T-Max loftpressur


Höfundur þráðar
Einari
Innlegg: 21
Skráður: 18.apr 2013, 16:46
Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
Bíltegund: Toyota

T-Max loftpressur

Postfrá Einari » 18.apr 2013, 16:50

Sælir,

Hefur einhver hérna reynslu af þessum T-Max loftpressum sem Bílabúð Benna er að selja ?
Stærsta dælan sem þeir eru með er sögð 150 l/min og kostar eitthvað rétt undir 30k með 4x4 afslætti.




Gunnar G
Innlegg: 116
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Re: T-Max loftpressur

Postfrá Gunnar G » 18.apr 2013, 19:46

Er með svona dælu virkar fínt bara fá sér 8mm slöngu á hana svo hún virki vel


GHS
Innlegg: 8
Skráður: 25.júl 2010, 23:07
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson

Re: T-Max loftpressur

Postfrá GHS » 19.apr 2013, 21:12

Einari wrote:Sælir,

Hefur einhver hérna reynslu af þessum T-Max loftpressum sem Bílabúð Benna er að selja ?
Stærsta dælan sem þeir eru með er sögð 150 l/min og kostar eitthvað rétt undir 30k með 4x4 afslætti.


Var að skella þessu inn á annan þráð en þetta á mikið frekar heima hér, þegar og ef menn fara að leita sér upplýsinga.
Er með svona dælu, ekki komin mjög mikil reynsla á hana en eins og maður segir... so far so good.
Mældi tíman á 46" dekki.
Image

kv/GHS


tnt
Innlegg: 48
Skráður: 05.feb 2012, 16:10
Fullt nafn: Tryggvi traustason

Re: T-Max loftpressur

Postfrá tnt » 19.apr 2013, 21:59

er þetta ekki það sama?http://www.styri.is/2013/03/loftdaelur-2/
enda eru þessar dælur sem og margar ekki framleiddar af T-Max ,heldur fyrir T-max -þær kosta 29,800 án afls,hjá okkur.
kv TT


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: T-Max loftpressur

Postfrá birgir björn » 19.apr 2013, 22:23

er þetta ekki loftdæla frekar enn pressa? er ekki kútur á pressu

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: T-Max loftpressur

Postfrá Hagalín » 19.apr 2013, 22:31

GHS wrote:
Einari wrote:Sælir,

Hefur einhver hérna reynslu af þessum T-Max loftpressum sem Bílabúð Benna er að selja ?
Stærsta dælan sem þeir eru með er sögð 150 l/min og kostar eitthvað rétt undir 30k með 4x4 afslætti.


Var að skella þessu inn á annan þráð en þetta á mikið frekar heima hér, þegar og ef menn fara að leita sér upplýsinga.
Er með svona dælu, ekki komin mjög mikil reynsla á hana en eins og maður segir... so far so good.
Mældi tíman á 46" dekki.
Image

kv/GHS



Hvað meiga þessar dælur ganga lengi áður en að þær þurfa hvíld?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Rangur
Innlegg: 30
Skráður: 22.mar 2013, 09:29
Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
Bíltegund: Range Rover

Re: T-Max loftpressur

Postfrá Rangur » 19.apr 2013, 22:56

birgir björn wrote:er þetta ekki loftdæla frekar enn pressa? er ekki kútur á pressu


Geti hún þjappað lofti er hún væntanlega pressa. Þá má ímynda sér dekkið sem kút!

kv.

ÞÞ


GHS
Innlegg: 8
Skráður: 25.júl 2010, 23:07
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson

Re: T-Max loftpressur

Postfrá GHS » 20.apr 2013, 16:04

tnt wrote:er þetta ekki það sama?http://www.styri.is/2013/03/loftdaelur-2/
enda eru þessar dælur sem og margar ekki framleiddar af T-Max ,heldur fyrir T-max -þær kosta 29,800 án afls,hjá okkur.
kv TT


Í fljótu bragði þá virðast þessar dælur líta nánast eins út,
Erfitt að fullyrða eitthvað, en væntanlega eru þetta sömu dælurnar.

Kv/ghs


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir