Síða 1 af 1

Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 10:24
frá gislisveri
IMAG0394.jpg


Þessum bíl, með áletrunina Mjallhvít á hliðinni, var lagt í fatlaðrastæðið sem hann sést hér bakka út úr í u.þ.b. 10-15 mínútur fyrir utan Laugardalshöll í gærkvöldi. Ekki var sýnilegt hjólastólaspjaldið í framrúðunni og ekki var að sjá á manninum sem labbaði inn í höllina að hann ætti við fötlun að stríða, amk. ekki líkamlega.

Ekki veit ég hvað þeim gekk til, en ég vil benda á að þetta bætir ekki úr skák fyrir okkur jeppamenn, á þessum tímum þegar verið er að loka hálendinu fyrir okkur.

M.ö.o. - ef þú ætlar að haga þér eins og dólgur í umferðinni, fáðu þá yarisinn lánaðan hjá konunni.

Röfli lýkur.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 10:35
frá ellisnorra
Læk á svona póst :)

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 11:36
frá Magni
virðist vera nóg af lausum stæðum þarna...

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 11:37
frá Bokabill
Hélt hann að það væri landsfundur?
Image

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 12:03
frá hobo
Puff, típískur Hilux eigandi.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 12:34
frá Izan
Sælir

Það er engin afsökun fyrir heilbrigt fólk að leggja í stæði fyrir fatlaða en það er klárlega möguleiki í stöðunni að eigandi þessa bíls eða umráðamaður í þetta sinn sé fatlaður eða með fatlaða farþega og hafa þá allann rétt til að leggja í slíkt stæði.

Var ekki saga hér um daginn þar sem einhver sagðist hafa bölvar í sand og ösku stálheilbrigðum manni sem stökk eins og ballettdansari út úr bíl í stæði sem var ætlað fötluðum en fáeinum andartökum síðar bar hann mikið fatlaða dóttur sína úr farþegasætinu.

Bara einn vinkill á málinu,

Kv Jón Garðar

P.s. þið munið alveg að það er ekki harðbannað að leggja í þessi stæði heldur eru þau ætluð þeim sem þurfa þau.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 15:23
frá gislisveri
Það var nokkuð augljóst í þessu tilviki að það var enginn fatlaður um borð í bílnum, annars hefði ég nú ekki gert veður út af þessu.

Ég horfði á farþegann fara bæði inn í höllina og út aftur og hann átti nú ekki erfitt með gang, bílstjórinn sat sem fastast, en ef hann er nú fatlaður, þá gerir hann sér lífið ekki auðveldara með því að sitja flötum beinum upphækkuðum beinskiptum Hilux.

Persónulega var ég nú ekkert móðgaður, enda bíllinn ekki fyrir mér, en þetta kemur óorði á okkur alla, líka þá jeppamenn sem myndu aldrei láta sér detta þetta í hug, við erum undir sama hattinum hjá latteliðinu í 101.

Nöldurkveðja,
Gísli.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 16:05
frá Ofsi
http://www.facebook.com/#!/groups/311682785606328/

Þessi síða heitir verst lagða bílnum. Við jeppakarlar komum því miður óþarflaga oft við sögu þarna. Annars oft bráð fyndinn síða og smellin komment við myndirnar

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 17:20
frá jeepson
Maðurinn hlýtur að hafa verið andlega fatlaður fyrst að hann lagði þarna. Eða ég stend altaf í þeiri meiningu þegar að heilbrygt fólk leggur í stæði fyrir fatlaða.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 20:20
frá gislisveri
jeepson wrote:Maðurinn hlýtur að hafa verið andlega fatlaður fyrst að hann lagði þarna. Eða ég stend altaf í þeiri meiningu þegar að heilbrygt fólk leggur í stæði fyrir fatlaða.


Kannski bara fatlaður í siðferðinu?

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 20:49
frá jeepson
gislisveri wrote:
jeepson wrote:Maðurinn hlýtur að hafa verið andlega fatlaður fyrst að hann lagði þarna. Eða ég stend altaf í þeiri meiningu þegar að heilbrygt fólk leggur í stæði fyrir fatlaða.


Kannski bara fatlaður í siðferðinu?


Já það gæti líka verið.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 21:06
frá Stebbi
gislisveri wrote:
jeepson wrote:Maðurinn hlýtur að hafa verið andlega fatlaður fyrst að hann lagði þarna. Eða ég stend altaf í þeiri meiningu þegar að heilbrygt fólk leggur í stæði fyrir fatlaða.


Kannski bara fatlaður í siðferðinu?


Kanski er þetta bara hreinræktaður íslenskur letihaugur sem vildi helst leggja með bílstjórahurðina upp við innganginn á húsinu.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 23:37
frá S.G.Sveinsson
Izan wrote:Sælir
P.s. þið munið alveg að það er ekki harðbannað að leggja í þessi stæði heldur eru þau ætluð þeim sem þurfa þau.


Rang það ER HARÐ BANAÐ AÐ LEGJA Í STÆÐI MERKT FÖTLÖÐUM!!!!!!!!!!!!!

Hér er bein tilvitnun í umferðarlögin og að neðan er tengil inná vef Alþingis þar sem lögin má finna í held sinni sem og allar viðeigandi skilgreiningar sem men gætu þurft á að halda ef þetta vest fyrir þeim eithvað.

Umferðarlög
1987 nr. 50 30. mars

28. gr. Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því:
a. á gangbraut eða í minna en 5 metra fjarlægð áður en að henni er komið,
b. á vegamótum eða í minna en 5 metra fjarlægð frá næstu brún akbrautar á þvervegi,
c. þannig að skyggi á umferðarmerki eða umferðarljós,
d. í göngum eða undir brú,
e. í eða við blindhæð eða beygju eða annars staðar þar sem vegsýn er skert,
f. þar sem akbraut er skipt í akreinar með hindrunarlínu eða svo nálægt slíkri línu að torveldi akstur inn á rétta akrein,
g. á hringtorgi,
h. á merktu stæði fyrir leigubifreiðir til mannflutninga …,1)
i. í minna en 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða,
[j. á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra.]1)
Eigi má leggja ökutæki:
a. á brú,
b. þar sem ekið er að eða frá húsi eða lóð eða þannig að torveldi akstur þangað eða þaðan,
c. við hlið ökutækis, sem stendur við brún akbrautar, annars en reiðhjóls, létts bifhjóls eða bifhjóls,
d. þannig að hindri aðgang að öðru ökutæki eða færslu þess af staðnum, og
e. við vatnshana slökkviliðs.



Ps: ef ég bara algerlega misti af eithverji laumukaldhæðni það biðst ég velvirðinagr á því en það væri nú bara ágæt fyrir okkur flesta að lessa þetta laga rugl inná milli svo við séum nú með þetta á hreinu.

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 25.apr 2013, 23:44
frá Kiddi
Ef menn ætla að fara að vitna í lögin þá er kannski betra að skoða allar lagagreinarnar... en það er sumsé undanþága fyrir fatlaða.

[XI. a. Séraðstæður hreyfihamlaðra.]1)
1)L. 48/1997, 6. gr.
[78. gr. a. [Ráðherra]1) getur sett reglur2) um undanþágu fyrir hreyfihamlaða frá reglum um stöðvun og lagningu ökutækja, þar á meðal reglum um notkun stöðureita og gjald fyrir hana.]3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 369/2000, sbr. 592/2002. 3)L. 48/1997, 6. gr.


nú svo er meir að segja til reglugerð líka http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... mla%C3%B0a

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 26.apr 2013, 03:52
frá Hfsd037

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 26.apr 2013, 12:12
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:Einn geðfatlaður http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP1056


Augljóslega leikið samt :)

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 26.apr 2013, 18:05
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:
Hfsd037 wrote:Einn geðfatlaður http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP1056


Augljóslega leikið samt :)


Maður spyr sig, heimskan vellur upp úr mörgum

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 26.apr 2013, 19:33
frá lecter
þetta er orðið svo mikið mál að ég mæli með að menn bæti við öðru stæði við hliðina mert jeppum með jeppa merki ,, þá gerist þetta leiðinlega óhapp ekki aftur ,,sem var greinilega alveg óvilja verk þar sem gleymst hefur að mála jeppa stæðið við hliðina

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 27.apr 2013, 22:16
frá grimur
Vinnufélagi minn lenti í því að vera eltur inn í verslun og húðskammaður fyrir að leggja í stæði fyrir fatlaða. Svipurinn á hinum reiða samborgara var víst ansi flottur þegar vinnufélaginn togaði upp buxnaskálmina og sýndi gervifótinn.

Sumir geta hins vegar sjaldnast lagt eins og menn. Ég hef nokkrum sinnum séð svartan Ford með einkanúmerið"bæbæ" lagt nánast fyrir dyrnar á verslunum, ofan á heilli gulri línu og fyrir rampa. Sá virtist ekki vera fatlaður en kannski vantar eitthvað í hann.

Kv
Grímur

Re: Lagt í fatlaðrastæði

Posted: 27.apr 2013, 23:19
frá HaffiTopp
Ég hafði orð við einn mann sem lagði bílnum frama við aðalingang verslunarkjarna hér á Akranesi og spurði hvort hann ætlaði að leggja þarna. Hann játti því og ég sagði hann vera fullann af tillitsemi. Hann strunsaði argur inn í búðina. Á bílastæði sama verslunarkjarna lagði ég bílnum í stæði eins og venjulegum manni sæmir, en þegar ég kom út höfðu tveir búðarfarar ekki haft fyrir því að ganga frá kerrunum og þær báðar fokið á jeppann minn. Sá reyndar ekki á bílnum en ég var öskuvondur.

grimur wrote:Sumir geta hins vegar sjaldnast lagt eins og menn. Ég hef nokkrum sinnum séð svartan Ford með einkanúmerið"bæbæ" lagt nánast fyrir dyrnar á verslunum, ofan á heilli gulri línu og fyrir rampa. Sá virtist ekki vera fatlaður en kannski vantar eitthvað í hann.
Kv
Grímur


Það er góð hugmynd finnst mér að vera með pílujárnið í vasanum þegar maður fer útí búð og lendir í svona aðstæðum. Hleypa bara úr dekkjunum hjá tillitslausa fólkinu, og jafnvel best ef maður nær að gera það framan við nef eiganda bílsins. Og ef eigandinn fer að þenja sig þá segist maður bara vera gera það sem manni langi til að gera, alveg eins og sá tillitslausi bíleigandi er að gera með að leggja fyrir gönguleið. Maður er nú í rauninni ekki að skemma neitt fyrir neinum ;)
Svo er hægt að bjóðast til að bæta fyrir þetta og pumpa aftur í dekkin sé bílaeigandinn til í að færa bílinn og hætta þessari iðju.
Svo má líka einfaldlega vera með tilbúinn miða í vasanum með nokkrum vel völdum orðum og smella því undir þurrkublaðið hjá viðkomandi :P