Síða 1 af 1

aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 02:23
frá magnusv
sælir piltar, mér var að áskotnast dodge ram 1996 með 5,9 v8 magnum mótor.. mjög fínn bíll í alla staði nema hann er haugmáttlaus hjá mér

hann á erfitt með að komast uppí 100 og strögglar í brekkum hann skiptir sér niður stundum um nokkra gíra en samt eykst hraðinn ekkert

mótorinn er mjög flottur í gang það heyrist ekki eitt einasta tikk í honum og enginn reykur kemur heldur útum pústið nema eins og td í hlutlausum þá snýst hann eki upp fyrir 3-3500 snúninga

hvað haldiði að gæti verið að þessum gæða grip?? og hverjir eru ódýrastir í að láta lesa af bílnum?

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 04:31
frá jeepcj7
Það er greinilega eitthvað að og ég mæli með Kjartani Guðvarðar í Mosfellsbæ til að lesa bílinn og finna út úr þessum vanda.

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 07:34
frá sukkaturbo
Sæll svona til að nefna eitthvað einfalt prufaðu að taka loftsíuna úr og skoða bensínið. Spurning hvort það hafi verið dælt á hann disel olíu. kveðja guðni

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 07:36
frá gislisveri
Sammála Hrólfi, Kjartan hjá G.K. viðgerðum í Flugumýri, hann er þrælgóður og sanngjarn, sérfræðingur í öllu amerísku.
Þetta hljómar svoldið eins og stíflaður hvarfakútur, en ég þekki ekki hvort þessi árgerð er með slíkum búnaði. Er ekkert vélarljós?

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 13:01
frá Adam
Hvarfakútur,bensíndæla

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 20:25
frá magnusv
tjekk á honum og nei það er ekkert vélarljós og ekkert sem ég get heyrt í mótor.. og hvernig er það er hægt að sjá útur tölvulesninu að það þetta gæti verið stíflaður hvarfakútur??

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 22:03
frá kolatogari
ég lenti í því á raminum hjá mér að hvarfakúrueinn stýflaðist, sem betur fer var sprúnga á pústgreininni þannig að ég heyrðu blásturhljóðið þegar hann féll endanlega saman. Er knastásinn nokkuð orðinn óeðlilega slitinn?

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 17.apr 2013, 23:23
frá Forsetinn
Það er í sumum amerískum þannig að tölvan leyfir ekki high rev í park og neutral. Allavegana hef ég séð þetta í GMC og Jeep... var eitthvað um 3þús snúninga.

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 18.apr 2013, 15:07
frá Dodge
Það er best fyrir þig að bara aftengja pústið og prufa bílinn, sumsé taka hvarfakútinn og hljóðkútinn útúr myndinni og sjá hvort hann detti í lag við það.

Re: aflleysi í dodge ram 5,9 v8 bensín

Posted: 18.apr 2013, 21:44
frá magnusv
haha jáá ég er nokkuð viss um að reykjavíkurborg mun elska pústlausan 5,9 V8 ég er personulega lítið á móti þeim.. mjög skemtilegir mótorar þessir 360 þegar þeir virka rétt og flott hljóð í þeim