Hyundai Starex - ending á vél


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá brich » 11.apr 2013, 20:52

Einhver sem hefur reynslu af því hvað ætlast má til þess að nýrri vélarnar (140 hestafla dísel) endist í þessum bílum?
Nú hafa þeir verið nokkuð notaðir sem leigubílar - er allt liðónýtt í þessu þegar komið er vel yfir 200Þ km?
Björgvin


Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá Tyrirun » 11.apr 2013, 21:39

þeir eru margir komnir í 4-500 þ. km og jafnvel meira
kv. Valtýr
Toyota lc 90 38"

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá smaris » 11.apr 2013, 21:55

Þetta virðast vera príðis vélar. Ég er með 2 í rekstri og er annar kominn í rúm 270.000 og hinn í rúm 240.000 og get ég ekki fundið að neitt sé að gefa sig í þeim. Eina vélarvesenið sem ég hef lent í er að það gáfu sig spíssar í öðrum bílnum og þeir eru ekki gefins.

Kv. Smári


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá juddi » 11.apr 2013, 22:11

Terracan er allavega með spíssavandamál sem standard uppúr 120þ km
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá brich » 11.apr 2013, 22:13

Takk fyrir þetta.
En er ekkert sem þarf að passa uppá í þeim - tímareim - var það bara í gömlu vélunum sem þurfti að skipta þeim út á 100 þ km fresti?
Eru þetta ekki gamlar Mitsubishi vélar - er ekki hægt að finna ódýra varahluti í þær á netinu?
kkv,
Björgvin
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá smaris » 11.apr 2013, 22:26

Þær eru með keðju en ekki reim. 2003 og yngri eru með Hyundai vélar.
Alveg örugglega hægt að finna í þetta varahluti á netinu. Þetta eru líka sömu vélar og í eldri gerðinni af Kia Sorento þannig að það ætti líka að vera hægt að ná í notaða varahluti. Ég keypti mér reyndar oltinn Starex 2004 til að nota í varahluti því það er aldrei til neitt í umboðinu þegar mann vantar það. Þeir eru reyndar snöggir að panta.
Það er helst að lokubúnaðurinn á framdrifinu sé að bila en það er svo sem ekkert stórmál þegar búið er að átta sig á hvað getur bilað í því.
Þetta eru ótrúlega þvælnir bílar og sterkir. Ég er með minn á 33" og var í morgun að detta niður á lausn til að læsa afturdrifinu sem hefur vafist fyrir mér.
Ég er búinn að nota svona bíla í vinnu í 9 ár og líkað vel.

Kv. Smári.


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá olihelga » 11.apr 2013, 23:23

Ólyginn sagði mér að disel vélar í Hyudai og Kia væru frá Kia og bensínvélarnar frá Hyundai núna síðari ár. Þessir framleiðendur deila líka undirvögnum.

Kveðja Óli
Sent úr Siemens brauðrist


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá brich » 11.apr 2013, 23:23

Semsagt ódrepandi með Militec og smá hreini- og mýkjandi með díselnum annað slagið. Hringi svo bara í þig Smári ef mig vantar varahluti:-)

Þessi lokubúnaður á framdrifinu, er það þetta vacum sem er að klikka eða e-ð annað? Veistu um góðan link (eða bók) sem skýrir hvernig þetta virkar og hvað bilar?

33" breyting - gengur það án mikilla tilfæringa? Lengja í stýringunni á hliðarhurðinni? Hvaða felgur? Hver er lausnin á læsingunni á afturdrifinu?

Allar upplýsingar vel þegnar - er að velta fyrir mér svona bíl til ferðalaga um hálendið og ekki verra að geta hleypt úr og bjargað sér smá

kkv,
Björgvin
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá smaris » 12.apr 2013, 00:02

Lokubúnaðurinn á framdrifinu er vacumstýrður og svo er rafmótor á millikassanum sem sér um vinnuna þar. Það er eiginlega allt sem getur bilað í þessum búnaði. 1.Affallið af miðstöðinni er beint fyrir ofan vacumpungana sem stýra lokunni og lekur því ofan í þá og þeir geta skemmst. 2.Tölvan sem stýrir öllu drifskiptisýsteminu er á gólfinu undir bílstjórasætinu og blotni teppin, blotnar tölvan og tærist smám saman. 3. Rafmótorinn á millikassanum getur bilað komist raki í hann. 4. Rafkerfið niður á millikassann á það til að grjótberjast í sundur með tíð og tíma. 5. Það er sér hraðaskynjari í millikassanum sem ákveður hvort óhætt sé að skipta í lága drifið. Hann var bilaður hjá mér.
Þetta hljómar eins og þetta sé liðónýtur búnaður sem sé alltaf bilaður, en hann er það ekki. Hef bara einu sinni lent í bilun á þessum búnaði á hverjum bíl, en vandamálið aldrei verið það sama í neinum þeirra.

Ég er búinn að vera að vandræðast með að finna afturlæsingu í bílinn og er búinn að viða að mér nokkrum bílum til að geta skoðað ýmsa hluti sem mér datt í hug að gætu virkað.
Í bílnum er 9" afturdrif eins og í Pajero. Í Pajero eru 28 ríllu öxlar, en í Starexnum hjá mér eru 32 ríllu öxlar. Skoðaði öxla úr Galloper sem eru 28 ríllu líka en þeir eru of stuttir og Pajero öxlarnir eru það líka. Reif svo öxul úr 1999 Starex í morgun og reyndust vera í honum 28 ríllu öxlar í réttri lengd. Þá ætti ég að geta notað loftlæsingu úr Pajero með öxlunum úr 99´bílnum. Að framan ætti hins vegar að passa ARB loftlæsing fyrir Pajero því framöxlarnir úr Starexnum passa í Pajero framdrifið.

33" breytingin er ótrúlega lítið mál. Aðal vinnan er að þynna afturhurðina til að hún sleppi út fyrir dekkið. Ekki hægt að lengja arminn því þetta er ekki eins og í Econoline. Ef maður ætlar að nota 10" felgur eins og ég gerði þarf backspace að vera um 14cm. Svo eru bara 32" kantar frá Gunnari Yngva og lítilsháttar úrklipping.
Ætlaði reyndar að lækka drifin í honum því ef ég er með þunga kerru og stíft er á móti mætti hann vera sprækari. Vinnur samt mjög vel að öðru leiti.
Var búinn að útvega mér 4,22 hlutföll úr Terracan en þá er víst aftrudrifið í þeim 9,5" þannig að mig vantar 4,22 í 9". Vil ekki fara í lægra. Kemur original á 3,90.
Læt fylgja link á myndir af honum og svo geturðu bara bjallað ef frekari spurningar vakna.

viewtopic.php?f=9&t=9172

Kv. Smári 896-7719


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá brich » 12.apr 2013, 10:15

Takk fyrir þetta

Tvennt

Hver er eyðslan á þessu - og jókst hún við að fara í 33"?

Ég er að leita að 7 manna bíl - verður að vísu oftast 4 manna hjá mér. Gengur saman að kaupa 8-9 manna bílinn og skipta yfir í stólana í fremstu tveim röðunum (þú átt kannski ennþá stóla úr 2004 slátrinu þínu)?

kkv,
Björgvin
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá smaris » 12.apr 2013, 11:50

Sæll.

Annar bíllinn hjá mér er óbreyttur og er hann að fara með um 10 lítrana, en 33" bíllinn hjá mér er með 12-14 lítrana.
Ég merkti engann mun á eyðslu við breytinguna og held að aðal munurinn liggi í aksturslagi hjá mér og starfsmanninum sem er á óbreytta bílnum. Mér hættir til að stíga soldið fast á olíugjöfina.

Ég mundi forðast 9 manna bílana sem voru fluttir inn fram hjá umboðinu því þeir virðast mikið ryðsæknari en umboðsbílarnir einhverra hluta vegna. Ég á ekki snúningsstólana því þeir eru mjög eftirsóttir og seljast strax. Sé samt ekki að það ætti að vera neitt vandamál að skipta bekknum út fyrir snúninsstóla.

Kv. Smári


vippi
Innlegg: 136
Skráður: 05.feb 2010, 23:51
Fullt nafn: Viðar Jóelsson
Staðsetning: Búðardalur

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá vippi » 14.apr 2013, 14:32

smaris wrote:Lokubúnaðurinn á framdrifinu er vacumstýrður og svo er rafmótor á millikassanum sem sér um vinnuna þar. Það er eiginlega allt sem getur bilað í þessum búnaði. 1.Affallið af miðstöðinni er beint fyrir ofan vacumpungana sem stýra lokunni og lekur því ofan í þá og þeir geta skemmst. 2.Tölvan sem stýrir öllu drifskiptisýsteminu er á gólfinu undir bílstjórasætinu og blotni teppin, blotnar tölvan og tærist smám saman. 3. Rafmótorinn á millikassanum getur bilað komist raki í hann. 4. Rafkerfið niður á millikassann á það til að grjótberjast í sundur með tíð og tíma. 5. Það er sér hraðaskynjari í millikassanum sem ákveður hvort óhætt sé að skipta í lága drifið. Hann var bilaður hjá mér.
Þetta hljómar eins og þetta sé liðónýtur búnaður sem sé alltaf bilaður, en hann er það ekki. Hef bara einu sinni lent í bilun á þessum búnaði á hverjum bíl, en vandamálið aldrei verið það sama í neinum þeirra.

Ég er búinn að vera að vandræðast með að finna afturlæsingu í bílinn og er búinn að viða að mér nokkrum bílum til að geta skoðað ýmsa hluti sem mér datt í hug að gætu virkað.
Í bílnum er 9" afturdrif eins og í Pajero. Í Pajero eru 28 ríllu öxlar, en í Starexnum hjá mér eru 32 ríllu öxlar. Skoðaði öxla úr Galloper sem eru 28 ríllu líka en þeir eru of stuttir og Pajero öxlarnir eru það líka. Reif svo öxul úr 1999 Starex í morgun og reyndust vera í honum 28 ríllu öxlar í réttri lengd. Þá ætti ég að geta notað loftlæsingu úr Pajero með öxlunum úr 99´bílnum. Að framan ætti hins vegar að passa ARB loftlæsing fyrir Pajero því framöxlarnir úr Starexnum passa í Pajero framdrifið.

33" breytingin er ótrúlega lítið mál. Aðal vinnan er að þynna afturhurðina til að hún sleppi út fyrir dekkið. Ekki hægt að lengja arminn því þetta er ekki eins og í Econoline. Ef maður ætlar að nota 10" felgur eins og ég gerði þarf backspace að vera um 14cm. Svo eru bara 32" kantar frá Gunnari Yngva og lítilsháttar úrklipping.
Ætlaði reyndar að lækka drifin í honum því ef ég er með þunga kerru og stíft er á móti mætti hann vera sprækari. Vinnur samt mjög vel að öðru leiti.
Var búinn að útvega mér 4,22 hlutföll úr Terracan en þá er víst aftrudrifið í þeim 9,5" þannig að mig vantar 4,22 í 9". Vil ekki fara í lægra. Kemur original á 3,90.
Læt fylgja link á myndir af honum og svo geturðu bara bjallað ef frekari spurningar vakna.

viewtopic.php?f=9&t=9172

Kv. Smári 896-7719


Sæll
ef þú ert með 14 cm backspeis var þá ekkert vandamál að framan ? fékk mér felgur með 12 cm backspeis og það rekst dekkið í ballansstöngina og fleira að framan, hvernig leistir þú það ?

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá smaris » 14.apr 2013, 16:03

vippi wrote:
smaris wrote:Lokubúnaðurinn á framdrifinu er vacumstýrður og svo er rafmótor á millikassanum sem sér um vinnuna þar. Það er eiginlega allt sem getur bilað í þessum búnaði. 1.Affallið af miðstöðinni er beint fyrir ofan vacumpungana sem stýra lokunni og lekur því ofan í þá og þeir geta skemmst. 2.Tölvan sem stýrir öllu drifskiptisýsteminu er á gólfinu undir bílstjórasætinu og blotni teppin, blotnar tölvan og tærist smám saman. 3. Rafmótorinn á millikassanum getur bilað komist raki í hann. 4. Rafkerfið niður á millikassann á það til að grjótberjast í sundur með tíð og tíma. 5. Það er sér hraðaskynjari í millikassanum sem ákveður hvort óhætt sé að skipta í lága drifið. Hann var bilaður hjá mér.
Þetta hljómar eins og þetta sé liðónýtur búnaður sem sé alltaf bilaður, en hann er það ekki. Hef bara einu sinni lent í bilun á þessum búnaði á hverjum bíl, en vandamálið aldrei verið það sama í neinum þeirra.

Ég er búinn að vera að vandræðast með að finna afturlæsingu í bílinn og er búinn að viða að mér nokkrum bílum til að geta skoðað ýmsa hluti sem mér datt í hug að gætu virkað.
Í bílnum er 9" afturdrif eins og í Pajero. Í Pajero eru 28 ríllu öxlar, en í Starexnum hjá mér eru 32 ríllu öxlar. Skoðaði öxla úr Galloper sem eru 28 ríllu líka en þeir eru of stuttir og Pajero öxlarnir eru það líka. Reif svo öxul úr 1999 Starex í morgun og reyndust vera í honum 28 ríllu öxlar í réttri lengd. Þá ætti ég að geta notað loftlæsingu úr Pajero með öxlunum úr 99´bílnum. Að framan ætti hins vegar að passa ARB loftlæsing fyrir Pajero því framöxlarnir úr Starexnum passa í Pajero framdrifið.

33" breytingin er ótrúlega lítið mál. Aðal vinnan er að þynna afturhurðina til að hún sleppi út fyrir dekkið. Ekki hægt að lengja arminn því þetta er ekki eins og í Econoline. Ef maður ætlar að nota 10" felgur eins og ég gerði þarf backspace að vera um 14cm. Svo eru bara 32" kantar frá Gunnari Yngva og lítilsháttar úrklipping.
Ætlaði reyndar að lækka drifin í honum því ef ég er með þunga kerru og stíft er á móti mætti hann vera sprækari. Vinnur samt mjög vel að öðru leiti.
Var búinn að útvega mér 4,22 hlutföll úr Terracan en þá er víst aftrudrifið í þeim 9,5" þannig að mig vantar 4,22 í 9". Vil ekki fara í lægra. Kemur original á 3,90.
Læt fylgja link á myndir af honum og svo geturðu bara bjallað ef frekari spurningar vakna.

viewtopic.php?f=9&t=9172

Kv. Smári 896-7719


Sæll
ef þú ert með 14 cm backspeis var þá ekkert vandamál að framan ? fékk mér felgur með 12 cm backspeis og það rekst dekkið í ballansstöngina og fleira að framan, hvernig leistir þú það ?


Ekkert vanda mál. hvað ertu með breiðar felgur? Ef þú ert með mjóar felgur og breið dekk getur þetta verið vandamál.

Kv. Smári


vippi
Innlegg: 136
Skráður: 05.feb 2010, 23:51
Fullt nafn: Viðar Jóelsson
Staðsetning: Búðardalur

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá vippi » 14.apr 2013, 18:50

sæll
minnir að felgurnar séu 8,5 eða 9 tommu breiðar, og 32 tommu dekk


Höfundur þráðar
brich
Innlegg: 70
Skráður: 24.apr 2012, 14:24
Fullt nafn: Björgvin Richardsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá brich » 06.maí 2013, 17:43

Hvað er óhætt að setja stór dekk undir hann án þess að fara í hurðina eða úrklippingar- 29 - 30 - 31?
kkv,
Björgvin
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hyundai Starex - ending á vél

Postfrá smaris » 06.maí 2013, 23:00

Sæll.

31" sleppur vel. Svo var ég líka með minn á 265/75/16 sem er um 32" bara mjórri.
Er á þeim á myndinni.

Kv. Smári
Viðhengi
IMG_2532.JPG


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir