Hvaða læsingar eru bestar???

User avatar

Höfundur þráðar
arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá arnisam » 09.feb 2010, 00:17

Sælir félagar. Miklar vangaveltur í gangi hérna, ætla að fara að breyta Jeep Wrangler og er búinn að vera að viða að mér efni í málið. Ég er bara ekki alveg viss hvaða leið maður ætti að fara í læsingamálum, geri svona ráð fyrir að vera með D30R að framan og líklega ford 8.8 að aftan. Þið sem hafið verið með auto læsingar (NoSpin, Aussie Locker), hvernig hafa þær verið að reynast hjá ykkur? Kananum finnst t.d. Aussie Lockerinn vera góður að framan í flestum tilfellum. Væri til í að heyra góð rök og reynslusögur.


JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Fordinn » 09.feb 2010, 00:42

Þetta fer allt eftir því hvað þú vilt borga...... ætli stk af loftlás fari ekki hátt i 200 þús þessa dagana, svo kostnaður við að koma þessu í........


Núna á ég econoline med no spin framan og aftan og madur finnur litið fyrir þvi að aftan enn auðvitað leiðinlegur að framan i hálku nema madur læsi bara annari lokunni.

ég átti lika gamla bronco med nospin að framan og þegar madur er komin i svona littla stutta bíla þá verður madur bara að vera medvitaður um hætturnar.

Ef eg væri að breyta jeppa i dag sem yrði mestmegnis notaður i ferðir þá myndi eg ekki hugsa um annað enn bara nospin, ódyrara og viðhaldsfrítt annaðhvort virkar það eða eitthvað er brotið.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá ofursuzuki » 09.feb 2010, 12:51

NoSpin ekki spurning, það er algert brjálæði að henda hálfri milljón eða meira í læsingar nú til dags og það er leikur einn að komast í þá upphæð með öllu
dótinu, dælu, loftkút og öllum lögnum. Svo hefur mér nú fundist þetta loftlæsingadót bila þegar síst skyldi, loftslöngur að fara í sundur og svo hefur komið fyrir að læsingin sjálf fer að leka og þá þarf að rífa allt í sundur til að laga það. Nei þá er nú betra að hafa eitthvað sem aldrei þarf að lít á og er alltaf til taks. Það þarf bara að venjast því að keyra með NoSpin, slá af í beygjur (láta fríhjóla) þá sleppir læsingin, þetta kemst fljótlega upp í vana.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Jens Líndal » 09.feb 2010, 16:54

Hvernig ættli sé að hafa no-spin aftan og framan í bíl sem er ávalt sídrifinn eins og til dæmis Range Rover??

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Stebbi » 09.feb 2010, 17:03

Jens Líndal wrote:Hvernig ættli sé að hafa no-spin aftan og framan í bíl sem er ávalt sídrifinn eins og til dæmis Range Rover??


Það kostar meiri dísel og meiri þolinmæði en venjulega. Að vera læstur að framan og aftan með eina mismunadrifið í kassanum setur allt álagið á millikassann, og hitar hann eftir því. Best væri að henda þessum rover kassa úr og setja eitthvað almennilegt í staðin.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Einar » 09.feb 2010, 20:34

Stebbi wrote:Það kostar meiri dísel og meiri þolinmæði en venjulega. Að vera læstur að framan og aftan með eina mismunadrifið í kassanum setur allt álagið á millikassann, og hitar hann eftir því. Best væri að henda þessum rover kassa úr og setja eitthvað almennilegt í staðin.


Hvers vegna ætti það að kosta meira eldsneyti og þolinmæði? Það er ekki alveg rétt að eina mismunadrifið yrði í millikassanum, það er ekki þannig að NoSpin sé alltaf læst. Þegar NoSpin aflæsir sér er engin tenging milli hægri og vinstri og þar með engin þvingun, annað hjólið fríhjólar. Síðan er millikassinn í Range Rover með læsanlegu mismunadrifi, eldri gerðir með mekanískri læsingu og þær yngri með sílikon læsingu.
Einn góður kostur við Range Rover millikassann er að lága drifið er lægra heldur en í flestum öðrum standard millikössum eða 3,32:1 ef ég man rétt, hann er hreint ekki svo vitlaus millikassi. Ég hef ekki reynslu af því hvernig NoSpin vinnur með sídrifi, bara með hefðbundnum millikassa og þar virkar það vel, en ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga með sídrifi en ef einhver hefur prófað væri gaman að heyra hvernig það er.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Stebbi » 09.feb 2010, 22:44

Ef þú hefur notað no-spin læsingar þá ættirðu að vita það að þær losa ekki alltaf þegar er slegið af eða kúplað, þessar læsingar eru ekki notendavænar að framan á meðan framdekkin hafa gott grip. Ef að það væri hægt að taka Reinsan úr framdrifi og lokum þá er þetta eitthvað sem er auðveldlega hægt að lifa með en á meðan hann er sídrifin þá er þetta ekki spennandi kostur og síst af öllu á malbiki. Góð lausn á því er að nota millikassa sem aftengir framdrifið og með því sparast díselolía í þessu tilfelli, 4D56 getur eytt fullt af olíu ef þyngslin eru þeim meiri.
NP242 væri góður eða NP232, þeir er báðir með 2.72 í lága og 242 er með sídrifi líka.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Jens Líndal » 10.feb 2010, 00:09

Ég verð að vera sammála Einari hér varðandi að ég sé ekki alveg af hverju það ætti endilega að myndast meiri þvingun þó það séu No-Spin læsingar á báðum endum sé mismunadrif í millikassanum. En það myndast eflaust álag á dótið þegar millikassinn er læstur. Ef maður er með bíl með "venjulegum" millikassa og með nospin að aftan þá er allt álag á einum öxli og einu dekki í beigjum en sé maður með sídrif og nóspin framan og aftan þá deilist álagið á annann öxul og annað dekk og fer held ég betur með drifrásina, og ég get heldur ekki ýmindað mér að það myndist einhver þvingun eða álag í td þjóðvegaakstri þó nóspin séu í báðum hásingum. En þar fyrir utan þá er Reinsinn með svo fullkomna fjöðrun að það þarf engar læsingar í hann :) En mér fynnst gaman að spá í þessu, og ég tel að það sé engin fyrirstaða að hafa nóspin í áðum hásingum á bíl með sídrifi.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Einar » 10.feb 2010, 00:13

Ég var með NoSpin að framan og aftan í Scout jeppa og um leið og ég hagaði aksturslaginu eftir því hvernig þær vinna höguðu þær sér eins og englar, ég varð nánast ekki var við framlæsinguna en sú aftari átti til að læsa í beygjum ef maður beitti vélaraflinu eitthvað. Ég varð ekki var við að þær væru í vandræðum með að sleppa nema þær væru undir álagi ( í inngjöf). Það var ekkert mál að hafa lokurnar á innanbæjar, ef millikassinn var ekki í framdrifi var læsingin álagslaus og aflæsti eftir þörfum og svipuð hegðun ætti að koma fram með mismunadrif í millikassa.
Ég er svo sem ekkert 100% viss um að NoSpin sé sniðug hugmynd í sídrifsbíl en þó er ekki útilokað að mismunadrifið í millikassanum sé nóg til að þær hagi sér almennilega á hörðu undirlagi. Þær verða alltaf svolítið grófur búnaður en það er líka hægt að treysta því að þær virka alltaf og samstundis og þær bila ekki nema þær brotni og þá þarf mikið að ganga á.
NoSpin læsingar virkar þannig að þær eru læstar þangað til annað hjólið er þvingað til að fara hraðar, t.d. þegar tekin er beyja þarf ytra hjólið að fara lengri vegalengd og snýst þá örlítið hraðar heldur en innra hjólið. Ytri öxulinn aftengist þá frá drifinu og fríhjólar en drifið er á innra hjólinu. Um leið og farið er beint aftur læsist öxullinn aftur við drifið. Læsingin leyfir öxlunum aldrei að snúast hægar en drifið.

Kostir:
Alltaf til taks, samstundis.
Gefa aldrei eftir.
Sterkar
Frekar ódýrar
Engar loft eða rafmagnslagnir sem geta bilað, ekki einu sinni barkar.
Einfaldar í ísetningu.
Hægt að fá þær í mikinn fjölda mismunandi hásinga.
Áratug reynsla af þeim.

Gallar:
Grófar, heyrast stundum högg og læti þegar þær eru að vinna.
Hægt að rökstyðja að þær séu ekki heppilegasti búnaðurinn í jeppa sem er mikið notaður innanbæjar.
Geta undir sumum kringumstæðum verið varasamar í hálku.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Stebbi » 10.feb 2010, 07:41

Einar wrote:ef millikassinn var ekki í framdrifi var læsingin álagslaus og aflæsti eftir þörfum


Í sídrifs bíl eins og range rover þá er alltaf eitthvað átak á framhjólin og þarafleiðandi alltaf tilhneiging til að læsa framdrifinu og þá er ekki mikið beygt á sumrin. Þetta virkar fínt í snjó, hálku og drullu en er óvinur ökumansins á þurru malbiki. Annars eru No-spin frábærar læsingar og menn eiga hiklaust að nota þær að aftan en hugsa sig tvisvar um með framdrifið sérstaklega ef það er ekki hægt að taka úr framdrifinu.
Síðast breytt af Stebbi þann 10.feb 2010, 20:40, breytt 1 sinni samtals.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá gislisveri » 10.feb 2010, 09:43

Góð umræða, ég er margs vísari.
Kv. Gísli


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá JHG » 17.feb 2010, 17:32

Ég hef verið með Torsen læsingu að aftan í Blazer K5 (12 bolta hásing) og hún er algjör snilld. Tekur á báðum dekkjum þegar þarf á að halda en heyrir aldrei í þessu. Ekki er verra að maður þarf bara venjulega gírolíu á drifið og hún á víst að endast bílinn.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá JonHrafn » 27.feb 2010, 21:36

Hverjir eru að selja no-spin læsingar hérna á klakanum í toyotu hásingar og hvað eru þær að kosta?


gto
Innlegg: 67
Skráður: 01.feb 2010, 13:14
Fullt nafn: Gunnar Tryggvi Ómarsson

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá gto » 27.feb 2010, 21:59

arnisam wrote:Sælir félagar. Miklar vangaveltur í gangi hérna, ætla að fara að breyta Jeep Wrangler og er búinn að vera að viða að mér efni í málið. Ég er bara ekki alveg viss hvaða leið maður ætti að fara í læsingamálum, geri svona ráð fyrir að vera með D30R að framan og líklega ford 8.8 að aftan. Þið sem hafið verið með auto læsingar (NoSpin, Aussie Locker), hvernig hafa þær verið að reynast hjá ykkur? Kananum finnst t.d. Aussie Lockerinn vera góður að framan í flestum tilfellum. Væri til í að heyra góð rök og reynslusögur.

ASSA

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Ingaling » 28.feb 2010, 23:40

gto wrote:
arnisam wrote:Sælir félagar. Miklar vangaveltur í gangi hérna, ætla að fara að breyta Jeep Wrangler og er búinn að vera að viða að mér efni í málið. Ég er bara ekki alveg viss hvaða leið maður ætti að fara í læsingamálum, geri svona ráð fyrir að vera með D30R að framan og líklega ford 8.8 að aftan. Þið sem hafið verið með auto læsingar (NoSpin, Aussie Locker), hvernig hafa þær verið að reynast hjá ykkur? Kananum finnst t.d. Aussie Lockerinn vera góður að framan í flestum tilfellum. Væri til í að heyra góð rök og reynslusögur.

ASSA

hvað meinaru með ASSA?
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá gislisveri » 28.feb 2010, 23:45

Slagbrandur

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Ingaling » 09.mar 2010, 22:54

Er einhver að selja þessa Aussie lockers á íslandi?
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá jeepson » 10.mar 2010, 00:11

Nú dettur mér í hug að forvitnast aðeins. Ég kan nú ekki mikið á þetta læsingadót. ég átti ranger með nospin að aftan og menn sögðu altaf við mig að annaðhvort virkar þetta eða ekki. Bíllinn minn var altaf læstur þannig að læsingin var greinilega föst. En jæja það var nú ekki það sem að ég ætlaði aðalega að forvitnast um þó svo það væri gjarnan gaman á fá svar við því að það er sem er að festast í svona læsingu. En nú minnir mig endilega að einhver hafi hvíslað að mér að t.d unimoc væri með barkalæsingu. Er ekki hægt að fá svona búnað í jeppa eins og t.d suzuki sidekick. Svona læsing sem er læst með barka ætti nú síst að svíkja mann svo lengi sem að barkinn ryðgar ekki fastur :) En Já endilega svarið þessu þið fróðu jeppa menn. ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Einar » 10.mar 2010, 20:00

Eðlileg virkni í NoSpin er "læst", eina leiðin til að aflæsa er þegar annað hjólið er þvingað til að fara hraðar, t.d. í beygju þá fer ytra hjólið hraðar og losnar þar með úr læsingunni en aflið fer alltaf til innra hjólsins. Einmitt þess vegna hættir bílum með NoSpin til að haga sér leiðinlega innanbæjar, í beygju léttir bíllinn á innra hjólinu þegar hann legst í beygjuna og vegna þess að allt aflið fer á það hjól hættir bílnum til að spóla örlítið, þá ná hjólin aftur sama hraða og um leið smellur ytra hjólið aftur í læsinguna með tilheyrandi "NoSpin smelli" og braki.
Ef annað hjólið fer á loft eða lendir t.d. á ís heldur læsingin alltaf 100% læst vegna þess að það er ekkert sem þvingar hjólið til að fara hraðar og jafnvel þó að einhver myndi standa við hjólið og snúa því hraðar en hinu og losa þar með læsinguna þá myndi það ekki skipta neinu máli vegna þess að aflið færi samt til hjólsins sem stæði á föstu af því að það snýst hægar.
NoSpin gefur aldrei eftir vegna þess að hún getur ekki gefið eftir, eins og áður sagði er eina leiðin til að losa um hana ef ytri kraftar þvinga annað hjólið til að fara hraðar og þá losnar bara það hjól og það skiptir engu máli, hitt hjólið er áfram læst og bara annað hjólið getur losnað í einu. Og hjólið sem fer hægar er hjólið sem hefur grip.
Vona að þetta skiljist svona um það bil.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá jeepson » 10.mar 2010, 20:06

En vitið þið sérfræðingarnir hvort það sé hægt að fá barka læsingu í t.d sidekick. Mig hefur langað að prufa þessar barklæsingar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá ellisnorra » 10.mar 2010, 20:51

Einar ertu alveg 100% á því að þetta sé rétt hjá þér? Ef svo er, hvað hefuru á bakvið þá vitneskju?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá jeepcj7 » 10.mar 2010, 21:08

Þetta er bara nokkuð góð lýsing hjá Einari á Nospin læsingunni sem aldrei svíkur.:)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá Einar » 10.mar 2010, 21:16

Ég lærði þessi fræði fyrir nokkuð löngu síðan og þau passa nokkuð vel við mína eigin reynslu af þessum ágætu læsingum en ég átti einu sinni Scout með NoSpin í báðum hásingum. Það rótvirkaði :)
Hverju af þessu vilt þú ekki trúa?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvaða læsingar eru bestar???

Postfrá ellisnorra » 10.mar 2010, 21:32

Hehe ég vill alveg trúa, kannski trúir maður bara of miklu oft, sumt fólk vill bara fullyrða eitt og annað að þetta virki svona og hinsegin án þess að vita nokkuð um það, og ég hef einmitt heyrt aðra útgáfu af meintri virkni nospin :) Allsekki illa meint og miðað við smá googl þá virðist þú vera í þeim hóp sem veit eitthvað um hvað þeir eru að tala um :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur