Síða 1 af 1

Tapaði Álkarli í fljótshlíð

Posted: 08.maí 2013, 18:39
frá rabbimj
Komið sælir spjallverjar

Mér langar í bjartsýni minni að athuga hvort einhver hafi rekist á álkall út í vegkannti við Emstruleið.

ef einhver hefur fundið hann má hann láta mig vita í síma 6174801 Rabbi

Re: Tapaði Álkarli í fljótshlíð

Posted: 08.maí 2013, 20:29
frá rabbimj
Álkallinn er fundinn.

Mér finnst ég verða að minnast á það, en ég vill þakka Björgunarsveitinni á Hvolsvelli kærlega fyrir að hafa samband þar sem þeir fundu hann á göngu á laugardagsmorgun. Alveg með ólíkindum hvað er mikið til af heiðarlegu fólki hérna á klakanum.

mbk
Rabbi

Re: Tapaði Álkarli í fljótshlíð

Posted: 09.maí 2013, 11:38
frá jongud
LIKE!

Re: Tapaði Álkarli í fljótshlíð

Posted: 12.maí 2013, 00:02
frá kjartanbj
Alveg gríðarlega magnað samt að eigandinn sjálfur hafi ekki tekið hann þegar hann keyrði yfir hann.. heldur sagði bara í talstöðina "Rabbi hefur örugglega týnt álkarlinum" ég áttaði mig ekki á hvað þetta væri fyrr en hann sagði þetta í talstöðina og var þá kominn töluvert frá honum :)

Re: Tapaði Álkarli í fljótshlíð

Posted: 12.maí 2013, 00:29
frá StefánDal
kjartanbj wrote:Alveg gríðarlega magnað samt að eigandinn sjálfur hafi ekki tekið hann þegar hann keyrði yfir hann.. heldur sagði bara í talstöðina "Rabbi hefur örugglega týnt álkarlinum" ég áttaði mig ekki á hvað þetta væri fyrr en hann sagði þetta í talstöðina og var þá kominn töluvert frá honum :)


Ha? Talar téður Rabbi um sjálfan sig í þriðju persónu eða er ég bara ekki að skilja þig almennilega?

Re: Tapaði Álkarli í fljótshlíð

Posted: 12.maí 2013, 17:46
frá kjartanbj
Rabbi var með hann í láni.. ég var með eigandanum á leið upp í strút, Rabbi hafði farið þangað deginum áður og tapað honum á leiðinni þangað