Síða 1 af 1

Musso 98

Posted: 22.apr 2013, 15:15
frá Berger1
Góðan daginn
Ég er með gamlan Musso 98 diesel turbo og það er komið slag í innri stýrisenda vinstra megin. Vandamálið er það að hvorki umboðið né varahluta verslanir eiga svona enda. það var breytt um enda árið 2000 og þá komu fínsnittaðir endar. Mér er sagt að Stál og stansar hafi verið að redda gömlum endum með því að pressa á þá, en það er náttúrulega bara tímabundin redding. mig langar til að athuga hvort að einhverjir hérna inni hafi einhverjar hugmyndir um hvernig ég get bjargað mér án þess að skipta um snekkju?

Re: Musso 98

Posted: 22.apr 2013, 19:03
frá toni guggu
Sæll þú kaupir fínsnittaðan stýrisenda og lætur snitta uppá nýtt og málið dautt.

kv Toni.

Re: Musso 98

Posted: 22.apr 2013, 22:45
frá HaffiTopp
Það er frekar aumt umboð sem getur ekki reddað einum skitnum stýrisenda samkvæmt grindarnúmeri.

Re: Musso 98

Posted: 22.apr 2013, 22:53
frá gunnireykur
hvað á stigningin að vera í endanum sem þig vantar?

Re: Musso 98

Posted: 23.apr 2013, 07:21
frá Berger1
þeir hjá umboðinu sögðu að það hefði verið reynt að snitta uppá nýtt en það hefði dregist útúr af því að það er ekki nógu sver endin á fínsnittaða endanum. Stigningin svona á að giska gæti verið 2,5 ca en á eftir að mæla það. Ég er að hugsa um að smíða bara millistykki sem breytir gengjunum það er alveg pláss til þess og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu í framtíðinni. En takk kærlega fyrir ábendingarnar ég á örugglega eftir að leita hingað oftar.