Hökt í 4Runner

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 19.apr 2013, 23:25

Spyr sá sem ekkert veit. Hvað getur verið að hrella mig þegar 4Runnerinn minn fíni höktir þegar verið er að keyra hann í rólegheitum.




ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ulfr » 20.apr 2013, 03:54

Þetta vandamál getur komið af ýmsum ástæðum, en ég myndi prófa að kanna hvor inngjafarbarkinn sé orðinn slakur.
Eins furðulega og það hljómar, þá getur of strekktur eða of slakur inngjafabarki valdið svona furðulegu hökti.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá smaris » 20.apr 2013, 12:25

Athugaðu hvort EGR ventillinn sé ekki í lagi. Keypti einu sinni bíl sem var með ógang í hægagangi en var fínn í akstri. Þá reyndist toppstykkið á EGR ventlinun ryðgað laust. Þegar stutt var ofan á það kom eðlilegur gangur í bílinn.

Kv. Smári.


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá Gunnar00 » 20.apr 2013, 12:33

athugaðu bensínsíuna, ég lenti einu sinni í því að bíllinn fór að hökta hjá mér í áreinslu en fínn í rólegheitum og það var bara bensínsían sem var orðinn stífluð.

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 10.júl 2013, 20:00

Búinn að gera ýmislegt ... en samt ekki sáttur. Er eitthvað sem heitir að hreinsa spíssa?


veddi.
Innlegg: 24
Skráður: 04.apr 2012, 22:43
Fullt nafn: Viðar Vilhjálmsson

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá veddi. » 13.júl 2013, 00:01

Eins og áður segir getur verið svo margt en hvað ertu búinn að útiloka ? Ertu búinn að skipta um bensinsíu , kerti , lok , hamar , kertaþræði og sérstaklega þráðinn frá háspennukefli ? Prufaðu annað kefli. Gott er að skipta um þjéttingar á spíssum ef það hefur aldrei verið gert. Gæti líka verið loftleki. Gat á lögn frá tanki og fl.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá Freyr » 13.júl 2013, 01:49

Gæti verið að draga falskt loft. Úðaðu brake cleaner á vacumlagnir, spíssaþéttingar, með soggrein o.s.frv. með hann í hægagangi og athugaðu hvort hann bæti við sig snúning. Ef hann gerir það er hann að draga falskt.

ATH: Passa sig á eldhættunni sem þessu fylgir!!!!!!!!!!


450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá 450-ingvar » 13.júl 2013, 22:07

Vacum slöngur gætu verið dottnar af eða sprungnir endar á slöngunum... hefur allavega áhrif á blöndungsbíl..
Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 26.júl 2013, 15:15

Sennilega var þetta mismundrifið að framan sem er búið að angra mig lengi. Fékk nýtt í vikunni eftir að hitt brotnaði með látum og bíllinn er allt annar.

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 16.nóv 2013, 14:47

Hver vill sálgreina þetta fyrir mig. Bíllinn búinn að hökta og vera leiðinlegur í marga mánuði þrátt fyrir ýmsar viðgerðir og lagfæringar en lagaðist aldrei neitt. Keypti nokkrum sinnum bætiefni á bensínið. Svo fer hann inn á verkstæði og fær nýtt mismundrif og er alveg hikstalaus á eftir í 2-3 vikur. Minn mjög ánægður. Svo byrjar höktið aftur og fer versnandi. Aftur fer hann inn á verkstæði og þá er settur nýr jafnvægisstangarendi, fjórar öxulhosur og spindilkúla. Núna er hann ekkert búinn að hökta í 4-5 vikur og virkar bare vel. Ég spyr ... veit ekkert. Nú hefði ég haldið að það sem var gert við valdi ekki endileg þessu hökti sem hefur verið að trufla mig. Hvað segja sérfræðingarnir?


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá KÁRIMAGG » 16.nóv 2013, 15:27

vacum slongurnar sem styra oxulholkinum i framdrifinu skoðaðu þær vel eða vacum punginn a drifinu


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá Haukur litli » 16.nóv 2013, 15:46

Startar hann eðlilega, heitur, kaldur og eftir akstur yfir ójöfnur?


veddi.
Innlegg: 24
Skráður: 04.apr 2012, 22:43
Fullt nafn: Viðar Vilhjálmsson

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá veddi. » 19.nóv 2013, 14:45

Ertu búinn að útiloka þessi atriði sem ég taldi upp ? Skrýtið að hann skuli lagast í hvert sinn sem hann fer inn á verkstæði.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá Startarinn » 19.nóv 2013, 16:10

Prófaðu að stífla slönguna fyrir vakúm kútinná bremsunum, minn pendlaði alltaf á snúningshraðanum í hægagangi ef ég steig á premsuna, tel nokkuð víst að kúturinn sé skemmdur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 02.des 2013, 02:03

Er mikið vesen að skipta um allt þetta vacum dót. Örugglega kominn tími á þetta eins og gengur. Annars er bíllinn búinn að vera fínn frá síðustu viðgerð. Ekkert hökt, hik og önnur leiðindi.

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 02.jan 2014, 00:07

Aðgerðarlisti síðasta árs.

Toyota 4Runner árg. 1992 (V6 bensín)
Ekinn 230 þús.
Ný dekk = kr. 130 þús. (31 tomma) (haust 2012)
Ný frambretti = kr. 130 þús. (haust 2012)
Stýrisendi og upphengja = 40 þús. (haust 2012)
Ný tímareim með öllu, vatnsdæla, kerti og nýr vatnskassi = 180 þús. (febrúar 2013)
Nýr hljóðkútur, bensínsía, kveikja og hjólastilling = 70 þús. (mars 2013)
Nýir kertaþræðir, loftflæðiskynjari og kveikjustilling - 60 þús. (maí 2013)
Nýjar hjólalegur, nýtt notað mismunadrif og dittað að - 85 þús. (júlí 2013)
Spindilkúla, jafvnvægisstangarendi og fjórar öxulhosur - 100 þús. (október 2013)

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 27.maí 2014, 22:38

Sennilega var þetta EGR ventillinn eftir allt saman. Strákarnir hjá Toyota tóku hann úr sambandi og bíllinn hefur verið til friðs eftir það.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá Svenni30 » 27.maí 2014, 22:57

Afhverju ertu alltaf að uppa þennan þráð ?? er ekki vandamálið leyst ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 13.apr 2015, 15:51

Nýtt notað háspennukefli sett í og breytti ekki neinu, skipt um súrefniskynjara í pústi og þá fór kagginn að haga sér nokkuð eðlilega og búinn að gera það í fjórar vikur. Hvað er hægt að gera meira til að fá aðeins meira stuð í þessa blessuðu vél?


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá grimur » 14.apr 2015, 00:45

Ég myndi ná mér í ca 3" high flow hvarfakút, kostar innan við $100 á ebay. Setja svo súrefnisskynjarann aftan við hann en ekki framan eins og orginal. Svera svo upp allt fyrir aftan. Jafnvel 3", að minnsta kosti 2.5".
Nýjar spíssaþéttingar.
Sjá aðeins til hvað þetta gerir, hann ætti að hætta að ganga eins og á innsoginu eins og þessir mótorar eru látnir gera frá fabrikkunni.
Ég boraði út EGR ventilinn í mínum í staðinn fyrir að gelda hann til að tempra eyðsluna.
Svo má flýta kveikjunni smá, passa bara að fá ekki bank.
Að lokum er hægt að setja MAF skynjara úr Celica Supra í staðinn fyrir original til að opna aðeins inn á hann, en það þarf að stilla hann inn.

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 15.apr 2015, 19:27

Takk fyrir þessar pælingar ... hef þetta í huga þegar pústið verður endurnýjað. Hvað með spíssana er það dýr aðgerð?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá Startarinn » 16.apr 2015, 15:43

Það sem háir þessari vél mest eru heddin, Kaninn hefur verið að stækka ventlana um 1mm sem gefur eitthvað smá og einnig er boðið uppá að endur renna knastásanna, þá eru knastarnir renndir minni og með aðeins annarri gráðu, en allar þessar breytingar skiluðu samt innan við 30 hö ef ég man rétt.

Það segir svolítið mikið um þennan mótor að mínu mati að það er nánast ekkert hægt að fá af hlutum til að auka aflið í þeim, nema kannski flækjur. Ég skoðaði þetta talsvert fyrir nokkrum árum útaf mínum bíl. Ég er allavega mun sáttari í dag með 2,3 volvo turbó heldur en þessa V6 vél
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ragnarma
Innlegg: 114
Skráður: 13.nóv 2012, 16:29
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Bíltegund: 4Runner

Re: Hökt í 4Runner

Postfrá ragnarma » 30.apr 2015, 00:45

up


Síðast fært upp af ragnarma þann 30.apr 2015, 00:45.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir