Dekkjapælingar


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 15.apr 2013, 17:54

Sælir spjallfélagar. Ég er að pæla í að fá mér dekk, eru reyndar ekki stór en 33"x12.5 R15 undir Patrol. Þar sem ég hef ekki mikla vitneskju né reynslu að þessu þá væri æðislegt að fá smá álit um hvað maður ætti að kaupa.
Það sem ég er að spá í er DC FC II veit einhver hvernig þau hafa verið að koma út?

Með fyrirfram þakkir um vonandi góð svör. Birgir



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Dekkjapælingar

Postfrá jeepcj7 » 15.apr 2013, 18:21

Ég veit ekki annað en að dc dekkin komi bara vel út en þegar ég verslaði undir pajeroinn dekk varð 33" good year wrangler fyrir valinu og hefur bara virkað fínt.Þau eru með mud munstri og boruð fyrir nagla eru negld og microskorin enda notuð sem vetrardekk hjá mér.Virðast ekki slitna mjög hratt sér lítið á þeim á öðrum vetri núna.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 15.apr 2013, 18:34

Það sem ég var að spá í var að nota dekkin allt árið og planið er í sumar að ferðast mikið uppá hálendi, var að tala við þá í dekkverk og þeir vilja endilega selja mér General Grabber A/T http://www.dekkverk.is/myndir/general-grabber-at.jpeg og sögðu mér að DC væri að slitna svo á mis og þá kæmi svo mikið veghljóð og urðu leiðinleg. en ég held að það sé nú bara sölumennska að segja þetta um DC dekkin.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Dekkjapælingar

Postfrá jeepson » 15.apr 2013, 20:04

biggigunn wrote:Það sem ég var að spá í var að nota dekkin allt árið og planið er í sumar að ferðast mikið uppá hálendi, var að tala við þá í dekkverk og þeir vilja endilega selja mér General Grabber A/T http://www.dekkverk.is/myndir/general-grabber-at.jpeg og sögðu mér að DC væri að slitna svo á mis og þá kæmi svo mikið veghljóð og urðu leiðinleg. en ég held að það sé nú bara sölumennska að segja þetta um DC dekkin.


Mér fynst þetta vera heldur fín dekk til að nota ef að þú ætlar að ferðast mikið utan vegar í sumar. Ég held að DC séu ekkert svo hávær. Annars þekki ég þau ekki nógu vel.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Dekkjapælingar

Postfrá HaffiTopp » 15.apr 2013, 21:09

Ég er sammála Gísla að þessi dekk virka of fín sem svona alsherjar og heilsársdekk. Mæli mjög með Goodyear dekkjum eins og Hrólfur nefnir, er sjálfur með þessi http://www.tirerack.com/tires/tires.jsp?tireModel=Wrangler+DuraTrac&tireMake=Goodyear 32" og finnst þau æðisleg. Eru hljóðlát og mjög mjúk, reyndar svo mjúk að ég er með rúm 40 PSI þrýsting í þeim dagsdaglega undir 2ja tonna bíl og finn ekkert meira fyrir þeim en öðrum. Þetta voru nokkuð nýleg dekk á sínum tíma fyrir um tveim árum síðan og þá frekar ódýrari en önnur, jafnvel miðað við Goddyear almennt séð. Maður gæti trúað að DC FC II séu góð, nema þau grípi minna í glærahálku og verði leiðinleg þegar eldast og slitna þar sem þau eru með mjög gróft munstur og þétt á milli kubbana í mynstrinu. Dick Cepek eru að koma vel út líka, endingargóð og slitna hægt en frekar stíf utan um felguna og til úrheypinga. En aðalmálið í þessum dekkjamálum er að þú færð yfirleitt það sem þú borgar fyrir. Dýrara og þekktara er betra.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Dekkjapælingar

Postfrá smaris » 15.apr 2013, 21:19

Ég er með vinnubílinn á 33" BfGoodrich AT og er gríðarlega ánægður með þau. Keyri mikið við ýmsar aðstæður og finnst mér þau koma vel út við allar aðstæður. Virðast líka slitna lítið.

Kv. Smári

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Dekkjapælingar

Postfrá HaffiTopp » 15.apr 2013, 21:45

HaffiTopp wrote:... Dick Cepek eru að koma vel út líka, endingargóð og slitna hægt en frekar stíf utan um felguna og til úrheypinga....


Átti náttúrulega að vera BfGoodrich :D

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Dekkjapælingar

Postfrá Freyr » 15.apr 2013, 22:48

Dick Cepek FC II hafa komið gríðarvel út hjá pabba undir 80 cruiser. Hljóðlát og flott alhliða dekk. Vissulega eru þau ekki þau "grimmustu" í drullu og álíka en sem heilsársdekk eru þau góð. Þau virðast líka slitna hægt og það skiptir heilmiklu máli í dag.....

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Dekkjapælingar

Postfrá HaffiTopp » 15.apr 2013, 23:02

Er ekki sami framleiðandi á DC og Mickey Thompson?


vippi
Innlegg: 136
Skráður: 05.feb 2010, 23:51
Fullt nafn: Viðar Jóelsson
Staðsetning: Búðardalur

Re: Dekkjapælingar

Postfrá vippi » 15.apr 2013, 23:02

Veit að good year dekkin voru að springa á munstrinu á hliðunum en það eru nokkra ára gömul dekk


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 15.apr 2013, 23:11

Takk fyrir þetta strákar, ætla skoða úrvalið á Goodyear dekkjum á morgun en ég fékk mjög gott tilboð á DC míkróskorinn í Artic Trucks og held að ég taki því mjög líklega.
En vitiði til þess að menn hafi eitthvað verið að flytja þetta sjálfir inn??

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Dekkjapælingar

Postfrá Hansi » 16.apr 2013, 07:30

http://www.facebook.com/aothor?ref=ts&fref=ts
Þessi hefur flutt inn dekk.
Hvaða tilboð fékkstu á DC ? Allt spurning um verð vs fyrirhöfn


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 16.apr 2013, 10:15

Þetta með tilboðið á DC dekkjunum, er ekki bara best að halda því á milli mín og þeirra sem selja mér dekkin. :D

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Dekkjapælingar

Postfrá Hansi » 16.apr 2013, 13:17

biggigunn wrote:Þetta með tilboðið á DC dekkjunum, er ekki bara best að halda því á milli mín og þeirra sem selja mér dekkin. :D


Var það "special price for you, because you'r my friend" ;)


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 16.apr 2013, 14:47

Nei segi það nú kannski ekki. en þetta var smá afsláttur sem ég er sáttur með.


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Dekkjapælingar

Postfrá Játi » 16.apr 2013, 21:29

ég hef verið að nota cooper discoverer sst grófmunstraðan og microskorin og er bara þrusu ánægður
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 16.apr 2013, 22:10

Það var einn hér á spjallinu að bjóða mér Wild spirit AT/S negld og microskorin http://www.dekkjahollin.is/is/vorur/dek ... rit-at-s-j
Þekkiði einhverja sem hafa verið að keyra á þessu?? Langar rosalega í DC dekkin en annars veit maður ekkert hvað maður á að gera.

User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Dekkjapælingar

Postfrá halli7 » 17.apr 2013, 00:39

biggigunn wrote:Það var einn hér á spjallinu að bjóða mér Wild spirit AT/S negld og microskorin http://www.dekkjahollin.is/is/vorur/dek ... rit-at-s-j
Þekkiði einhverja sem hafa verið að keyra á þessu?? Langar rosalega í DC dekkin en annars veit maður ekkert hvað maður á að gera.

Pabbi er búinn að keyra rúmlega 70 þús km á svona DC FC II 35" og hafa þau reynst vel og svoldið eftir af munstri enn.
Hann er allavega mjög sáttur með þessi dekk.
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015


albertsve
Innlegg: 6
Skráður: 08.okt 2012, 19:22
Fullt nafn: Albert Sveinsson
Bíltegund: Toyota Lc 100

Re: Dekkjapælingar

Postfrá albertsve » 17.apr 2013, 20:18

Mickey Thompson dekkin hafa sannað gildi sitt hér á landi,
þau eru bæði til í MTZ og ATZ munstri. http://mtdekk.is/index.php/dekk

e mail: mtdekk.is


Höfundur þráðar
biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Dekkjapælingar

Postfrá biggigunn » 17.apr 2013, 23:26

Þakka fyrir allar ábendingar og ráð, splæsti í einn gang af DC FC II.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 78 gestir