Sæl
Hvernig var þetta orðið með ár/árfarvegi og áreyrar. Má maður keyra eftir þessu án þess að eiga von á víkingasveitinni?
Kv.
Óskar Andri
Ár og árfarvegir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ár og árfarvegir
Ég myndi fara mjög varlega í það.
Töluverð hætta er á að einhverjir ANDSK! túristar fari að elta förin þín og drepi sig.
Árfarvegir eru síbreytilegir og stundum eru malareyrar uppúr í mörg ár áður en áin breytir sér aftur og mér finnst sorglegt að sá hálfgrónar malareyrar útkeyrðar í hjólförum sem sjást svo í mörg ár.
Mengunarhætta er líka fyrir hendi.
Og ef árfarvegurinn er ekki neitt gróin þá er hætta á því að áin sé sífellt að breyta sér sem aftur þýðir mikil hætta á sandbleytu. (Hef reynt það á eigin skinni).
Þannig að ég mæli ekki með akstri í ám nema helst á merktum vöðum
Töluverð hætta er á að einhverjir ANDSK! túristar fari að elta förin þín og drepi sig.
Árfarvegir eru síbreytilegir og stundum eru malareyrar uppúr í mörg ár áður en áin breytir sér aftur og mér finnst sorglegt að sá hálfgrónar malareyrar útkeyrðar í hjólförum sem sjást svo í mörg ár.
Mengunarhætta er líka fyrir hendi.
Og ef árfarvegurinn er ekki neitt gróin þá er hætta á því að áin sé sífellt að breyta sér sem aftur þýðir mikil hætta á sandbleytu. (Hef reynt það á eigin skinni).
Þannig að ég mæli ekki með akstri í ám nema helst á merktum vöðum
Re: Ár og árfarvegir
"Þannig að ég mæli ekki með akstri í ám nema helst á merktum vöðum"
Það getur verið varasamt því eins og þú nefnir eru árnar oft síbreytilegar og oftar en ekki er betra vað annarsstaðar en þar sem það er merkt og merkt vöð jafnvel stórvarasöm (ef slíkar merkingar eru fyrir hendi á annað borð). Að læra að lesa ár og velja vað tekur tíma og lærist best á að prófa sig áfram, bæði vaðandi og eins á bílum. Sem dæmi stundaði ég það reglulega í nokkur ár að vaða þvers og kruss í Krossá í hvert sinn sem ég fór í mörkina og lærði mikið á því. Hvernig álar/strengir liggja, hvernig bakkar eru, hvar er sandbleyta, meta dýpi og straumþunga o.s.frv.... Að vaðæfingum loknum tók við akstur þvers og kruss á sömu slóðum og þannig lærði maður á hvernig bíllinn hegðar sér m.v. hvernig var að vaða. Ef menn eru óöruggir verður seint nægilega oft nefnt hversu gott er þá að bíða eftir öðrum vegfarendum sem eru e.t.v. reyndari eða á öflugri bíl, eða í versta falli a.m.k. auka bíll og fólk á staðnum.
Andri, varðandi efni þráðarins hef ég því miður ekkert að segja, þekki ekki hvernig þessi mál standa í raun í dag....
Kveðja, Freyr
Það getur verið varasamt því eins og þú nefnir eru árnar oft síbreytilegar og oftar en ekki er betra vað annarsstaðar en þar sem það er merkt og merkt vöð jafnvel stórvarasöm (ef slíkar merkingar eru fyrir hendi á annað borð). Að læra að lesa ár og velja vað tekur tíma og lærist best á að prófa sig áfram, bæði vaðandi og eins á bílum. Sem dæmi stundaði ég það reglulega í nokkur ár að vaða þvers og kruss í Krossá í hvert sinn sem ég fór í mörkina og lærði mikið á því. Hvernig álar/strengir liggja, hvernig bakkar eru, hvar er sandbleyta, meta dýpi og straumþunga o.s.frv.... Að vaðæfingum loknum tók við akstur þvers og kruss á sömu slóðum og þannig lærði maður á hvernig bíllinn hegðar sér m.v. hvernig var að vaða. Ef menn eru óöruggir verður seint nægilega oft nefnt hversu gott er þá að bíða eftir öðrum vegfarendum sem eru e.t.v. reyndari eða á öflugri bíl, eða í versta falli a.m.k. auka bíll og fólk á staðnum.
Andri, varðandi efni þráðarins hef ég því miður ekkert að segja, þekki ekki hvernig þessi mál standa í raun í dag....
Kveðja, Freyr
Re: Ár og árfarvegir
sæll félagi
17. gr. náttúruverndarlaga um akstur utan vega hljómar svona:
"Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.
Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, í reglugerð1) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð. Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr."
Svarið við spurningunni er því hreint og klárt nei, það er ekki leyfilegt að keyra eftir árfarvegum eða í ám nema þú sért á slóða/vegi og hefur í raun aldrei verið leyfilegt. Í praxís er þetta þó talsvert loðnara eins og við jeppakallarnir vitum og er Þórsmörk auðvitað mjög gott dæmi um hvernig erfitt getur verið að fylgja þessum lögum. Ég held því að í ansi langan tíma hafi bara verið þögult samkomulag um að líta framhjá þessu í tengslum við árfarvegi, ár og sandstrendur á ákveðnum stöðum (dæmi: Þórsmörk, á Sólheimasandi, áraura við jökla osfrv) svo lengi sem menn fylgdu almennri skynsemi og skemmdu ekki landið eða skyldu eftir sig varanleg ummerki. Þetta er þó auðvitað að breytast núna og umferð er að aukast svo mikið um hálendið að ég held að þetta þöggla samkomulag geti ekki varað mikið lengur, það eru bara of margir apar á ferðinni í dag sem kunna ekki að fara með tækin og umhverfi sitt og eyðileggja fyrir öllum hinum ;-)
17. gr. náttúruverndarlaga um akstur utan vega hljómar svona:
"Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.
Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, í reglugerð1) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð. Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr."
Svarið við spurningunni er því hreint og klárt nei, það er ekki leyfilegt að keyra eftir árfarvegum eða í ám nema þú sért á slóða/vegi og hefur í raun aldrei verið leyfilegt. Í praxís er þetta þó talsvert loðnara eins og við jeppakallarnir vitum og er Þórsmörk auðvitað mjög gott dæmi um hvernig erfitt getur verið að fylgja þessum lögum. Ég held því að í ansi langan tíma hafi bara verið þögult samkomulag um að líta framhjá þessu í tengslum við árfarvegi, ár og sandstrendur á ákveðnum stöðum (dæmi: Þórsmörk, á Sólheimasandi, áraura við jökla osfrv) svo lengi sem menn fylgdu almennri skynsemi og skemmdu ekki landið eða skyldu eftir sig varanleg ummerki. Þetta er þó auðvitað að breytast núna og umferð er að aukast svo mikið um hálendið að ég held að þetta þöggla samkomulag geti ekki varað mikið lengur, það eru bara of margir apar á ferðinni í dag sem kunna ekki að fara með tækin og umhverfi sitt og eyðileggja fyrir öllum hinum ;-)
Re: Ár og árfarvegir
Tek undir þetta hjá Agga, vitleysingarnir skemma alltaf fyrir hinum skynsömu. Túrismi verður plága á landinu um ókomna tíð og mun valda síauknum takmörkunum fyrir íslenska ferðamenn, sérstaklega fjalla- og hálendisfara.
Kveðja, Stebbi Þ.
Kveðja, Stebbi Þ.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Ár og árfarvegir
AgnarBen wrote:sæll félagi
17. gr. náttúruverndarlaga um akstur utan vega hljómar svona:
"Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.
Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, í reglugerð1) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð. Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr."
Svarið við spurningunni er því hreint og klárt nei, það er ekki leyfilegt að keyra eftir árfarvegum eða í ám nema þú sért á slóða/vegi og hefur í raun aldrei verið leyfilegt. Í praxís er þetta þó talsvert loðnara eins og við jeppakallarnir vitum og er Þórsmörk auðvitað mjög gott dæmi um hvernig erfitt getur verið að fylgja þessum lögum. Ég held því að í ansi langan tíma hafi bara verið þögult samkomulag um að líta framhjá þessu í tengslum við árfarvegi, ár og sandstrendur á ákveðnum stöðum (dæmi: Þórsmörk, á Sólheimasandi, áraura við jökla osfrv) svo lengi sem menn fylgdu almennri skynsemi og skemmdu ekki landið eða skyldu eftir sig varanleg ummerki. Þetta er þó auðvitað að breytast núna og umferð er að aukast svo mikið um hálendið að ég held að þetta þöggla samkomulag geti ekki varað mikið lengur, það eru bara of margir apar á ferðinni í dag sem kunna ekki að fara með tækin og umhverfi sitt og eyðileggja fyrir öllum hinum ;-)
Það er einmitt mergurinn málsins, þetta hefur aldrei í raun verið leyfilegt og er ekkert að breytast með nýju lögunum. Eins og ég skil þetta þá er hefð fyrir því t.d. að þegar ekið er inn í Langadal í Þórsmörk að vaðið er þarna á ákveðnu svæði og ekkert hægt að segja nákvæmlega hvar slóðin liggur.
Ég held að menn eigi ekki að hafa áhyggjur af refsiákvæðinu í lögunum við nokkuð eðlilega ferðamennsku sem hefð er fyrir að því gefnu að það sé ekki búið að loka slóðanum og þá þarf það að koma líka skýrt fram, en held það sé gott að hafa það þarna inni fyrir svörtu sauðina / vitleysingana ("listamanninn" sem fór hamförum við Mývatn t.d.?) eða bara kanana frá AEV sem spændu upp um allt, tóku upp rosa fínt vídjó og settu á netið.
Re: Ár og árfarvegir
stóð ekki í lögunum, sem gætu verið gömlu lögin í dag, á snævi þakinni jörð í fjöru þar sem sjór flæðir yfir á flóði og árfarvegum. Man ekki betur en að ég hafi lesið þetta eh tímann í mun lögfræðilegra máli.
Edit: Sé að lögunum hefur verið breytt 2006 í þessa klausu sem þið vitnið í hér að ofan.
Edit: Sé að lögunum hefur verið breytt 2006 í þessa klausu sem þið vitnið í hér að ofan.
Re: Ár og árfarvegir
Þetta er alveg rétt hjá þér Ívar, þetta er gamla greinin sem ég setti inn hér að ofan úr náttúruverndarlögunum frá 1999 með síðari tíma breytingum. Svona lítur þetta út í nýju lögunum frá apríl 2013 en gildistakan er 1.apríl 2014 (dagsetningin hæfir þessum lögum vel ;-)
Rak augun í eitt þegar ég var að skoða nýju lögin, V kafli fellur úr gildi árið 2018, af hverju er það ?
---------------------------------------------------------------------
V. kafli. Akstur utan vega.1)
1)Kaflinn fellur úr gildi 1. jan. 2018 skv. 94. gr.
31. gr. Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Heimilt er að leggja vélknúnum ökutækjum þétt við veg ef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu, þó þannig að samræmist ákvæðum umferðarlaga og fyrirmælum yfirvalda um umferðaröryggi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er við akstur vegna starfa við landbúnað heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka utan vega á ræktuðu landi. Heimilt er bændum og búaliði að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt til landbúnaðar ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Við eftirleitir er bændum heimilt að sækja sauðfé inn á miðhálendið á léttum vélknúnum ökutækjum, svo sem fjórhjólum, enda verði þeim gripum ekki náð með öðru móti og ekki talin hætta á náttúruspjöllum. Einnig er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, vegalagnir, línulagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, lögreglustörf, sjúkraflutninga, rannsóknir, landmælingar, landbúnað og viðhald skála og neyðarskýla með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.
Ráðherra skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, kveða í reglugerð á um undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr.
Ráðherra er einnig heimilt að veita undanþágur vegna annarra sérstakra aðstæðna, svo sem fötlunar, og skal í reglugerð samkvæmt grein þessari kveða á um nánari skilyrði fyrir veitingu þeirra.
Í þeim tilvikum sem heimild er til aksturs utan vega er ökumanni skylt að gæta sérstakrar varkárni og forðast að valda náttúruspjöllum. Þeim sem nýta slíka heimild, öðrum en bændum, er skylt að halda skrá um akstur sinn utan vega og veita Umhverfisstofnun aðgang að þeirri skrá þegar óskað er.
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og í samráði við útivistarsamtök og ferðaþjónustusamtök, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.
Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 90. gr.
Sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í umsýsluáætlun fyrir svæðið ganga framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr.
32. gr. Kortagrunnur um vegi og vegslóða.
Ráðherra skal í reglugerð kveða á um gerð kortagrunns þar sem merktir skulu vegir og vegslóðar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum um. Þar skulu einnig sýndir lokaðir vegslóðar, eftir því sem þurfa þykir, og enn fremur vegslóðar þar sem heimiluð er takmörkuð umferð, svo sem veiðislóðar meðfram ám og vötnum. Gerð kortagrunnsins skal vera í höndum Landmælinga Íslands sem jafnframt annast uppfærslu hans í samræmi við reglur sem ráðherra setur. Ráðherra staðfestir kortagrunninn og skal útgáfa hans auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Upplýsingar úr kortagrunninum skulu veittar án endurgjalds og skulu Landmælingar Íslands sjá til þess að þær séu aðgengilegar. Í reglugerð um gerð kortagrunns skal kveða á um samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, þ.m.t. samtök náttúruverndarfólks og útivistarmanna, sem og um kynningu grunnsins.
Við mat á því hvort tilteknir vegslóðar skuli merktir í kortagrunninn sem heimilir til aksturs skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda uppblæstri, hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan vegslóða sé að ræða og hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum. Heimilt er ráðherra að ákveða að umferð á tilteknum vegslóðum skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, vissa tíma eða við akstur vegna ákveðinna starfa.
Upplýsingar um heimila vegslóða í kortagrunni fela ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
Eftir útgáfu kortagrunns skv. 1. mgr. skulu útgefendur vegakorta, þar á meðal stafrænna korta fyrir GPS-tæki og álíka búnað, sjá til þess að upplýsingar á kortum þeirra séu svo sem kostur er í samræmi við kortagrunninn. Útgefendum korta, þ.m.t. stafrænna korta, er skylt að skrá á kort sín eða í ítarefni sem þeim fylgir útgáfunúmer og útgáfutíma kortagrunnsins sem nýttur er og upplýsingar um aðgang að nýjustu útgáfu kortagrunnsins, t.d. með vefslóð. Ef á þessu verður alvarlegur misbrestur er Umhverfisstofnun heimilt að krefjast þess með skriflegri áskorun að útgefendur hætti dreifingu vegakorta sem veita rangar upplýsingar um heimildir til aksturs vélknúinna ökutækja á vegslóðum og að þeir innkalli þau frá öðrum dreifingaraðilum. Verði útgefendur ekki við áskorun stofnunarinnar innan tilskilins frests er henni heimilt að beita dagsektum í þessu skyni, sbr. 3. mgr. 87. gr.
Rak augun í eitt þegar ég var að skoða nýju lögin, V kafli fellur úr gildi árið 2018, af hverju er það ?
---------------------------------------------------------------------
V. kafli. Akstur utan vega.1)
1)Kaflinn fellur úr gildi 1. jan. 2018 skv. 94. gr.
31. gr. Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Heimilt er að leggja vélknúnum ökutækjum þétt við veg ef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu, þó þannig að samræmist ákvæðum umferðarlaga og fyrirmælum yfirvalda um umferðaröryggi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er við akstur vegna starfa við landbúnað heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka utan vega á ræktuðu landi. Heimilt er bændum og búaliði að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt til landbúnaðar ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Við eftirleitir er bændum heimilt að sækja sauðfé inn á miðhálendið á léttum vélknúnum ökutækjum, svo sem fjórhjólum, enda verði þeim gripum ekki náð með öðru móti og ekki talin hætta á náttúruspjöllum. Einnig er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, vegalagnir, línulagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, lögreglustörf, sjúkraflutninga, rannsóknir, landmælingar, landbúnað og viðhald skála og neyðarskýla með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.
Ráðherra skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, kveða í reglugerð á um undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr.
Ráðherra er einnig heimilt að veita undanþágur vegna annarra sérstakra aðstæðna, svo sem fötlunar, og skal í reglugerð samkvæmt grein þessari kveða á um nánari skilyrði fyrir veitingu þeirra.
Í þeim tilvikum sem heimild er til aksturs utan vega er ökumanni skylt að gæta sérstakrar varkárni og forðast að valda náttúruspjöllum. Þeim sem nýta slíka heimild, öðrum en bændum, er skylt að halda skrá um akstur sinn utan vega og veita Umhverfisstofnun aðgang að þeirri skrá þegar óskað er.
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og í samráði við útivistarsamtök og ferðaþjónustusamtök, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.
Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 90. gr.
Sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í umsýsluáætlun fyrir svæðið ganga framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr.
32. gr. Kortagrunnur um vegi og vegslóða.
Ráðherra skal í reglugerð kveða á um gerð kortagrunns þar sem merktir skulu vegir og vegslóðar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum um. Þar skulu einnig sýndir lokaðir vegslóðar, eftir því sem þurfa þykir, og enn fremur vegslóðar þar sem heimiluð er takmörkuð umferð, svo sem veiðislóðar meðfram ám og vötnum. Gerð kortagrunnsins skal vera í höndum Landmælinga Íslands sem jafnframt annast uppfærslu hans í samræmi við reglur sem ráðherra setur. Ráðherra staðfestir kortagrunninn og skal útgáfa hans auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Upplýsingar úr kortagrunninum skulu veittar án endurgjalds og skulu Landmælingar Íslands sjá til þess að þær séu aðgengilegar. Í reglugerð um gerð kortagrunns skal kveða á um samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, þ.m.t. samtök náttúruverndarfólks og útivistarmanna, sem og um kynningu grunnsins.
Við mat á því hvort tilteknir vegslóðar skuli merktir í kortagrunninn sem heimilir til aksturs skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda uppblæstri, hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan vegslóða sé að ræða og hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum. Heimilt er ráðherra að ákveða að umferð á tilteknum vegslóðum skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, vissa tíma eða við akstur vegna ákveðinna starfa.
Upplýsingar um heimila vegslóða í kortagrunni fela ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
Eftir útgáfu kortagrunns skv. 1. mgr. skulu útgefendur vegakorta, þar á meðal stafrænna korta fyrir GPS-tæki og álíka búnað, sjá til þess að upplýsingar á kortum þeirra séu svo sem kostur er í samræmi við kortagrunninn. Útgefendum korta, þ.m.t. stafrænna korta, er skylt að skrá á kort sín eða í ítarefni sem þeim fylgir útgáfunúmer og útgáfutíma kortagrunnsins sem nýttur er og upplýsingar um aðgang að nýjustu útgáfu kortagrunnsins, t.d. með vefslóð. Ef á þessu verður alvarlegur misbrestur er Umhverfisstofnun heimilt að krefjast þess með skriflegri áskorun að útgefendur hætti dreifingu vegakorta sem veita rangar upplýsingar um heimildir til aksturs vélknúinna ökutækja á vegslóðum og að þeir innkalli þau frá öðrum dreifingaraðilum. Verði útgefendur ekki við áskorun stofnunarinnar innan tilskilins frests er henni heimilt að beita dagsektum í þessu skyni, sbr. 3. mgr. 87. gr.
Re: Ár og árfarvegir
Kiddi wrote:Á vef Alþingis er ekkert um að þau falli úr gildi...
http://www.althingi.is/altext/141/s/0537.html
Þú ert með link á frumvarpið en ef þú skoðar lögin þá sérðu þetta í kafla V við 32.grein.
http://www.althingi.is/lagas/141b/2013060.html
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Ár og árfarvegir
Takk fyrir svörin snillingar! ég vissi að ég kæmi ekki að tómum kofanum hérna :)
Málið snérist um að spara sér að brölta niður þverhnípta skriðu með langan stiga með því að keyra frekar 300m ofan í á og stoppa út á malareyri í ánni. Þar sem að lögin eru skýr að þetta er bannað létum við okkur hafa það að brölta þessa helvítis skriðu.
Það kaldhæðnislega við þetta er samt sem áður er að líklega má sjá mun meiri ummerki eftir okkur þar sem við fórum niður skriðunna (farið að lögum) heldur en ef við hefðum keyrt í ánni! :)
Málið snérist um að spara sér að brölta niður þverhnípta skriðu með langan stiga með því að keyra frekar 300m ofan í á og stoppa út á malareyri í ánni. Þar sem að lögin eru skýr að þetta er bannað létum við okkur hafa það að brölta þessa helvítis skriðu.
Það kaldhæðnislega við þetta er samt sem áður er að líklega má sjá mun meiri ummerki eftir okkur þar sem við fórum niður skriðunna (farið að lögum) heldur en ef við hefðum keyrt í ánni! :)
Re: Ár og árfarvegir
Ef ég má fara útfyrir aðalmál þráðsins og koma ögn að þessu með túristana og akstur á hálendinu, Ég vona að ég verði leiðréttur ef ég er að bulla eitthvað en mér var sagt að í þýskalandi þá þarf fólk að taka sérstakt próf til að geta fengið leyfi til að veiða í ám og vötnum.
Ég hef oft hugsað til þess að þetta gæti verið nauðsynlegt hér á landi að skylda ferðamenn í spes próf eða námskeið til að aka eftir ákveðnum leiðum eða malarvegum almennt, því oft kemur þetta fólk úr vernduðu umhverfi úr háhýsa borgum og hefur jafnvel mjög takmarkaða reynslu af akstri almennt en kemur svo hingað og fær Suzuki Jimny eða jafnvel Yaris og brunar beint á fjöll án nokkurar tilsagnar, og er jafnvel sagt að það geti nánast ekið hvar sem er, eins og myndin í "bílbeltaskylda" þráðnum sýnir assgoti vel,,,,,,,,,,
Ég veit bara að fyrir mitt leyti þá hugsa ég að ég þyrfti á námskeið til að aka um í stórborgum úti :)
Ég hef oft hugsað til þess að þetta gæti verið nauðsynlegt hér á landi að skylda ferðamenn í spes próf eða námskeið til að aka eftir ákveðnum leiðum eða malarvegum almennt, því oft kemur þetta fólk úr vernduðu umhverfi úr háhýsa borgum og hefur jafnvel mjög takmarkaða reynslu af akstri almennt en kemur svo hingað og fær Suzuki Jimny eða jafnvel Yaris og brunar beint á fjöll án nokkurar tilsagnar, og er jafnvel sagt að það geti nánast ekið hvar sem er, eins og myndin í "bílbeltaskylda" þráðnum sýnir assgoti vel,,,,,,,,,,
Ég veit bara að fyrir mitt leyti þá hugsa ég að ég þyrfti á námskeið til að aka um í stórborgum úti :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur