eru manni sammála skilar engu.
Ef ég má segja mína skoðun hér í þessu ljónabúri þá held ég að barátta jeppamanna gegn stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hafi sýnt einmitt að magn og fjöldi athugasemda er ekki endilega það sem skiptir máli.
Jeppamenn verða líklega að viðurkenna að í þeim slag höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. En það er önnur barátta framundan sem snýst um áformin um stækkun griðlandsins í Þjórsárverum. Þar hljóta jeppamenn að taka til andmæla og verður fróðlegt að sjá hve langt verður komist með að hnekkja ýmsu í þeim áætlunum. En þar græðist heldur ekkert á því að ráðast gegn nefndarmönnum persónulega. Í þeim efnum held ég að bæði Jón Snæland og Dagur Bragason geti bætt sig verulega svo tveir ötulir talsmenn séu nefndir.
En spyrjum að leikslokum en ekki að vopnaviðskiptum.

Ps. Vegna fyrirspurnar Skagfirðingsins má geta þess að eina framhaldsgráðan sem ég get flaggað er bílprófið.


Höfundur þráðar
himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá himnariki » 10.sep 2010, 09:17

Það er alveg ljóst að varðandi Vatnajökulsþjóðgarð þá er stríðiðp ekki tapað þó fyrsta orustan hafi tapast, það var líka nokkuð ljóst frá upphafi á vinnubrögðunum við gerð Bannáætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs að fyrsta orustan væri töpuð.

Nú er bara næsta orusta og í mínum huga snýst hún um lögmæti þess að loka þessum leiðum. Það er klárlega engin skýr lagaheimild í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð um lokanir á vegum eða slóðum önnur en seinni hluti 15. greinar, þar eru sett fram skýrar ástæður sem þarf að gefa fyrir lokunum. Það sem stjórn garðsins setti fram sem sínar verklagsreglur um hvaða vegir yrðu opnir á enga stoð í lögum né reglugerð.

Við megum heldur ekki blindast af "Stór" Þjórsárvera bannáætluninni. Þetta er velþekkt aðferð sem meðal annars var beitt til að fá Kárahnjúka í gegn. En það er að setja fram tvo mjög slæma kosti og fá þannig einhverskonar sátt um "ill skárri" kostinn. Sem í þessu tilfelli er bannáætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

ÞA

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Stebbi » 10.sep 2010, 11:01

Mig langar helst að fá að heyra einhver haldbær rök önnur en einhvern sérstaklega takmarkaðan utanvegarakstur sem mæla með því að loka öllu fyrir umferð ökutækja sem eru þá væntanlega jeppar. Afhverju í ósköpunum má ekki fara á bíl það sem er hægt að labba. Það er alveg klárt mál að umhverfisfasistarnir stoppa aldrei mótokrosshjólin og fjórhjólin, það er bara einhver fjarlægur blautur draumur. Hver er hin eiginlega ástæða fyrir því að það má ekki lengur keyra á snjó og hjarni svo lengi sem skemmdir hljótast ekki af eins og alltaf hefur verið.
Ég ætla bara að vona það að þeir göngugarpar sem ganga sem harðast fram í því að banna okkur hinum að njóta landsins á okkar hátt fái aldrei alvarlega lungasjúkdóma, fótafúa eða missa eiginleikan að geta gengið, því þá sitja þeir fastir í eigin ræpu með okkur hinum í hinni hundfúlu Reykjavík.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá steinarxe » 10.sep 2010, 22:24

Blessaðir veriði,þótt þessi vitleysa nái í gegn þá dettur ekki nokkrum manni í hug að fara eftir þessu.Eða ekki mér að minnsta kosti.Þetta er bara stórkostlegur brandari að reyna að banna svona lagað og þá sérstaklega á Íslandi. Ætli þetta verði ekki minna áhrifaríkt heldur en lögin um að ekki megi tala í farsíma undir stýri og þá er nú mikið sagt. Pirrandi er þetta samt og má alls ekki gerast.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Izan » 11.sep 2010, 10:19

Sælir

Ég fékk svona póst líka og klóraði mig í gegnum textann til þess eins að komast að því að hann innihélt ekki neitt. Nema þá helst það sjónarmið þeirra sem smíða verndaráætlunina að ef margir senda sambærilegt bréf er ekkert að marka það. Tapið er ekki orðið fyrr en ráðherra staðfestir lögin. Ég er svosum ekkert á þeirri línu að umhverfisráðherra vor sé að fara að dedúast eitthvað í kringum okkar sjónarmið en jeppamenn þyrftu að beina spjótum sínum þangað.

Það er ótalmarkt sem hreinlega slær mann við það að lesa það að öllum árum skuli róið til að tryggja megi öræfakyrrðina í Vatnajökulsþjóðgarði á meðan upphaflega markmið hans er að bæta aðgengi ferðamanna á svæðinu. Auðvitað eiga menn að ganga þannig um hálendið að aðrir sem leggja stund á ferðamennsku fái sín notið á sama tíma og Vatnajökulsþjóðgarður er kjörið tækifæri og vopn í þeirri baráttu en það er ekki rétt aðferðafræði að banna ákveðna ferðamennsku. Þá fá ekki allir sín notið heldur bara sumir, s.s. "þjóð"garður fær merkinguna elítugarður.

Það er náttúrulega ótrúlegt að þeir sem velja sér vélknúin ökutæki séu gersamlega virtir að vettugi, þar með talið lög sem þeim ber að framfylgja t.d. að keyra ekki eftir að ökumenn verða þreyttir sem verndaráætlun gerir nauðsynlega með því að banna ferðafólki á vélknúnum ökutækjum að tjalda til einnar náttar hvar sem það er hægt. Þessi regla er t.d. verulega hamlandi fyrir þá sem keyra skífubíla ef þeir lenda í veðri sem dregur niður í ferðahraða, þeir geta þá ekki klárað ferðina skífunnar vegna og meiga ekki tjalda þó að skífulögin segja þeim að leggja ekki af stað fyrr en 8 tímum seinna.

Ég hef hingaðtil tekið ofan fyrir nafna mínum Ofsa en mér finnst hann ganga svolítið langt í garð Páls Ásgeirs. Ég myndi allavega vilja að Páll fái frið til að tjá sig hér á þessu spjalli því að þó að ég sé langt í frá sammála honum þegar kemur að veglokunum o.s.frv. er fróðlegt að heyra hans sjónarmið.

Páll Ásgeir, ég er heldur ekki sammála því að barátta jeppamanna hafi verið bitlaus því að á vef ferðaklúbbsins 4x4 er hægt að finna hluta þeirra mótmæla sem félagsmenn sendu inn vegna verndaráætlunarinnar og ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst mörg þeirra hárbeitt og mjög vel rökstudd. Er ekki það sem dæmið gengur út á? Eru nefndarmenn kannski svona pirraðir út af því hve margir mótmæltu áætluninni og týndu þeir kannski því sem þeim langaði ekki til að sjá í mótmælendabunkanum? Maður spyr sig.

Það að senda fjögurra blaðsíðna ritgerð um ekki neitt til þess að fá vinnufrið fyrir þeim sem eru á móti áætluninni á meðan þeir klóra sig í gegnum textann er ekki merki um vönduð vinnubrögð og maður fær ekki annað á tilfinninguna en að nefndinni finnist mótmælin árás á sína vinnu og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að verja sig í staðin fyrir að taka gagnrýninni til að bæta vinnuna. Það er augljóst ef maður les textann að þeir eru ekki að skoða mótmælin til að byggja betri áætlun heldur eru þeir að verja sín sjónarmið og vinnu.

Kv Jón Garðar

P.s. ég held að tími sé kominn til að þeir sem ferðast á vélknúnum ökutækjum á hálendi Íslands komi saman og sýni umhverfisráðherra í verki hve fjölmennur hópur þetta er.

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá gudlaugur » 30.maí 2011, 03:37

Nú er ég ekki mikið inní þessu máli og NENNTI ekki að lesa alla þessa pósta sem hér eru að ofan,, hvað þá þann fyrsta :)
En ég er með tvær spurningar:

1.Er hægt að labba um allt svæðið og kynnast þannig þessari nátturuperlu ?

2.Er hægt að labba um svæðið sem nú er lokað fyrir vélknúinn ökutæki ?


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Ofsi » 30.maí 2011, 07:09

Guðlaugur Jóhann Snorrason svar við spurningu þinn er: Já það er hægt að ganga um þessi svæði. Þar að segja þeir sem treysta sér til þess að ganga langar dagleiðir með allt á bakinu.
Að öðru leiti er staðan þannig í málefnum garðsins. Eftir að umhverfisráðherra staðfesti verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Þá var stofnaður samráðshópur um samgöngumál innan þjóðgarðsins, þar sem það var augljóst að ekki var sátt um Verndaráætlunina. (hægt er að fræðast meir um málið á alþingisvefnum undir umhverfisnefnd alþingis) Haldnir voru fundir með hagsmunaaðilum og var með annars haldinn fundur með 50 hagsmunaaðilum, sem komu fram með helstu áherslupuntanna um hverju þyrfti að breyta til þess að ná einhverri smá vitrænni lendingu í málinu. Úr þessum áherslupunktum kemur nýstofnuð, 9 manna samgöngunefnd að vinna, þeirra hlutverk er að koma með tillögur um úrbætur. Nefndin hefur fundað einu sinni og verða tillögur frá henni sendar þjóðgarðsráði í seinasta lagi í haust. Þjóðgarðsráð mun síðan kynna niðurstöðurnar í haust.

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá gudlaugur » 05.jún 2011, 00:39

Hvað með þá sem eru fótalamaðir og þeir sem nenna ekki að labba... geta þeir nýtt sér einhverskonar þjónustu sem gerir þeim kleyft að skoða þetta svæði nánar án þess að þurfa að ganga ?

Ef svo er: Þá skil ég ekki hvervegna menn eru að væla yfir þessu... bara vegna þess að þeir nenna ekki að labba ?

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Brjótur » 05.jún 2011, 18:55

Guðlaugur minn vert þú bara áfram á barnalandi eða hvar svo sem þú dvelur mest á netinu, við þörfnumst ekki svona málflutnings hérna takk.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá Kiddi » 05.jún 2011, 20:16

Til að vera aðeins málefnalegri en Helgi þá spyr ég á móti Guðlaugur, hver er ástæða þess að loka þegar hægt er að hafa opið?

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Postfrá gudlaugur » 06.jún 2011, 21:28

Brjótur wrote:Guðlaugur minn vert þú bara áfram á barnalandi eða hvar svo sem þú dvelur mest á netinu, við þörfnumst ekki svona málflutnings hérna takk.

Virkilega þroskað svar frá þér. Auðvitað þarf að heyra allar hliðar þessa máls.

Kiddi wrote:Til að vera aðeins málefnalegri en Helgi þá spyr ég á móti Guðlaugur, hver er ástæða þess að loka þegar hægt er að hafa opið?

Ég er ekki endilega mæla með eða á móti þessari lokun. En ef það er í boði fyrir fólk að sjá þetta án þess að þurfa fara fótgangandi þá tel ég að menn ættu að geta nýtt sér það... Annars svaraði ofsi spurningu minni nokkuð vel nema þá með þann part hvort það væri einhvers konar þjónusta í gangi þarna sem hægt væri að nýta sér fyrir þá sem ekki treysta sér í labbitúr um svæðið.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir