Síða 1 af 1
Patrol
Posted: 23.apr 2013, 22:38
frá bjargó
Er með '99 módelið af Patrol á 35" dekkjum, það lekur olía við hægra framdekk.Getur verið að hjólalegur séu farnar og jafnvel spindillegur ?
Þarf að skipta um eða er nóg að herða uppí þeim ?
Re: Patrol
Posted: 23.apr 2013, 22:43
frá vidart
Ég lenti í þessu í fyrra, þá þurfti að skipta um leguna.
Re: Patrol
Posted: 23.apr 2013, 22:45
frá solemio
nánast viss um að þú þarft að skipta um pakkdósina sem er á milli liðhús og hásingar og svo þéttingarnar á kúlunni
Re: Patrol
Posted: 23.apr 2013, 23:01
frá bjargó
Er þetta mikill kostnaður ? Og hvar er best að kaupa í þetta ?
Re: Patrol
Posted: 23.apr 2013, 23:06
frá Gunnar00
ég er svona 30-45 mín að skipta um pakkdósina, hún er yfirleitt orsökin þess að liðhúsið fer að leka. þetta ætti ekki að kosta mikið, ódýrast að gera þetta sjálfur. muna bara að þrífa vel liðhúsið og smyrja liðinn aftur með koppafeiti, og athuga hvort það vanti nokkuð á drifið ef það lekur mikið.
Re: Patrol
Posted: 24.apr 2013, 00:27
frá Freyr
Ástæðan fyrir þessum leka er sjaldnast eins og sér sú að dósin í stútnum eða sleikjuhringirnir á liðhúsinu séu ónýtir. Það sem er lang algengast er að það kemur slag í spindillegurnar (nær alltaf þá neðri vegna ryðs) sem veldur því að hreyfing verður á liðhúsinu og þá fer olían af drifinu að hlaupa út með pakkdósinni út í liðhúsið og þaðan út með sleikjuhringjunum.
Hjólalegur hafa ekkert með svona leka að gera en það eru miklar líkur á að það þurfi að a.m.k. skipta um feiti í þeim og sennilega skipta ef þær eru ekki nýlegar.
Kv. Freyr
Re: Patrol
Posted: 24.apr 2013, 00:29
frá stjanib
bjargó wrote:Er þetta mikill kostnaður ? Og hvar er best að kaupa í þetta ?
Pakkdós að framan kosta hjá BL í kringum 4 þús og mig minnir í stál og stönsum í kringum 2þús. Ég hef oft heyrt að best sé að nota orginal en menn eru með mismunandi skoðanir eins og á flestu.
Re: Patrol
Posted: 24.apr 2013, 12:24
frá bjargó
Tók eftir því þegar ég kom út í morgun að dekkið er farið að halla svolítið inní hjólaskálina.
Hefur einhver lent í þessu ?
Re: Patrol
Posted: 24.apr 2013, 13:10
frá jongud
Þarna gæti verið vel slitin spindillega, um að gera að kíkja á þetta sem fyrst.
Re: Patrol
Posted: 24.apr 2013, 17:06
frá bjargó
Takk fyrir þetta,hann fer á verkstæði á föstudaginn.
Re: Patrol
Posted: 31.okt 2013, 19:39
frá bjargó
123