Síða 1 af 1

Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 31.maí 2013, 10:48
frá icedan
Sælir, ég lenti í því óláni að ein beadlock felgan hjá mér virðist hafa skekkst í umfelgunarferli. Ég fór með bílinn á dekkjaverkstæði og skipti um gang undir bílnum og skildi dekkin á felgum eftir og þeir ætluðu að kippa þeim af fyrir mig, sem þeir gerðu. Daginn eftir fór félagi minn og sótti felgurnar og fór með þær í pólýhúðun fyrir mig og svo fór ég með felgurnar og önnur samskonar dekk á annað dekkjaverkstæði til að skella þessu undir bílinn. Þegar kom að því að jafnvægisstilla þau kom í ljós að miðjan í felgunum voru smá aflagaðar og ein felgan var skökk og sögðu þeir á dekkjaverkstæðinu að þeir sem tóku dekkin af hlytu að hafa notað vörubílavél og skekkt felguna. Ég þurfti að berja nafhringinn örlítið til á þremur felgum svo að hægt væri að jafnvægisstilla. Ég fór svo á verkstæðið sem tók felgurnar undan og játti maðurinn því að hafa notað vörubílavél en sagði að það væri ekki séns að hafa skekkt felguna og fór að afgreiða annan kúnna. Ég tek það fram að bíllinn var mjög góður á þessum sömu felgum og öðrum samskonar dekkjum áður.
Nú finn ég alveg fyrir þessu en ég er búinn að leika mér með loftþrýstinginn og bíllinn er bestur með 24 psi, boppar og skekur til á 50-70 en skárri þar fyrir utan en þetta er pirrandi og ég vil láta laga þetta, einhverjar tillögur?
Er einhver með reynslu af felgur.is til að rétta felguna?

Kv
Arnar

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 31.maí 2013, 12:44
frá -Hjalti-
Það er bara ekki séns að umfelgunarvél , þó það sé vörubílavél nái að miðjuskekkja felgurnar þínar. Þetta eru ekki svo öflugar græjur.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 31.maí 2013, 15:04
frá Dodge
Vörubílavél getur léttilega beygt svona felgu í L

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 31.maí 2013, 18:09
frá -Hjalti-
Dodge wrote:Vörubílavél getur léttilega beygt svona felgu í L


Með miklum brotavilja mögulega , en það þarf engin átök við að umfelga svona jeppadekk...

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 00:20
frá Aparass
Ég er búinn að vinna í dekkjum í næstum tuttugu ár og mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig er hægt að skekkja felgu í vélunum, það hlýtur eitthvað annað að hafa gerst.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 00:38
frá Izan
Sælir

Nú spyr ég eins og fávís bókhaldari; þarf nema sexkant til að skipta um dekk á beadlock felgum?

Kv Jón Garðar

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 00:46
frá Stebbi
Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig dekkjavél ætti að geta skekkt miðjuna í felguni. Það er hægt að gera ýmislegt af sér á svona dekkjavél en ekki þetta.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 09:51
frá icedan
Já ég sé að það eru skiptar skoðanir um vörubílaumfelgunarvélar en sjálfur sé ég ekki hvernig svona geti gerst nema klærnar (armarnir) sem halda felgunni séu settir innanfrá og út, þ.e.a.s. litla innsta hringnum hjá boltagötunum (nafhringurinn). Þar var hringurinn aflagaður.
Mér finnst þetta hið einkennilegasta og ætla að skoða þetta betur eftir helgi, fara á dekkjaverkstæðið, finna eigandann og láta skoða þetta nánar.

Eru einhverjir með uppástungur hvar ég get láta laga felguna?

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 12:24
frá jongud
icedan wrote:Eru einhverjir með uppástungur hvar ég get láta laga felguna?


Mig minnir að felgur.is geti rétt felgur

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 17:38
frá Óskar - Einfari
bara blint skot hérna... hefur nokkuð verið sett of þykk og ójöfn húð yfir felguflángsin? mér skilst að þetta hafi gerst með svona húðun og haf einmitt verið til vandræða þar sem um stór dekk er að ræða.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 22:26
frá Geiri
Ég vann á dekkjaverkstæði í nokkur ár og hef umfelgað mörg jeppadekk í vörubílavél,reyndar notuðum við vörubílavélina aðalega til að taka dekkin af felgum vorum með aðra til að setja þau á felgur.
Í vörubíla vél festir maður felguna í miðju gatið (naf gatið) og það er ekkert mál að miðjuskekkja eða hreinlega eyðileggja jeppafelgu í svona vél.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 01.jún 2013, 22:39
frá Hfsd037
Geiri wrote:Ég vann á dekkjaverkstæði í nokkur ár og hef umfelgað mörg jeppadekk í vörubílavél,reyndar notuðum við vörubílavélina aðalega til að taka dekkin af felgum vorum með aðra til að setja þau á felgur.
Í vörubíla vél festir maður felguna í miðju gatið (naf gatið) og það er ekkert mál að miðjuskekkja eða hreinlega eyðileggja jeppafelgu í svona vél.


Ég er sammála þér, ég nota alltaf svona vörubílavél til þess að umfelga hjá mér jeppadekkin
það er alveg hægt að ganga frá felgu í svona vél, hún er glussadrifin og ég náði að skemma miðju í einni álfelgu sem ég átti því ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað klóin var öflug

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 02.jún 2013, 19:04
frá icedan
Óskar - Einfari wrote:bara blint skot hérna... hefur nokkuð verið sett of þykk og ójöfn húð yfir felguflángsin? mér skilst að þetta hafi gerst með svona húðun og haf einmitt verið til vandræða þar sem um stór dekk er að ræða.


Nei, ég athugaði það sérstaklega með því að skemma húðunina með þjöl sem ég notaði til að vera viss um að það væri ekki. Það er bara helvíti slæmt að sjá þetta ekki fyrr en eftir pólýhúðun og að dekkin voru komin á vegna þess að þá eru öll ummerki horfin undir málningu.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 03.jún 2013, 19:13
frá Fálki
Það er örugglega bara mis þykk húð á gataflangsinum á felgunni sem legst upp að hjólnafinu.
Ég lenti í þessu hér um árið og þá var ráðið að taka framm slípirokk og slípa burt húðina þar sem felgan leggst uppað.
Samt bað ég nú sérstaklega um að ekki væri sett nein pólyhúð þarna á flangsinn. Felgurnar voru fínar eftir meðferðina með slípirokk.

Re: Skekkt felga í umfelgun- hvað skal gjöra?

Posted: 04.jún 2013, 15:08
frá Dodge
Svona fyrir þá sem ekki fatta hverskonar græju er verið að tala um

Image