Síða 1 af 1
Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 04.jún 2013, 19:58
frá Kiddi

Mig vantar nokkrar svona. Hvar er hagstæðasta verðið?
Stilling vill fá morðfjár, milli 600 og 700 kr. fyrir stykkið án afsláttar. Toyota umboðið er nálægt því að vera 50% ódýrara, man ekki nákvæmlega. Fleiri staðir?
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 04.jún 2013, 20:01
frá hobo
Bíð spenntur, vantar líka svona.
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 04.jún 2013, 22:59
frá StefánDal
Slípurokkur, skrúfstykki, wisegrip og afgangsstál ?
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 04.jún 2013, 23:51
frá Freyr
Það er enginn spenna í því, það er öflugt efni í þessum splittum, hitt myndi ekki tolla.
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 05.jún 2013, 01:02
frá Kiddi
Já ég vil helst hafa þetta almennilegt og halda bremsudótinu kirfilega á sínum stað. Er búinn að smíða góð eyru þannig að ef ég er með svona fjaðrir þá er þetta eins og "original". Er samt helst ekki tilbúinn að greiða 600 kr fyrir stykkið :-)
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 05.jún 2013, 08:32
frá jongud
600 kall!?
Summitracing er að selja stykkið á 60 cent.
Það liggur við að maður panti 100 stk. með Fed-Ex og selji hérna inni bara til að segja okursjoppunum að f***a sér
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 05.jún 2013, 09:04
frá Óskar - Einfari
600-700 kr!
Eitt sem mér dettur í hug, hefurðu prófað að athuga þá sem eru að þrykkja og smíða bremsurör/slöngur... t.d. Barki? kanski er þetta of bílasérhæft fyrir þá en mér bara svona datt þetta í hug :)
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 05.jún 2013, 10:06
frá Kiddi
Já, ég endaði bara aftur í Toyota. 333 kr. stykkið og óhóflega mikil sala komin inn í kerfið á eina gamla Corollu :-)
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 05.jún 2013, 23:32
frá pattigamli
Ég hef nú bara alltaf fengið þessar spennur gefins á partasölunum þegar mér hefur vantað,þetta er í öllum bílum. þeir venjulega klipa á allar slöngur og svo standa stubarnir eftir í hræonum með svona spennum.
Re: Fjaðrir til að festa bremsuslöngur
Posted: 06.jún 2013, 23:03
frá fannar79
Bílanaust