Vatnsinnsprautun


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Vatnsinnsprautun

Postfrá ivar » 08.jún 2013, 14:14

Sælir allir.

Langar að fá upplýsingar um aðferðir við að lækka afgashita. Núna veit ég að þetta er vandamál í mörgum patrolnum og því hugsanlegt að menn hafi leyst þetta á skynsaman hátt.
Eitt af því sem mér datt í hug og hef hugsa um er vatnsinnsprautun.
Er einhver með reynslu af þessu og er einhver með tæknilega þekkingu til að mæla með eða gegn þessu og áætla árangur ef einhver yrði?

Kv. Ívar




dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Vatnsinnsprautun

Postfrá dabbigj » 08.jún 2013, 14:36

hef prófað þetta í 2.5 mmc diesel, þetta var engin kraftaverkalausn en hjálpaði örlítið til, það skiptir miklu máli að vera með rétta spíssa og að viðhalda þrýsting á vatninu sem þú sprautar inn


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Vatnsinnsprautun

Postfrá villi58 » 08.jún 2013, 17:32

Er þetta ekki bara ein vitleysan sem fellur um sjálft sig, tugi ára síðan menn byrjuðu á þessu og hefur aldrei verið neitt kraftaverkagjörningur, trúlega best að gleyma svona sem fyrst.


Gunnar C
Innlegg: 36
Skráður: 01.feb 2010, 18:26
Fullt nafn: Gunnar Carlsen
Bíltegund: 209D 4X4

Re: Vatnsinnsprautun

Postfrá Gunnar C » 08.jún 2013, 18:02

Sæll var með þetta á Benz 209D var að virka vel 40-70* lækkun og ef það er blandað með metanol 30-50% þá er stor munur á krafti
for upp kambana í 3 gir :) En ég var með 150 punda dælu og frogger spíss 160cc. Á þetta kerfi en en er komin með vatnkældan cooler í staðinn svo þetta er til sölu á 20þ með 70cc .100cc. 160cc. spíssum :) kv Gunnar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vatnsinnsprautun

Postfrá Stebbi » 08.jún 2013, 19:55

Er þetta ekki aðalega notað til að hindra forsprengingu í bensínvélum með stórt turbo eða afbrigðilega háa þjöppu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Vatnsinnsprautun

Postfrá dabbigj » 08.jún 2013, 22:33

Stebbi wrote:Er þetta ekki aðalega notað til að hindra forsprengingu í bensínvélum með stórt turbo eða afbrigðilega háa þjöppu.

ég notaði þetta samfara því að vera með própan innspýtingu til að halda afgashita niðri, gerði mér kleift að keyra kambana upp í fimmta gír


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 59 gestir