Uppskrift af góðri fjöðrun

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Uppskrift af góðri fjöðrun

Postfrá Hfsd037 » 27.apr 2013, 20:04

Sælir

Nú á að fara í hásingu að framan og ég er að velta fyrir mér góðri uppskrift af fjöðrunabúnaði undir hann í leiðinni
Ég vil hafa jeppan ofurmjúkan í fjöðrun þegar ég ferðast utanvegar en þá kemur það nátturulega niður á þjóðvegarakstrinum sem skítsleppur ef hann er ekki of svagur.
hver er gullni meðalvegurinn í þessu öllu saman, eru loftpúðar málið eða stillanlegir demparar?
Ég er að spá í setti allan hringin, hann er mjög góður að aftan eins og er, með Patrol gormunum og KONI og ég hef lítið út á það að setja.
Jeppinn er sirka 2030 kg fullur af olíu minnir mig

Gormar vs loftpúðar?
Gas vs Coil?

Endilega komið með reynslusögur


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Uppskrift af góðri fjöðrun

Postfrá ivar » 27.apr 2013, 20:27

Það vantar kannski þarna inn hvað þú ætlar að eyða miklu í þetta verkefni þitt?

Mín reynsla af ofurmjúkri fjöðrun að hún sé almennt léleg fyrir mína notkun. Kannski þægilegt á malarvegum og minni ójöfnum en þeim mun slakari þegar eitthvað gengur á.

M.v. textan ertu á gamla patrol eða hvaða farartæki ertu með? Ef svo er þá er besta lausnin að mínu mati fyrir hóflegt fé OME gormar og demparar að framan (lengri dempararnir og 10-12,5cm lengri gormar) og OME gormar að aftan og Koni stillanlegir að aftan. Get útvegað þér númerið á KONI ef þú ætlar þessa leið en annars nenni ég ekki að skríða í drullunni.

Ef þú ert að fara í meiri pælingar en þetta þá skal ég koma með dýpra input.
Slaglengd er í mínum huga eitt aðal atriðið því þá getur þú leyft þér að vera með "mýkri" fjöðrun án þess að vera að lenda í samslætti. Ég er t.d. með c.a. 28cm að framan og 35cm að aftan í slaglengd og er mjög ánægður með það.
Loftpúðar hafa nokkra kosti s.s. mýkri fjöðrun og stillanleg hæð/stífleiki en líka sína galla s.s. meira viðhald, flóknari stýring og getur gefið sig þegar síst passar.

Síðan hvað varðar fjöðrunarsetup skiptir líka máli hvað þú ert að nota bílinn í.
Ég valdi að fara í 3link að framan með breitt á milli fóðringa á hásingu til að minnka velting því ég vil hafa bílinn stöðugann á vegi og í begjum og er tilbúinn að fórna smá veltifjöðrun á fjöllum fyrir það. Á móti leyfi ég afturhásingunni að velta út um allt og er með 4 link með löngum stífum og ekkert of mikið bil á milli þeirra.

Næst skref sem ég færi í væri coil over demparar að framan með bypass dempara en þá kostar líka settið hvor meginn kannski ~2-500þ og spurning hvort það séu fjármunir sem þú vilt setja í fjöðrun.
(http://www.f-o-a.com/ eru ódýrir í svona pælingum)

Niðurstaða fyrir mína notkun er því

3 link að framan og 4 link að aftan.
Helst allt gormar en er með púða að aftan í dag til að geta breytt hleðslu
Langar stífur, láréttar framstífur
Olíufylltir KONI demparar því það er hægt að stilla þá á allan veg.
Reyna að ná 40cm slaglegnd og hafa hana kannski 40%/60% saman/sundur.

Hana, búinn að skrifa það sem fyrst kom upp í hausinn. Vona að það hjálpi.

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Uppskrift af góðri fjöðrun

Postfrá Hfsd037 » 27.apr 2013, 20:51

ivar wrote:Það vantar kannski þarna inn hvað þú ætlar að eyða miklu í þetta verkefni þitt?

Mín reynsla af ofurmjúkri fjöðrun að hún sé almennt léleg fyrir mína notkun. Kannski þægilegt á malarvegum og minni ójöfnum en þeim mun slakari þegar eitthvað gengur á.

M.v. textan ertu á gamla patrol eða hvaða farartæki ertu með? Ef svo er þá er besta lausnin að mínu mati fyrir hóflegt fé OME gormar og demparar að framan (lengri dempararnir og 10-12,5cm lengri gormar) og OME gormar að aftan og Koni stillanlegir að aftan. Get útvegað þér númerið á KONI ef þú ætlar þessa leið en annars nenni ég ekki að skríða í drullunni.

Ef þú ert að fara í meiri pælingar en þetta þá skal ég koma með dýpra input.
Slaglengd er í mínum huga eitt aðal atriðið því þá getur þú leyft þér að vera með "mýkri" fjöðrun án þess að vera að lenda í samslætti. Ég er t.d. með c.a. 28cm að framan og 35cm að aftan í slaglengd og er mjög ánægður með það.
Loftpúðar hafa nokkra kosti s.s. mýkri fjöðrun og stillanleg hæð/stífleiki en líka sína galla s.s. meira viðhald, flóknari stýring og getur gefið sig þegar síst passar.

Síðan hvað varðar fjöðrunarsetup skiptir líka máli hvað þú ert að nota bílinn í.
Ég valdi að fara í 3link að framan með breitt á milli fóðringa á hásingu til að minnka velting því ég vil hafa bílinn stöðugann á vegi og í begjum og er tilbúinn að fórna smá veltifjöðrun á fjöllum fyrir það. Á móti leyfi ég afturhásingunni að velta út um allt og er með 4 link með löngum stífum og ekkert of mikið bil á milli þeirra.

Næst skref sem ég færi í væri coil over demparar að framan með bypass dempara en þá kostar líka settið hvor meginn kannski ~2-500þ og spurning hvort það séu fjármunir sem þú vilt setja í fjöðrun.
(http://www.f-o-a.com/ eru ódýrir í svona pælingum)

Niðurstaða fyrir mína notkun er því

3 link að framan og 4 link að aftan.
Helst allt gormar en er með púða að aftan í dag til að geta breytt hleðslu
Langar stífur, láréttar framstífur
Olíufylltir KONI demparar því það er hægt að stilla þá á allan veg.
Reyna að ná 40cm slaglegnd og hafa hana kannski 40%/60% saman/sundur.

Hana, búinn að skrifa það sem fyrst kom upp í hausinn. Vona að það hjálpi.



Takk fyrir frábært innlegg og skjótt svar

Helst væri maður til í að hafa gorma allan hringin og sleppa við loftpúðadótið, en afhverju eru menn oftast með loftpúða eingöngu að aftan á pallbílum?
Ég hleð oft mjög miklu og þungu dóti á pallinn hjá mér og ég sé ekki annað en að það sé í lagi, hann fer örlítið niður að aftan en ekki það mikið að maður sé eitthvað að spá í því.

Hugmyndin er að vera með 3-link að framan en ég er með 4-link að aftan, en ef mig langði í lengri stífur hvaða stífur myndi maður þá nota aðrar en lc70 stífurnar?
Ég er einnig með stillanlega KONI að aftan og hafa þeir hentað mér mjög vel, pinninn er að vísu boginn og það er kominn tími á að láta gera þá upp þeas ef þeir eru ekki ónýtir vegna bogins pinna, kannski sleppur það.
En OME gormar og demparar að framan, góð hugmynd! takk
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Uppskrift af góðri fjöðrun

Postfrá ivar » 27.apr 2013, 20:59

4 link stífur er ekkert mæal að smíða og þá í hvaða lengd sem er.
ET selur augu og fóðringar í svona smíði á gott verð.
Ég er með púða að aftan því ég fann ekki hentuga gorma í þessari slaglengd. Síðan er mjög gott að geta hlaðið mis mikið en bíllinn hjá mér er frá 3,6-5,2tonn eftir ferðum svo það munar um þessa púða.

N1 gerir upp flest alla KONI og boginn festing er örugglega ekkert mál.


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Uppskrift af góðri fjöðrun

Postfrá Nóri 2 » 28.apr 2013, 15:56

það er nú ekki spurning annað en að vera með púða að aftan ef þú ert með einhver þunga t.d. með drassl á pallinum og kerru. við erum margir með púða hérna og það hefur bara aldrei verið neitt vesen með þá. fínt að hafa gorma að framan en gorma myndi ég bara aldri nota undir hjá mér að aftan ef ég væri að fara að smíða fjöðrun.
en ef þú ætlar að keyra um á malbikinu og aldri með neitt dót með þér þá er ekkert að því að vera á gormum


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir