Síða 1 af 1

voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 15:08
frá íbbi
fjölskyldu bíllinn minn er 03 árg af littlum bmw,

fyrir tæpum mánuði lenti konan í smá óhappi og nuddaði afturendan á öðrum bíl í órétti, og eyðilagði húddið og framstuðarann, ásamt grillinu.

verandi í órétti þurfti maður að blæða á gamla mátan og laga bílinn úr eigin vasa,

ég keypti nýtt húdd og uppfærði í M stuðara í leiðini, lét mála þetta og í GÆRKVÖLDI var ég að hengja síðustu hlutina utan á hann,

í morgun þegar ég kom út var búið að keyra framan á bílinn og stinga af. og eyðileggja dótið sem ég var að setja á bílinn, nýja húddið og nýmálaður framendi. auk þess braut hann framljósið og skemmdi frambrettið.

djöfull er ég svekktur. 250þús kall útum gluggan,

Image

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 17:17
frá íbbi
Image

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 17:22
frá Startarinn
Ég finn til með þér, þetta er svekkjandi eftir alla vinnuna og peningana

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 17:27
frá jeepson
Þetta er ömulegt. Fólk er því miður fífl.. Það hefði nú verið lágmark að skilja eftir miða með nafni og númeri.. Ég hefði allavega ekki gert mál útúr því að ég hefði lent í þessu heldur hefði ég bara rætt við þann sem skyldi miðan eftir og fundið lausn á málinu. En þegar að svona gerist þá langar manni bara hreinlega að kála viðkomandi. En vonandi gefur tjónvaldurinn sig fram.

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 17:32
frá íbbi
takk fyrir það drengir.

já það er ótrúlegt hvað fólk legst lágt. því að þetta hefði ekki breytt viðkomandi neinu, þessvegna erum við jú tryggð

í staðinn sit ég uppi með allt saman :/

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 17:45
frá Hfsd037
Finn til með þér, næsta verk mitt er að koma myndavél fyrir til þess að vakta bílana mína
Hvað kostar annars svona m-tech stuðari?

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 18:07
frá íbbi
búandi í (ösku) bakkahverfinu yrði ég ekki hissa ef myndavélin sjálf myndi bara hverfa

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 18:52
frá ingibo
kmr

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 19:02
frá íbbi
Hfsd037 wrote:Finn til með þér, næsta verk mitt er að koma myndavél fyrir til þess að vakta bílana mína
Hvað kostar annars svona m-tech stuðari?


127.900 kostaði hann ómálaður. hann slapp alveg sem betur fer.

mig grunar að þetta sé eftir land cruiser jeppa sem var lagður þarna. það passar akkuratt við hæðina á stuðarahorninu, höggið kemur í sömu hæð og framljósið beint á stefnuljósið

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 19:14
frá Hfsd037
íbbi wrote:
Hfsd037 wrote:Finn til með þér, næsta verk mitt er að koma myndavél fyrir til þess að vakta bílana mína
Hvað kostar annars svona m-tech stuðari?


127.900 kostaði hann ómálaður. hann slapp alveg sem betur fer.

mig grunar að þetta sé eftir land cruiser jeppa sem var lagður þarna. það passar akkuratt við hæðina á stuðarahorninu, höggið kemur í sömu hæð og framljósið beint á stefnuljósið



Ég er sammála þér, þetta er pottþétt eftir óbreyttann jeppa.. Getur verið að hann hafi verið að reyna að ná beygjunni og ekki alveg áttað sig á fjarðlægðinni?

Er ekki bara málið að banka upp á hjá öllum nágrönnunum og forvitnast hvort einhver gestur á jeppa hafi verið í heimsókn hjá þeim?


Mig langar í svona Mtech svuntu á minn, er hægt að fá hana ódýrari annarstaðar, var hún keypt hjá TB?

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 18.maí 2013, 21:17
frá íbbi
jú þeir fást nú mun ódýrari, hef séð stuðara frá 70k ish heimkomna, maður þarf að passa samt hvað maður kaupir. hef séð stuðara sem eru ekki með lausa lista t.d og flr

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 19.maí 2013, 17:03
frá Startarinn
íbbi wrote:fjölskyldu bíllinn minn er 03 árg af littlum bmw,


í morgun þegar ég kom út var búið að keyra framan á bílinn og stinga af. og eyðileggja dótið sem ég var að setja á bílinn, nýja húddið og nýmálaður framendi. auk þess braut hann framljósið og skemmdi frambrettið.



Getur þetta mögulega átt við þinn bíl?
Þarf sennilega að vera skráður inn á fésið til að sjá þetta

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151603248194084&set=a.10150739167769084.429479.645609083&type=1&theater#!/photo.php?fbid=10151603248194084&set=a.10150739167769084.429479.645609083&type=1&permPage=1

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 19.maí 2013, 17:27
frá íbbi
ég get ekki séð myndina, yrði þakklátur ef þú gætir sent mér hana, held að þú getir gert / copy image url

mbk
ívar

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 19.maí 2013, 17:35
frá Startarinn
559569_10151603248194084_1045411383_n.jpg


Þessi miði fannst á planinu hjá Krua Siam samkvæmt facebook síðunni sem ég sá þetta á.
Var sett inn fyrir 22 klst

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 19.maí 2013, 18:02
frá íbbi
ég kom að bílnum mínum rétt áður en ég setti póstinn inn,

þegar ég talaði við nágrannana sögðu þeir land cruiser jeppa hafa verið lagðan fyrir framan minn, ásamt vw passat, eiganda passatsins var ég búinn að finna, bíllinn hans var klesstur á afturhorninu, en með mikið af grænum lit í tjóninu og tjónið almennt ekki að passa við tjónið á mínum.

er nú ekki vongóður á að þetta sé málið. en ef svo væri væri það ótrúleg tilviljun


kærar þakkir

Re: voðalega getur fók verið ömurlegt..

Posted: 20.maí 2013, 08:40
frá íbbi
ekki var það þessi.


en skemmtilega mikil tilviljun engu síður :)