Síða 1 af 1

Musso - reynslusögur

Posted: 31.aug 2010, 22:25
frá Magnús Þór
Jæja, er farinn að pæla dáldið í musso, þá dísel og ekki yfir 2000 árgerð, skiptir ekki máli bsk eða ssk. En mig langar að heyra reynslusögur af þessum bílum, vélar,skiptingar,eyðsla,drifgeta,mikið mál að breyta og þess háttar. Og þá helst 33-35" en því fleiri því betra bara.
Kv Magnús

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 31.aug 2010, 23:13
frá StefánDal
Svona bíll var til í minni fjöldskyldu í 2-3 ár. 99 árgerð óbreyttur (31"). Vann vél, bilaði lítið. Var vesen á spíssarörum minnir mig, einhver leki. Eyddi næstum því alltaf 12. Fór yfir Steingrímsfjarðarheiði með fullan bíl af fólki þegar henni var lokað vegna ófærðar og öll gistipláss á Hólmavík fylltust ;)

Góður bíll og alveg 450.000 króna virði.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 00:55
frá Magnús Þór
hef setið í þessu og held að musso á 35" sé svona mitt á milli rúntara og að geta skilað sér aðeins áfram í ófærð,,,og það er eiginlega það sem mann langar í :) og auðvitað hægt að fá þetta frekar ódýrt eins og þú segir

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 01:05
frá steinarxe
Mér var sagt að fyrstu árgerðirnar af þessum bílum(minnir 96 97) hafi verið verstar vegna þess að Benni var að setja einhverjar túrbínur á mótorana og bílarnir séu aldrei til friðs með því. Hef samt enga reynslu á þeim sjálfur að viti en mæli með að þú athugir þetta;)Keyrði reyndar svona tæki smá spotta einhverntímann og hefur ekki langað til þess aftur.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 07:27
frá arni87
Ég ek umm á Musso 97 Árferð á 38" dekjum.
Bíllinn er draumur í dós, ég mun ekki fyrir mitt litla líf skifta honum út fyrir eithvað annað.
Minn bilar minna en margir amerískir bílar sem ég hef verið innan um og bilar mun minna en Patroll hjá félaga mínum.
En einn stór kostur við þessa bíla er að flestir varahlutir eru hlægilega ódýrir og ef umboðið (Bílabúð Benna) veit ekki um varahlutina þá benda þeir þér á staði sem selja þessa tilteknu hluti.

En ég mun ekki skifta mínum út, ég er það sáttur við hann.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 10:05
frá HHafdal
Ég hef ekki hitt Mussoeiganda sem er óánægður með sinn bíl flestir sem eru að hallmæla þeim eru held ég reynslulausir af þessum bílum (kjósa sjálfstæðisflokkinn af því að pabbi gerði það )ég allavegana er hæstánægður með minn búinn að eiga slatta af jeppum reyndar alla gamla og er oftast blankur þannig að musso er góður kostur fyrir mig bilar lítið ódýrir varahlutir eyðir 11lítrum ég er á 35tommu draumur í dós að ferðast í honum pláss og þægileg sæti. en ef ég ætti fullt af peningum myndi ég eflaust vilja Cruiser eða amerískan
en eftir að hafa verið á musso í 1 ár er ég mjög sáttur.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 15:25
frá Stebbi
"...flestir sem eru að hallmæla þeim eru held ég reynslulausir af þessum bílum (kjósa sjálfstæðisflokkinn af því að pabbi gerði það )ég allavegana er hæstánægður með minn...."


Kjósa þá allir ánægðir Musso eigendur Vinstri Græna ???

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 15:50
frá HHafdal
ég gerði það þetta er verðugt rannsóknarverkefni er ekki ráð að skoða stjórnmálaskoðanir og bílaval.;-)

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 18:49
frá Sidekick
Ég sé ennþá eftir að hafa selt Mussóinn. ´98 módel - 2,9 dísel - sjálfskiptur - á 35". Algjör eðalbíll. Það litla sem ég þurfti að kaupa af varahlutum fékk ég hjá Benna fyrir sanngjarnt verð og ekki gat ég kvartað yfir eyðslunni. Hún var í kringum 12 lítrana.
Bíllinn var vissulega engin spyrnugræja en hann kostaði lítið, eyddi litlu, bilaði mjög lítið, var þægilegur og kom mér þangað sem ég vildi fara. Þarf maður meira?

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 21:19
frá HaffiTopp
..

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 21:37
frá gislisveri
Ég neyðist til að viðurkenna að ég hló upphátt í tvígang við þessa lesningu.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.sep 2010, 23:11
frá HaffiTopp
..

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 03.sep 2010, 09:28
frá Þorri
Ég er búinn að vera á musso '96 2,9 turbo í eitt ár og kann ágætlega við hann finnst hann máttlaus en það gæti verið útaf því að ég á líka cherokee með 350 chevy.
Fyrstu 2,9 bílarnir eins og minn kom ekki með turbínu orginal heldur var hún sett í þá hér heima. Þetta er hægt að sjá um leið og þú opnar húddið því að þeir bílar sem eru með aftermarked turbo er enn með orginal plast loftsíuboxið tengt við soggreinina og loftið frá turbinu fer inn í intercoolerinn sem er fyrir framan vatnskassa hægramegin og útúr honum vinstra meginn þaðan inní loftsíuboxið sem er búið að líma saman svo það leki ekki. Mitt þoldi að vísu ekki fjörið lengur en 14 ár og 220 þús km og fór að leka á samskeytum. Orginal turbo bílarnir eru með intercolerinn fyrir framan vatnskassa og fer loftið inn hægra meginn við vatnskassa og sömu megin til baka og inná soggrein sem
kemur yfir vélina. Ég er nokkuð sáttur við minn hann er sjálfskiptur en það er nauðsynlegt að setja auka kælir fyrir þær ég er með hita mælir á minni og hann var að sýna óþægilegar tölur áður en ég setti viðbótar kælirinn í. Mælirinn var settur í eftir að skiptingin var tekin upp hú fór við það á draga 6 truntu kerru fulla af grasmótorum alltof langa leið. Þá var hann keyrður ca 160 þús. Mótorinn hjá mér er fínn aldrei þurft að gera neitt við hann brennir ekki olíu og reykir ekki undir álagi mætti sjálf sagt skrúfa dýrið örlítið upp en ég er ragur við það af því að hann er ekki með olíukælda stimpla eins og þeir sem komu orginal með turbo. Afturhásingin hjá mér er dana 44 og með loft lás sem var settur í þegar bíllinn var nýr. Það eru tvær gerðir af hásingum undir þeim þ.e. dana 44 og svo koreuframleiðslan sem lítur eins út nema þú þarft stærra skrall til að losa olíutappan á lokinu og er það nánast eina leiðinn til að þekkja þær í sundur. Þær eru að mér skilst með sömu öxlum og hjólalegum en drifin passa ekki á milli og legurnar í
drifinu ekki þær sömu er mér sagt, hef ekki skoðað þær sjálfur. það eina sem ég pirrast yfir er rofahelvítið fyrir milli kassan. Ég hef aldrei getað sett hann í lága drifið þetta ár sem ég hef átt hann og þegar foreldrar mínir áttu hann þá átti hann það til að vilja ekki fara úr því. Ég er að skoða hvort ekki sé hægt að breita þessu yfir í stöng eins og þetta á að vera í jeppum. Annars tel ég þetta ágætis bíla boddíið ryðgar minna en á morgum öðrum bílum þægilegt að ferðast í þessu ef ekki er búið að eyðileggja fjörunina með of miklum stýfuhalla og vitlausum dempurum ef eitthvað er þá eru þeir of mjúkir að framan.
Kv. Þorri

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 03.sep 2010, 19:47
frá snöfli
Það er alltaf gaman að sjá reysnlusögur manna af bílum sem hafa séð þá á bílasölu eða frændi þeirra átti:-)

Hef átt 86&89 31&35"Mússó; 89&06 38" Pajero og 05&05 31&38"LC120 og viti menn 89´Mússóinn var með skemmtilegri bílunum. Það er gott að keyra hann og hann fer vel með mann. Nýrri sjáfskiptingin er virkilega skemmtileg en jú hann mætti hafa fleirri hesta undir húddinu, en það er samt ekki þannig að manni verkjar undan því (eins og sumir Patrol og gamlir Pajeroar og túrbínulausir Mússóar geta verið),

Ef þú kaupir viðhaldið á bílunum þínum á verkstæði þá er gamall jeppi hvort sem er ekki besti kosturinn.

Jú hann bilar, ekki síst smá pillerí, sem er samt ekkert sem góður partasali á ekki lyf við. Hann bilar ekki merkjalega meira en aðrir jafngamlir jeppar. Svosum eins og Toyota sem fær bara "eðlilegt" viðhald enn allir eldri bílar á sölum eru með nýupptekið hedd og nýtt í stýri og bremsum. Patrol bilar ekki heldur en er líka með nýju heddi ef ekki nýjum vatnskassa eða vélinn allri.

Það eru ákveðnir hlutir sem bila í þessum jeppum eins einkennir alla hina bara ekki endilega sömu hlutirnir. Mússóinn á sér sína drauga s.s. handbremsuna sem þarf að yfirfara fyrir hverja skoðun (og gleyma þess á milli). Dragliðurinn fer og ég mundi velja handvirkar driflokur. Drifskiptirnn þessi rafdrifni er hægt að hafa í lagi en einhverjir hafa sett handfang. Heddpakknignin fer á 100 til 200þús fresti en það er tiltölulega auðvelt (ódýrt) að skipta um hana og sú viðgerð virkar ef vel er gert. (sem er ekki raunin á öllum þessum túrbó dísil jeppum, í sumum er skipt um vél en ekki heddpakkningu).

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 04.sep 2010, 13:45
frá peturin
Sæll
Búinn að eiga mussó 97 bensín 2300 vél í 5 ár og hefur sá bíll reynst mjög vel hann er á 31" og þar af leiðandi ekki til jöklaferða en í venjulegum ferðum til fjalla og að vetri eru þessir bíll bara mjög góður eyðir ca 10 úti á vegi og 13 innan bæjar. Ekki er nú neitt laust inni í honum því ég herði nú bara þær skrúfur jafnóðum. 'Ég er ekkert að minast á bilerí því allir bílar bila og þessi hefur ekki bilað NEITT...fyrir utan venjulegt viðhald þá hef ég sloppið mjög vel frá þessum bíll.
Þessir bílar gera nú ekkert fyrir ímyndina hjá manni helst að maður verði hrókur allsfagnaðar fyrir það eitt að viðurkenna að maður eigi einn slíkan. Svo að ég fékk mér LC 80 til að hressa upp á ímyndina og keyri svo um á mussó.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 14.sep 2010, 23:38
frá Magnús Þór
hver er munurinn á ssangyoung og daewoo musso ?

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 15.sep 2010, 11:05
frá HHafdal
Drifskiptirnn þessi rafdrifni er hægt að hafa í lagi en einhverjir hafa sett handfang.
Er til einhver lýsing á þeirri aðgerð mér finnst færsla á öxlinum svo margar gráður það er hringurinn sem sveifin þyrfti að fara en gaman væri að heyra af útfærslu á þessu.
held að það sé enginn munur á Daiwo og ssanyoung

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.nóv 2010, 23:06
frá guðnis
Væri til í að fá að vita hvaða bilanir eru algeingastar

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.nóv 2010, 23:31
frá HHafdal
rafmagn færslu búnaðurinn á millikassananum milli 4h-2h-4l er bilanargjarn og rúðuupphalarar og hurðaopnara hef ekki heyrt af öðrum reglulegum bilunum en þær eru eflaust margar þetta eru jú bílar.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 01.nóv 2010, 23:32
frá dabbigj
Magnús Þór wrote:hver er munurinn á ssangyoung og daewoo musso ?



held að eini munurinn sé á boddýinu þarsem að á einhverjum tímapunkti var að nafninu framaná bílnum var breytt og einhverjar smá boddýbreytingar

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 02.nóv 2010, 11:47
frá guðnis
HHafdal wrote:rafmagn færslu búnaðurinn á millikassananum milli 4h-2h-4l er bilanargjarn og rúðuupphalarar og hurðaopnara hef ekki heyrt af öðrum reglulegum bilunum en þær eru eflaust margar þetta eru jú bílar.


veist þá kanski hvaða árgerðir eru besta eða bilanaminstar?

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 02.nóv 2010, 18:13
frá arni87
Það er með þá eins og aðra bíla, því eldri því bilanameiri.
En það fer samt líka eftir viðhaldi frá því hann var keiftur.
Ég er á Musso á 38" dekkjum sem bilar jafn lítið og pabba bíll sem er 2000 árgerð af Musso.
Mínum var vel viðhaldið frá upphafi og fyrirbiggjandi viðhald, en pabba bíl var frá upphafi og lagaður þegar hann bilaði og hlutirnir brotnuðu, en við erum að snúa því við og er hann farinn að bila mun minna.

En til að einfalda þerrra að þá fer bilanatíðni eftir ummhirðu fyrri eiganda í fleirtölu jafn mikið og árgerð.

Vonandi skilst þetta.
Árni F.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 02.nóv 2010, 20:54
frá guðnis
eitt að lokum hvað meinaru með fyrirbiggjandi viðhaldi?
viewtopic.php?f=29&t=2314 hvað finst ykkur um þennan er eitthvað vit í að fjárfesta í honum?

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 03.nóv 2010, 22:35
frá arni87
Skifta hlutum út þegar þeir eru slappir, rétt áður en þeir brotna eða gefa sig og koma þannig í veg fyrir frekari skemdir og veikleikaí bílnum.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 10.des 2010, 18:05
frá Magnús Þór
nú langar mig að forvitnast meira,,,ssagyoung koarando,,,er það ekki sami skíturinn og musso jepparnir ?

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 31.des 2010, 08:57
frá Sidekick
Er einhver hérna sem veit hvernig 2,3 ltr. bensínvélin hefur komid út? Hvernig er t.d eydslan?

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 31.des 2010, 17:23
frá streykir
Sæll, ég átti 1999 módel af Ssangyong musso á 33" dekkjum með 2,3 ltr. bensínvélinni, bsk
Mér fannst krafturinn vera ágætur miðað við vélarstærð
Innanbæjar var hann að eyða nákvæmlega 12.4, mælt með því að fylla á hann og taka kílómetrastöðuna ca. 4-5 sinnum
Eyddi utanbæjar um 11.
Rosalegt fínt að ferðast um í þessu og liggur svosem ágætlega, fer vel um alla farþega!

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 02.jan 2011, 09:12
frá Sidekick
Takk fyrir thetta.
Átti sjálfur 1998 módel, sjálfskiptan dísel á 35" og var verulega ánægdur med hann - eydsluna líka. Tek notagildi fram yfir kraft.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 15.jan 2011, 16:29
frá jeepson
Hvernig er það með bensín vélarnar í þessum bílum? eru þær frá benz líka??

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 15.jan 2011, 17:11
frá Árni Braga
Það er engin Musso með Bens vél.
þeir eru bara með leyfi til að smíða vélar eins og Bens það er ekki sama og Bens.......

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 15.jan 2011, 17:50
frá HHafdal
Loksins fattaði ég fyrir hvað M stendur fyrir fram Bens MussoBens ;-) ;-)

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 15.jan 2011, 18:51
frá jeepson
Árni Braga wrote:Það er engin Musso með Bens vél.
þeir eru bara með leyfi til að smíða vélar eins og Bens það er ekki sama og Bens.......


Okey. Ég hef aðeins einusinni séð ofan í vélarsalin á svona bíl og minnir endilega eins og ég hafi séð benz logoið á nokkrum stöðum.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 15.jan 2011, 18:54
frá Stebbi
Fyrstu mussoarnir voru með vélum frá bens, alveg eins og þeir voru með alvöru Dana hásingum en svo hætti það fljótlega. Síðan þá fór þetta að vera eitthvað kóreuklón af góðum hlutum með misjöfnum árangri. Það er hægt að ganga útfrá því að þegar þetta heitir Daewoo Musso þá er allt meid in kóría.

Re: Musso - reynslusögur

Posted: 17.jan 2011, 22:04
frá hfreyr
Sæll ég keypti þennan sem þú varst að spá í og er ég rosalega ánægður með hann og fór í ferð nuna um helgina með f4x4 og hann var rosalega góður og ótrúleg drifgeta á greyinu en gat ekki set í lágadrifið en bara útaf vitleysu í sjálfum mér en ekki bílnum að kenna en eins og allt drasl munn hann bila hvort það er patrol eða musso