Síða 1 af 1

stærri bremsur `å musso 98

Posted: 02.jún 2013, 20:17
frá musso
Er ad skra 98 musso à 33" i svithjod. Bremser of veikar fyrir bilinn. Enhver sem veit hvad passar?

Re: stærri bremsur `å musso 98

Posted: 02.jún 2013, 21:21
frá kjartanbj
þú átt ekkert að þurfa stækka bremsurnar... engan vegin það mikill munur að það muni eitthvað hafa áhrif á bremsukraft að stækka dekkin svona lítið , það er ekkert verið að eiga við bremsurnar hérna á flestum bílum nema breyta mögulega bremsudeilinum eða skipta um
bremsuslöngur og setja vírofnar eða eitthvað.. ekkert verið að setja stærri bremsur þó sé verið að fara í 44"+

Re: stærri bremsur `å musso 98

Posted: 03.jún 2013, 01:23
frá Kiddi
Er bremsukrafturinn ekki nægur eða eru bremsurnar að hitna?

Re: stærri bremsur `å musso 98

Posted: 03.jún 2013, 18:15
frá jeepcj7
Það er eitthvað aðeins búið að uppfæra allavega færsluunitið í musso sport að framan frá eldri útgáfum af musso gæti jafnvel hjálpað aðeins til með bremsugetu annars er bara að setja glussa booster úr td ford eða chevy.

Re: stærri bremsur `å musso 98

Posted: 03.jún 2013, 20:34
frá Þorri
Það vantar ekkert uppá bremsugetuna í mínum á 38" hann er '96 árg. Mun betri bremsur á honum en mörgum öðrum jeppum se ég hef prufað. Eru þetta ekki bara stælar í þeim sænsku að vilja að bremsurnar séu gerðar öflugri?