Síða 1 af 1
					
				Smellir / högg í 242 millikassa
				Posted: 23.apr 2013, 22:12
				frá Valdi Alla
				Veit einhver hér hvernig stendur á höggum í 242 millikassa, það koma högg / smellur þegar gefið er í.  Er ekki alveg að átta mig á hvað er á seiði,
			 
			
					
				Re: Smellir / högg í 242 millikassa
				Posted: 23.apr 2013, 22:53
				frá AgnarBen
				Er í lagi með krossa í drifsköftum ?
Önnur hugmynd, ertu viss um að þetta sé í millikassanum, kemur þetta bara í fjórhjóladrifinu eða eitthvað slíkt ?  Ef þú ert með sjálfskiptingu þá má skoða hvort boltarnir (fjórir) sem halda flexplötunni við Convertorinn séu lausir eða komin sprunga í flexplötuna.  Þetta getur valdið alls konar skrýtnum hljóðum og höggum.  
Bara hugmynd !
			 
			
					
				Re: Smellir / högg í 242 millikassa
				Posted: 24.apr 2013, 08:35
				frá jongud
				Sammála Agnari, þetta gæti verið kross, en líka dragliðurinn. Slag í honum þarf ekki að vera mikið til að það glymji í drifskaftsrörinu.
			 
			
					
				Re: Smellir / högg í 242 millikassa
				Posted: 24.apr 2013, 09:14
				frá Valdi Alla
				Takk strákar, ég skoða þetta.