Síða 1 af 1

sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 13.jún 2013, 00:43
frá Valdi B
jæja sælir félagar, nú er ég búinn að vera að skoða það að fá mér svona bíl sem vinnubíl, svona bíll hæfir mér ágætlega í það sem mér vantar bíl í svo það er óþarfi að benda á benzíneyðslu eða þvíumlíkt ;)

bíllinn sem um ræðir er 99 módel af jeep grand cherokee með 4.7 mótornum, með leðri, á ágætis dekkjum og ekinn 260 þús km!

gallar eru :

skipting á það til að skipta sér niður um eitt þrep þegar hann er á dólinu á 100 kmh en þá dugir að gefa aðeins inn og þá skiptir hún sér upp aftur

ekinn 260 þús , finnst það frekar mikið en skiptir mig ekki miklu, þetta yrði mestmegnis notað í sveitinni og ég keyri ekki mikið, keyri svona 8000 km á ári.

stýrismaskína er orðin slitin

komið ryð í síls hægra megin, ekki gat en þarf ð fara að koma sér í að laga það svo ekki versni

báðir öftustu gluggarnir leka þegar rignir

fóðringar í hjólastelli að aftan greinilega orðnar slitnar, á eftir að fara yfir hve margar eru slitnar, mér skilst að það þurfti að skitpa um eitthverjar stífur comprete í hjólastellinu að aftan þegar eru orðnar ónýtar fóðringar í þeim, er það ekki rétt ?

ljótt lakk á afturstuðara eftir að það hefur verið bakkað á eitthvað lauslega, er brotið upp lakkið en stuðarinn er óskemmdur

hann á það til að ganga truntulega hægaganginn, súrefnisskynjari ? dugar samt að gefa honum aðeins inn og þá malar hann eins og læða :D

svo eru nokkur algjör smotterí sem skipta litlu máli en þetta er svona helst...

hvað finnst ykkur sanngjarnt verð fyrir svona ?

var að skoða svona bíl fyrir stuttu í ágætis standi ekinn 170 þús km á 300 þús, sé nú eftir að hafa ekki keypt hann en þar var smotterý sem þurfti að fara yfir í honum líka...en hann leit betur út og var ekinn 90 þús km minna!

endilega usið úr viskubrunninum , hvaða gallar hrjá þessa bíl og hvað gæti verið málið með skiptinguna ?

með fyrirfram þökkum

Valdi :)

Re: sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 13.jún 2013, 12:08
frá Navigatoramadeus
varðandi fóðringar í afturstelli er lítið mál að skipta þeim út í flestum bílum;
http://www.jeep4x4center.com/jeep-suspe ... -wj-wg.htm

stýrismaskínan;
http://www.carsteering.com/steeringmode ... r_Box.html

ég var að skipta um maskínu í LC90 og hún kostaði... ahemm... mörgum sinnum þessa upphæð en reyndar úr umboðinu og setti einnig polyfóðringar bæði um maskínu, spyrnum framan og í efri stífur aftan, handavinna og svo í hjólastillingu, sjálfsagt slagað í dagsvinnu.

giska á að truntugangurinn í hægagangi sé loftleki, athugaðu hosur og pakkningar á soghlið, t.d. með bremsuhreinsi (spray).

sjálfsagt að hringja í Ljónsstaðabræður varðandi skiptinguna.

varðandi verð á svona gæðingum hef ég ekki hugmynd, þetta er langt útaf mínum óskalista vegna eyðslu :)

Re: sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 13.jún 2013, 13:46
frá Straumur
Svona við fyrstu sín ætti þessi bíll að vera gefins, seljast varla þegar þeir eru í lagi... :D

150-200þ varla meira en það !?

Re: sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 13.jún 2013, 14:33
frá HaffiTopp
Þú vilt ekki frekar fá þér fjagralítra línusexuna? Miklu áræðanlegari vél og eyðir örugglega eitthvað jafnara. Svo er millikassinn sem kemur í þessari árgerð af Grand sem sú vél er í miklu skemmtilegri.

Re: sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 13.jún 2013, 22:20
frá Valdi B
takk fyrir svörin strákar, en ég hef meiri áhuga á v8 4.7 mótornum, þar sem ég hef verið á gömlum benz í marga mánuði sem vinnubil og hann eyðir 25+ á 100 km svo ég get alveg eins verið á 8 cyl bíl þar hehe :)

Re: sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 14.jún 2013, 22:41
frá dabbigj
gætir verið með línusexuna sem að eyðir 15+, miðað við að þú keyrir 800km á ári eru það hugsanleag 5-800 lítrar á ári sem þú sparar þér sem er ekki alveg fríkeypis í dag og slagar uppí verðið á bílnum

Re: sanngjarnt verð fyrir 99 grand cherokee ?

Posted: 15.jún 2013, 10:58
frá Freyr
Eigum við ekki bara að leyfa manninum að beina spjótum sínum að 4,7 vélinni fyrst hann langar í hana? Sjálfur myndi ég undantekningarlaust kaupa svona grand með 4,7 vélinni en ekki sexunni, hvort sem væri í óbreyttan daily driver eða snjójeppa.

Þorvaldur: Í þínum sporum myndi ég alls ekki kaupa þetta eintak. Það er hægt að fá heilleg eintök af svona bílum í dag á í kringum 400.000. Það er ljóst að það kostar töluvert af peningum og tíma að koma þessum í stand og bíllinn hreinlega stendur ekki undir því. Ég get ekki séð annað en að þetta eintak sé partamatur.

Kv. Freyr