Síða 1 af 1

Hraðamælir í Patrol

Posted: 25.maí 2013, 23:26
frá stefanthor
Sælir,

Ég er með Nissan patrol 2001 og hraðamælirinn hjá mér er hættur að virka. Er einhver sem veit hvað gæti valdið þessu vandamáli?

Kveðja

Re: Hraðamælir í Patrol

Posted: 27.maí 2013, 12:26
frá Stebbi
Ætlar enginn að koma með patrolbrandara handa þér?

Re: Hraðamælir í Patrol

Posted: 27.maí 2013, 12:38
frá Potlus
Stebbi wrote:Ætlar enginn að koma með patrolbrandara handa þér?


SKoðaður tengingarnar við hraðamælisdrif á millikassa .. Rafmagn !!!

Re: Hraðamælir í Patrol

Posted: 27.maí 2013, 15:29
frá trooper
Sæll. Í síðustu viku spurði ég einmitt að þessu sama niðri á IH þegar ég var að láta lesa bílinn hjá mér (2001 Patrol). Þá sagði hann einhvern skynjara/nema í sjálfskiptingunni yfirleitt valda þessu, nú eða rafmagnsvesen eins og bent hefur verið á áður. Ef allir mælarnir detta út þá er vandamálið vélatölvu megin.

kv. Hjalti