Síða 1 af 1

Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 18.apr 2013, 19:24
frá StefánDal
Var að enduruppgötva timarit.is. Þvílíka gullið sem hefur verið hægt að kaupa um það leiti sem ég hóf grunnskólagöngu mína.<
Image

Re: Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 18.apr 2013, 20:06
frá sukkaturbo
Sæll flott að sjá maður var búinn að auglýsa helling þarna á sínum tíma. Þarna er hviti Range roverinn sem þótti flottur á sínum tíma og er kanski enn kveðja guðni

Re: Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 18.apr 2013, 22:23
frá Skúri
Þetta er feitur auglýsinga pakki !

Ég man nú eftir flestum af þessum jeppum :-)

Ég held að aðeins tveir af þessum fjallajeppum sé ennþá á lífi, Aerostar-inn og CJ7 Willys-inn .

Guðni það er búið að rífa Ofur Rover-inn hvíta :-( , kramið fór af einhverju leiti í Willys-inn sem Gummi rennismiður á í dag.

Re: Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 19.apr 2013, 00:07
frá sukkaturbo
Já okey en gaman að sjá þessa gömlu vini maður var nú búinn að slefa yfir sumum af þessum bílum nokkrum sinnum. Var ekki Range Roverinn með 454 eða 455 c. kveðja guðni

Re: Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 19.apr 2013, 08:36
frá jongud
sukkaturbo wrote:Já okey en gaman að sjá þessa gömlu vini maður var nú búinn að slefa yfir sumum af þessum bílum nokkrum sinnum. Var ekki Range Roverinn með 454 eða 455 c. kveðja guðni

Ef þetta er Range-Roverinn sem var skrifuð grein um í Four-Wheeler þá var hann með Buick 455 og Benz gírkassa.

Re: Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 19.apr 2013, 09:54
frá Skúri
Kramið í Range Rover-num á þessum tíma var Dana 44 og 9" ford hásingar, vélin var 455 Buick með 5 gíra Benz kassa og Dana 300 millikassa.
Það tók þá Tryggva í Bílanaust og Smurlaug ca.3 ára að smíða þennan Rover fyrir Jón Ingvason , en hann er eigandinn af 6x6 49" Ford-inum á Selfossi.

Gummi rennismiður kaupir hann af Rúnari Skóara og setur undir hann Dana 60 afturhásingu og notar bílinn mikið með Ægir og co í Djöflagenginu þegar þeir voru ennþá að ferðast á jeppum.
Gummi rífur svo bílinn og notar kramið úr bílnum í Willys sem hann smíðaði, en í dag er bara hásingarnar eftir af Rovernum í Willys-inum þar sem hann er kominn með Musso túrbó díselvél í Willys-inn núna.

Þetta var á sínum tíma alflottast fjallajeppi landsins enda ekkert til sparað til að gera hann flottan.

Image

Image

Image

Re: Þegar smáauglýsingar í DV voru áhugaverðar...

Posted: 19.apr 2013, 10:00
frá Skúri
Gamli Willys-inn hans Jónasar "skóflu" lítur svona út í dag.

Fyrst eru samt tvær gamlar myndir af honum

Image

Image

Image