Síða 1 af 1

Fjármögnun

Posted: 23.apr 2013, 17:29
frá Doddi23
Sælir.

Hér er svolítið öðruvísi spurning.

Vitið þið hvar er möguleiki á að fá 70% (1.400.000-) fjármögnun til 4-5 ára á 2000 árgerð af bíl (atvinnutæki)
Arion banki sem ég er hjá miðar við hámark 13 ár og neitar því að lána út á svona gamlann bíl :(

Allar ábendingar væru vel þegnar.

Kv.
Doddi

Re: Fjäarmögnun

Posted: 23.apr 2013, 17:40
frá Ingójp
Talaðu bara við alla flóruna, Ef kennitalan er góð þá vill einhver hagnast á þér.

Re: Fjäarmögnun

Posted: 23.apr 2013, 18:08
frá ivar
Ég held samt að sama hversu góð kt er að bankarnir taka ekki 13 ára gamlan bíl fyrir 70% veði. Getur alveg fengið þetta lán en þá með eitthvað annað sem veð.
Athugaðu að veð getur verið allskonar skrítnir hlutir s.s. veð í veltu reikningi fyrirtækisins sem ætti að standa undir láninu ef þetta er ekki allt svart hjá þér.
Posagreiðslur gætu verið veðsettar o.s.fv.

Þannig getur þú sett bílinn, veltureikning félagsins (veð í tekjustreymi) og veð í posagreiðslum. Þá kannski fer eitthvað af þessu að snúast.

Annars er Landsbankinn lang liðlegastur að minni reynslu og ég mæli með þeim.

Re: Fjármögnun

Posted: 23.apr 2013, 22:28
frá lecter
findu bara nýrri bil ,