Framljósin fyllast af vatni


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Framljósin fyllast af vatni

Postfrá Grænjaxlinn » 16.maí 2013, 21:54

Hvaða brögðum eru menn að beita til að framluktirnar fyllist ekki af vatni ef maður þarf að komast yfir smá poll? Ég er á Ssang Yong Korando og sýnist gúmmíhosurnar utan um perustæðin vera í alveg ágætu standi en samt þarf ég að þurrka vatn og jökulaur innan úr luktunum eftir nánast hverja fjallaferð.




Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Re: Framljósin fyllast af vatni

Postfrá Karvel » 16.maí 2013, 23:38

bora lítið gat neðst á botninn?
Isuzu


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Framljósin fyllast af vatni

Postfrá Rodeo » 17.maí 2013, 05:12

Ertu með gler eða plast ljós?

Ég lennti í svipuðu vesen á Explorer. Þar var sprunga neðarlega í framljósi úr plasti sem svo fylltist af vatni, ís og drullu.

Málið var snarlega leyst með því að slípa brúnirnar aðeins upp og líma svo yfir með sterku glæru límbandi. Sést ekki nema maður sé að leita að því og enginn raki inn síðan.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Framljósin fyllast af vatni

Postfrá Stebbi » 17.maí 2013, 17:20

Er ekki eina rökrétta lausnin að hækka bílinn meira og setja hann á stærri dekk, koma ljósunum úr vatninu. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Framljósin fyllast af vatni

Postfrá Grænjaxlinn » 04.jún 2013, 09:03

Þetta eru bara gamaldags kringlótt glerljós með gati fyrir H4 peru og venjulegri gúmmítúttu sem virðist í lagi en þéttir greinilega ekki nógu vel. Þau kosta þó samt um 25 þús. hvort ef ég man rétt. Það hefur hvarflað að mér að prófa einhverja hitaþolna feiti til að setja undir gúmmíið, hefur einhver reynslu af slíku? Eða kannski væri bezt að bakka bara yfir dýpstu árnar . . .

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Framljósin fyllast af vatni

Postfrá snöfli » 04.jún 2013, 09:08

Hafa slökkt á ljósunum þegar þú ert í vatnssulli. Ljósin heit þegar þú keyrir ofaní. Kólna í vatninu og draga inn vatn etc.

l.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 52 gestir