Bannað yngri en 18


Höfundur þráðar
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Bannað yngri en 18

Postfrá Ofsi » 04.sep 2010, 16:15

Örnefi

Það eru til ansi mörg skemmtileg örnefni á íslandi og getur maður velta aðeins fyrir sér tilurð þeirra. Sum eiga sér nokkuð augljósar útskíringar t,d Tröllið við Tungnaá sem einnig gengur undir nafninu Göndull eða Böllur. En hugsanlega hefur kletturinn fengið nafnið þegar einhver kvenfélagshópur hefur átt leið framhjá og skvísurnar orðið uppnumdar af formi og stærð klettsins.
Á Vatnajökli eru nokkur örnefni og datt mér í hug að einhverjir hefðu verið búnir að vera lengi á jökli þegar þeir skírðu Segulfjall “Kerlingar” og þá hafi þeir verið komnir með heimþrá og þeir hinir sömu hafi verið búnir að vera enn lengur þegar þeir skírðu aðra tinda Geirvörtur.
Margir þekka Skapafell við Hofsjökul og útskírði Beggi kokkur það fyrir okkur hérna á spjallinu eitt sinn hvernig nafngiftin væri tilkominn. En Beggi sagði að þar hefðu eitt sinn verið tvær konur á gangi að vetri. Og hefði önnur kastað þar af sér þvagi og þvagið lent á litlu strái, sem kítlaði konuna í staði fyrir ylinn milli fótanna. Hér eru annars nokkur örnefni í viðbót sem þurfa nauðsinlega útskíringar Tittlingaskarð, Ballará á Fellströnd
Barmur við bæinn Búðardal, Tittlingshagi (Berunes fyrir austan) ,Hvítmaga, Stóri klofi
Munaðarhóll-Munaðarnes, Stokkar í Skógarhlíðahrauni á Arnavatnsheiði
Spenaheiði ofan Borgarfjarðar, Barmalönd við Reykhóla, Kerling við Drangey
Kvennabrekka og loks Hábarmur.
Ég vona að menn og konur leggist nú vel yfir þetta há vísindalega mál, og komi með tilgátur svo varpa megi ljósi á örefnin



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá Stebbi » 04.sep 2010, 19:29

Ofsi Klámhundur wrote:...og þeir hinir sömu hafi verið búnir að vera enn lengur þegar þeir skírðu aðra tinda Geirvörtur.


Talandi um geirvörtur, hvað kallar maður svona náttúrufegurð.

Titty Hill 2.JPG
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá Ofsi » 04.sep 2010, 20:36

he he þetta er 38 b með stóru B :-)

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá frikki » 04.sep 2010, 20:59

Góðir hehe
Patrol 4.2 44"


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá Eiríkur Örn » 04.sep 2010, 21:05

Svo gæti verið gaman að heyra söguna á bak við Klámbrekku að Fjallabaki.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá birgthor » 05.sep 2010, 18:10

.
Síðast breytt af birgthor þann 16.jan 2022, 16:44, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá gislisveri » 05.sep 2010, 21:02

Ég stóð eitt sinn um borð í gamla Baldri og skoðaði stórt kort af Vesturlandinu. Þá rak ég augun í sker á Breiðafirði sem heitir Frussæla og tjörn á Snæfellsnesi sem heitir Kúka.
Hvorugt þessara örnefna fann ég þó í Garmin kortinu mínu.


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Bannað yngri en 18

Postfrá HHafdal » 05.sep 2010, 21:18

Þið eruð með allt of saurugan hugsanahátt Karlsdráttur dregur nafn sitt af því þegar bóndi einn var að draga fyrir með netum þarna uppfrá. Hér fyrr á árum var mikil veiði í Hvítavatni og sögur segja að aflinn hafi verið svipaður og á vertíðarbát en þessi umrædddi dráttur var þannig að bóndin fór með folaldsmeri og skyldi folaldið eftir tjóðrað í fjöruborðinu austan megin gekk svo með merina fyrir víkina og lét hana synda yfir vatnið( sem heitir Karlsdráttur eftir það) með net í eftirdragi yfir þar sem folaldið beið og karlinn dró svo fyrir en ekki fylgir með hver aflabrögð voru..

Klámbrekkurnar eru kallaðar svo vegna þess að þær þóttu illar yfirferðar ríðandi mönnum og eru erfiðar gangandi mönnum enn
hérna í dentid var oft talað um bölvað klám þegar eitthvað gekk erfiðlega. En sem gamall skálavörður á Fjallabaki hef ég oft þýtt nafnið fyrir túrista og þá heita brekkurnar Porno hills or sex hills. Kveðja Dóri.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir