Síða 1 af 1

Langbogar á Pajero

Posted: 16.apr 2013, 21:01
frá muggur
Sælir/ar!

Langar að setja langboga á gamla pajeroinn minn í stað þess að notast við þverboga sem festast í rennu. Hvar fær maður svoleiðis nýja? Hef bara séð þetta hjá Artic Trucks. Einnig ef hægt er að fá svona á partasölum hvaða langbogar myndu passa. Hef látið mér detta í hug að bogar af Patrol/Terrano/Trooper gætu gengið. Er einhver sem hefur mixað svona á Pajero?

kv. Muggur