dísel vs bensín


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

dísel vs bensín

Postfrá Andri M. » 01.maí 2013, 22:43

eg veit það eru komnir hundrað þræðir um þetta sama málefni, en málið er að eg er að hugsa um að kaupa mer bíl aðallega ætlaður til sumarferða um hálendi ísland, því nú fer hver að verða síðastur, er að spá í pajero 33-35" árg 97-2000 og því spyr eg hvorar vélarnar henta betur bensín eða díesel eg hef nú alltaf verið meiri díesel maður en bensín, en svo hefur maður líka heyrt að það sé minna um bilanir í bensínvélum heldur en diesel vélum(sel það þó ekki dýrara en eg keypti það) og þess vegna finnst mer sjálfsagt að horfa aðeins á þær líka,

en hvernig eru bensínvélar að koma út í þessum sumar hálendisferðum ?? og kannski einstaka léttari vetrarferðum,



User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: dísel vs bensín

Postfrá muggur » 02.maí 2013, 07:28

Sæll,
Var í nákvæmlega sömu pælingum og þú fyrir tveimur árum og að skoða eins bíla. Ég var alltaf að leita að þessum árgerðum af Pajero með 33-35 tommu breytingu, enda lang fallegustu jepparnir í þessum árgerðum.

En allavega þá er fyrsta atriði með pajero grindin... en þú ert ekki að spyrja um það :-)

Þegar ég var að leita þá voru disel bílarnir keyrðir til tunglsins og til baka en bensín bílarnir mun minna. Til að gera langa sögu stutta þá keypti ég bensín bíl því að ég hugsaði jeppan sem bíl nr 2 sem á bara að nota í langkeyrslu til ferðalaga. Semsagt akstur um 6000km á ári. Eyðslan á mínum bíl í langkeyrslu er 14-15 lítrar en þeir grútarkarlar sem ég hef stoppað á bensínstöðvum hafa sagt mér að þeirra disel pajeroar séu með svona 12-14 í langkeyrslu. Þetta er því ekki svo mikill munur, segjum 2.5 lítrar á hundraðið sem munar og á ársbasis eru þetta þá 150 lítrar og ef líterinn er á 260 kall þá er þetta um 39 þús á ári í kostnað.

EN þetta var LANGKEYRSLA, innanbæjar er dæmið allt annað og þá gæti ég trúað að munurinn væri svona 6 lítrar og þá fer þetta virkilega að muna.

Annað með Pajero (og svona gamla jeppa) er að headið gæti verið eitthvað sem þyrfti bráðum að fara að kíkja á. Það er heilmikil aðgerð á bensín bílnum og það eru náttúrulega 2 head en á móti kemur að það er nokkuð algengt að það komi sprunga í disel headin og það er þá dýrt.

Þannig að það eru meiri líkur á að þú finnir gott bensín-eintak á góðu verði en disel. Bensín bílarnir sem eru keyrðir undir 200 þús eru á sölu frá 500 til 700 þús en á disel bílana er yfirleitt sett á 200 til 300 þús meira en bensín bílana. Það má keyra dáldið fyrir þann pening.

Vona að þetta hjálpi eitthvað
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: dísel vs bensín

Postfrá Andri M. » 02.maí 2013, 18:20

já takk fyrir þetta, það sem er aðallega að drepa heddin er trassaskapur við að skipta um frostlög, og ef það hefur soðið á bílnum, en ef maður finnur lítið keyrðan bensín bíl með góða þjónustusögu að þá er maður held eg í ágætis málum, sjálfur er eg með annan bíl í innanbæjarsnattið, þannig að þetta yrði aðallega bara ferðabíll

en svo það sem eg var líka svoldið að fiska eftir, er hvernig bensínvélarnar eru að virka í sumarhálendisferðum, og léttari vetrarferðum,

maður hefur heyrt það oft að dísellinn sé betri í stærri og þyngri vetrarferðum, en maður hefur minna heyrt um sumarferðir og léttari vetrarferðir


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: dísel vs bensín

Postfrá Hrannifox » 02.maí 2013, 20:02

Nú er ég með pajero 99 módelið 2.8 TDI beinskiftur með 33'' breittur

þar sem ég er með disel ætla ég að segja frá minni reynslu af þessum bíl þann stutta tíma sem ég hef átt hann.

fyndst þetta yndislegur mótor hefur ekki slegið feilpúst siðan ég keyftann, þetta er ekki rafstöð einsog fyrri diselinn sem ég átti
stekkur alveg úr sporunum og þarf ekkert að grauta á fullu í kassanum í brekkunum. aðeins búið að skrúfa upp í bínu og svera púst
allt innan marka þó, ætla mér að setja hann á 35'' i sumar. Þessir bilar fara rosalega vél með mann á ferðalögum.

eyðslan á langkeyrslu kom mér rosalega á óvart skrapp vestur a snæfelsness alls um 300 km akstur var keyrt á 90 á cruzinu
ég setti djúpsteikingarolíu til helminga úti diselinn og fór bílinn með 20 L í þessari ferð.

Annars hugsa ég þetta alltaf þannig ef bílnum hefur verið haldið mjög vél við boddy og grind góð, og gengið vél um bílinn þá spái ég svosem ekkert mikið í hvort hann sé bensin eða disel, bara að eg sé ánægður með bílinn og fái það sem ég vill í honum ef maður hefur svona sérþarfir.

kv Hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: dísel vs bensín

Postfrá muggur » 02.maí 2013, 20:50

Flott að þú veist þetta með headin.. því miður eru fáir bílar þar sem hugsað hefur verið um kælivökvann.

Andri M. wrote:en svo það sem eg var líka svoldið að fiska eftir, er hvernig bensínvélarnar eru að virka í sumarhálendisferðum, og léttari vetrarferðum,

maður hefur heyrt það oft að dísellinn sé betri í stærri og þyngri vetrarferðum, en maður hefur minna heyrt um sumarferðir og léttari vetrarferðir


Er búinn að fara á mínum bensín Kaldadal, Kjöl og Þórsmörk. Ekkert vesen, He ate it and asked for seconds :-) Veit ekki alveg hvað þú ert að pæla í. Vélin ræður auðveldlega við þetta, eyðslan vissulega eykst per 100 km við að vera í lága drifinu þegar á þarf að halda en það er ekkert sem kallar á yfirdrátt. Fyrir léttar stuttar jeppaferðir að sumarlagi þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. Disel kemur sterkur inn í margra daga jeppaferðum á veturna þar sem langt er í næstu bensínstöð.

Ef ég hefði val um diesel og bensín keyrða jafn mikið og í nákvæmlega sama ástandi og sama verði þá veldi ég diselinn. En á móti kemur að þetta er ekki raunverulegt dæmi. Þú finnur aldrei svona sambærilega bíla,

Ef þú lendir á bensínbíl að lokum, þá myndi ég jafnvel frekar taka 3500 bílinn frekar en 3000 bílinn.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: dísel vs bensín

Postfrá Andri M. » 02.maí 2013, 23:07

já takk fyrir þetta, alltaf gaman að klóra sér í hausnum og velta hinum ýmsu pælingum fram þegar kemur að jeppakaupum, er sjálfur búinn að fara marga hringi með tegundir og gerðir af jeppum, en eg er alltaf að hallast meira og meira í áttina að pajero og eg hef verið óvenjulengi þeim megin miðað við aðrar tegundir


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dísel vs bensín

Postfrá kolatogari » 02.maí 2013, 23:13

Andri M. wrote:já takk fyrir þetta, alltaf gaman að klóra sér í hausnum og velta hinum ýmsu pælingum fram þegar kemur að jeppakaupum, er sjálfur búinn að fara marga hringi með tegundir og gerðir af jeppum, en eg er alltaf að hallast meira og meira í áttina að pajero og eg hef verið óvenjulengi þeim megin miðað við aðrar tegundir


já þetta eru einstaklega skemtilegir bílar. gamla settið hefur átt bæði diesel og bensín pajero (3,0 bensín og 2,8 diesel) og mér fannst nú vinslan í þeim svipuð, þó meira tog í dieselnum. En mig mynnir að það hafi alltaf vera meira viðhald á diesel bílnum. Held að besta lendinginn í þessu væri beinskiptur bensín bíll, ef þú finnur hann. þá hefuru svipaða virkni og í diesel sjálfskiptum. og þeir fást mun ódýrari.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: dísel vs bensín

Postfrá HaffiTopp » 02.maí 2013, 23:36

Fór suður Kjöl í fyrrasumar. Tankaði á Hvammstanga. Hleypti niður í 19 PSI nálægt Hveravöllum og svo var ekið eins hratt (hægt) og vegurinn leyfði sem var undir 50 km/h. Þegar komið var niður að Geysi og stefnan tekin vestur Reykjavík var vel hvasst á móti. Tankaði þegar ég kom heim og náði ekki í 13.7 lítra á hundraðið þennann skrepp.


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: dísel vs bensín

Postfrá Andri M. » 03.maí 2013, 12:53

HaffiTopp wrote:Fór suður Kjöl í fyrrasumar. Tankaði á Hvammstanga. Hleypti niður í 19 PSI nálægt Hveravöllum og svo var ekið eins hratt (hægt) og vegurinn leyfði sem var undir 50 km/h. Þegar komið var niður að Geysi og stefnan tekin vestur Reykjavík var vel hvasst á móti. Tankaði þegar ég kom heim og náði ekki í 13.7 lítra á hundraðið þennann skrepp.



varstu á bensínbíil ??

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dísel vs bensín

Postfrá íbbi » 03.maí 2013, 13:57

það er mjög satt að verðmunurinn á milli diesel/bensín er gríðarlegur, og þarf að taka með í reikninginn
ég hef oft keypt ódýra bensín jeppa út frá þeim rökum að þeir væri hálf gefins m.v diesel útgáfurnar og því hentug kaup sem auka bílar eða vetrarbílar,
annað sem er líka áberandi er hversu heillegri bensínbílarnir eru yfirleitt, þetta er áberandi með nánast alla japönsku jeppana

ég notaði bensín pajero sem ég átti í töluverrða langkeyrslu og mér fannst hann mokeyða þannig,
þetta var 3.0l 12v bíll og hann var svo toglaus að það þurfti stanslaust að vera gefa honum til að halda 90-100 og halda í hina bílana.
ég gæti alveg trúað að 24v bílarnir séu betri bæði 3.0l og 3.5l, hef bara notað slíka bíla innanbæjar og þeir voru í sömu eyðsluu og 12v bíllinn þar. eða frá 16 og upp í 20+ eftir veðri og akstursmáta

eflaust eru einhverjir ósammála mér, en bílar sem eru sterkastir á langkeyrsluni eru amerísku jepparnir, flestir 8cyl US jeppar eru með svo mikið low end tog og eru þannig gíraðir að úti á vegum geturu keyrt áreynslulaust í undir 2þús rpm á góðum ferðahraða, og svo þarf maður littlu sem engu að bæta við upp brekkur,
meirasegja óskoraður konungur bensíneyðslunar Grand cherokee m/quadra track getur hangið í 11-13l úti á vegi

ég hef átt marga bensínháka. japanska og ameríska og þetta hafa kanabílarnir haft fram yfir, 3.0l v6 jepparnir austan frá hafa bara ekki haft þetta mikla low end tog og þ.a.l ekki átt jafnt auðvelt með að halda áreynslulausri ferð.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: dísel vs bensín

Postfrá HaffiTopp » 03.maí 2013, 16:13

Andri M. wrote:
HaffiTopp wrote:Fór suður Kjöl í fyrrasumar. Tankaði á Hvammstanga. Hleypti niður í 19 PSI nálægt Hveravöllum og svo var ekið eins hratt (hægt) og vegurinn leyfði sem var undir 50 km/h. Þegar komið var niður að Geysi og stefnan tekin vestur Reykjavík var vel hvasst á móti. Tankaði þegar ég kom heim og náði ekki í 13.7 lítra á hundraðið þennann skrepp.



varstu á bensínbíil ??


Já, bensínbíl. Sjálfskiptum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir