Síða 1 af 1

Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 17:37
frá Svenni30
Hvaða hnífa mæla menn með að kaupa ? er eitthvað vit í þessu ? http://www.ebay.com/itm/Tire-Groover-22 ... de&vxp=mtr

Þarf að skera í gamlan mödder gang og líka í Mickey Thompson

Væri líka til í að leiga eða fá lánaðan hníf á Akureyra svæðinu ef það möguleiki.

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 17:41
frá jeepson
Ég mæli sterlega með að þú seljir þessi Mickey Thompson dekk. Og þá sérstaklega að þú seljir mér þau :)

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 17:50
frá Svenni30
Það er hugmynd Gísli, læt þig vita ef ég ættla að selja ;)

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 18:01
frá jeepson
Svenni30 wrote:Það er hugmynd Gísli, læt þig vita ef ég ættla að selja ;)


Þakka þér fyrir vinur :) En varðandi þennan dekkja hníf sem að þú ert að pæla í. Veistu sirka hvað hann kostar hingað kominn?

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 18:05
frá Svenni30
Myndi skjóta á 15-20 kall

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 18:14
frá sukkaturbo
Svenni30 wrote:Myndi skjóta á 15-20 kall

Sælir strákar er búinn að bræða úr einum dekkahníf og ef þið flytjið inn hnífa er ég tilbúinn að kaupa eitt stykki þarf að fara að skera 4 st 54" dekk. Væri gott að fá einn þræl með. kveðja guðni

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 18:37
frá draugsii
Sæll svenni komdu og spjallaðu við okkur upp í Dekkjahöll það er alveg séns að þú getir fengið leigðan eða lánaðan hníf þar

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 19:50
frá villi58
Svenni30 wrote:Hvaða hnífa mæla menn með að kaupa ? er eitthvað vit í þessu ? http://www.ebay.com/itm/Tire-Groover-22 ... de&vxp=mtr

Þarf að skera í gamlan mödder gang og líka í Mickey Thompson

Væri líka til í að leiga eða fá lánaðan hníf á Akureyra svæðinu ef það möguleiki.

Svenni þetta er það sama og ég keypti, tæp 30 þús. með auka haus og blöðum.
Get kanski gefið þér sangjarnt tilboð í skurðinn, þú ert mörg ár að borga upp hnífinn ef þú kaupir svo þarf minnst þrjár stærðir af blöðum og þá þarf að kaupa passandi hausa fyrir blöðin, þarna er bara no. 4.

Re: Dekkjahnífur

Posted: 10.maí 2013, 22:10
frá Svenni30
draugsii wrote:Sæll svenni komdu og spjallaðu við okkur upp í Dekkjahöll það er alveg séns að þú getir fengið leigðan eða lánaðan hníf þar


Sælir, heyri kannski í ykkur, takk fyrir þetta kallinn.

[/quote]
Svenni þetta er það sama og ég keypti, tæp 30 þús. með auka haus og blöðum.
Get kanski gefið þér sangjarnt tilboð í skurðinn, þú ert mörg ár að borga upp hnífinn ef þú kaupir svo þarf minnst þrjár stærðir af blöðum og þá þarf að kaupa passandi hausa fyrir blöðin, þarna er bara no. 4.[/quote]

Flott, heyri í þér á morgun vinur

Re: Dekkjahnífur

Posted: 11.maí 2013, 18:00
frá juddi
Mæli með svona hníf var að reynsluprufa hann áðan og í samanburði við hina sem ég hef notað hingað til er verðmunurinn hverrar krónu virði

Image

Re: Dekkjahnífur

Posted: 13.maí 2013, 14:50
frá jeepcj7
Hvað kostar svona hnífur og er þessi seldur hérna heima?

Re: Dekkjahnífur

Posted: 13.maí 2013, 15:58
frá juddi
N1 selur þessa hnífa á rúmman 100þ kall

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 13:04
frá ellisnorra
Er enginn sem býður uppá dekkjaskurð? Bílskúrskall eða fyrirtæki.. bara að það sé á sanngjörnu verði?

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 14:32
frá ellisnorra
Líka ef einhver vildi lána/leigja mér hníf þá er ég alveg til :) Tími ekki að kaupa hníf fyrir smotteríis skurð

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 15:34
frá eyberg
Er hægt að skera í ölldekk? þá er ég að meina að gera meira munstur og dýpra?
Er með wild country radial txr 33"

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 16:14
frá jongud
eyberg wrote:Er hægt að skera í ölldekk? þá er ég að meina að gera meira munstur og dýpra?
Er með wild country radial txr 33"


Það er bannað að skera mynstur dýpra en "original" í dekk nema einstaka vorubíladekk, og þá þurfa þau að vera sérstakleg merkt.
Það sem jeppamenn gera aðallega er að gera mynstrið "fínna" til að dekkin krumpist betur við úrhleypingar og hitni minna.

Því miður eru einhverjir að reyna að láta dekk endast lengur með því að skera mynstur dýpra en upphaflega mynstrið.

Fyrir utan það að maður gæti verið í slæmum málum ef maður er gripinn með svoleiðis dekk undir jeppanum, þá er hætta á að ef einhver lendir í óhappi á þannig dekkjum að hann fái þann úrskurð að hann hafi verið á ólöglega búnum bíl og sitji uppi með allt tjónið sjálfur.
Og þá er einnig hætta á að eftirlitsbatteríin banni allan dekkjaskurð eftir það.

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 16:17
frá StefánDal
elliofur wrote:Er enginn sem býður uppá dekkjaskurð? Bílskúrskall eða fyrirtæki.. bara að það sé á sanngjörnu verði?


Er einhver möguleiki á því að föndra svona hníf sjálfur úr öflugum lóðbolta?

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 17:43
frá villi58
elliofur wrote:Er enginn sem býður uppá dekkjaskurð? Bílskúrskall eða fyrirtæki.. bara að það sé á sanngjörnu verði?

Taktu smá skrepp á Dalvík, er með hníf í skúrnum.

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 19:43
frá ellisnorra
villi58 wrote:
elliofur wrote:Er enginn sem býður uppá dekkjaskurð? Bílskúrskall eða fyrirtæki.. bara að það sé á sanngjörnu verði?

Taktu smá skrepp á Dalvík, er með hníf í skúrnum.


Takk fyrir það, en það er örlítið úr leið :)

Re: Dekkjahnífur

Posted: 18.aug 2013, 22:19
frá Goði
Þessir hnífar fást hjá http://www.idealtiregroover.com/

Re: Dekkjahnífur

Posted: 19.aug 2013, 08:28
frá jongud
StefánDal wrote:
elliofur wrote:Er enginn sem býður uppá dekkjaskurð? Bílskúrskall eða fyrirtæki.. bara að það sé á sanngjörnu verði?


Er einhver möguleiki á því að föndra svona hníf sjálfur úr öflugum lóðbolta?


Einhverntíman las ég í FourWheeler að tæknigúrúin þar hafi afglóðað járnsagarblað, brýnt það, beygt í V og smíðað haldara fyrir það. Síðan notaði hann pinnasuðu á minnsta straum til að hita blaðið.
Það væri jafnvel reynandi að nota rafgeymi.
Ég myndi halda að aðalatriðið sé smíðin á haldaranum fyrir blöðin og útvegun á þeim.