Síða 1 af 1
maxxis dekk
Posted: 08.jún 2013, 18:39
frá Andri M.
góða kvöldið, var í gær að fjárfesta í galloper bifreið, langar að henda 33" undir, er búinn að hringja á nokkra staði, og alls staðar eru maxxis dekkin lang ódýrust
hver er reynsla manna af þessum dekkjum ??
og er í lagi að setja 12,5" breið dekk á orginal galloper felgur sem eg er svo sem ekki klár á því hvað eru breið ???
Re: maxxis dekk
Posted: 08.jún 2013, 19:34
frá StefánDal
Sævar Örn hérna á spjallinu (var einmitt að auglýsa í dag að hann væri að rífa Galloper) er ansi kunnugur þessum jeppum.
Ég myndi senda honum línu. Hann er fullur af fróðleik :)
Re: maxxis dekk
Posted: 08.jún 2013, 20:05
frá juddi
Ég mundi hald að lágmark sé 8" breyð felga og 10" toppurinn orginal felgan er 6"-7" breyð
Re: maxxis dekk
Posted: 08.jún 2013, 20:16
frá Andri M.
takk fyrir það,
en hvernig eru þessi maxxis dekk að koma út, hafa menn einhverja reynslu af þessum dekkjum ??
Re: maxxis dekk
Posted: 08.jún 2013, 20:21
frá jeepson
10" breiðar felgur. Og rétt loft magn þá slitna dekkin rétt.. :)
Re: maxxis dekk
Posted: 08.jún 2013, 20:46
frá Bragi Hólm
Var á Maxxis Buckshot einn vetur og þau voru ágæt í snjó
með sumar/vetrardekk þá myndi ég mæla með Bighorn
enn annars þá langar mig rosalega að prófa Trepador veit bara ekki hvort þau fáist í 33"
og mæli með að notast við 10" breiðar felgur
Re: maxxis dekk
Posted: 20.jún 2013, 20:40
frá SverrirG
Ég er á svona Galloper á 33". Notast bæði við 9" og 10" breiðar felgur en á 10" ertu komin á grátt svæði hvað "skermun hjóla" varðar. Ég athugaði mikið verðin síðasta haust þegar ég setti ný dekk undir og þá kom best út að kaupa Good Year Duratrac af þeim í Dekkverk. Hef persónulega ekkert spes reynslu af Maxxis en Good Year dekkin eru bestu dekk sem ég hef ekið á og er búinn að reyna ansi margar tegundir. Ef þig vantar upplýsingar eða vilt sjá mun á milli felgubreidda undir bílnum bjallaðu þá bara í mig í 6909995.
kv. Sverrir G.
Re: maxxis dekk
Posted: 20.jún 2013, 20:42
frá Andri M.
já takk fyrir það, en hvað áttu við þegar þú segjir "skermun hjóla" ??
Re: maxxis dekk
Posted: 20.jún 2013, 21:27
frá SverrirG
Sæll. Orginal brettakantarnir duga ekki 100% ef þú ert með 33" á 10" breiðum felgum. Ég var reyndar með þetta svoleiðis síðasta vetur en fengi varla skoðun þar sem mynstrið á dekkjunum stóð útfyrir brettakant.