Síða 1 af 1

2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 11.apr 2013, 12:44
frá Ágúst83
Sælir er einhver sem þekkir afl mun á þessum vélum þá aðallega togi og hvort að það borgi sig að taka 2.5 úr fyrir 2.8

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 11.apr 2013, 19:30
frá Ágúst83
er einginn sem hefur skipt 2.5 út fyrir 2.8

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 11.apr 2013, 22:59
frá muggur
Er þetta ekki talsvert mál þar sem 2.8 (og 3500 + 3000 24v) eru orginal með boddyhækkun til að koma fyrir öflugi kassa/skiptingu. Þú þarft því líka að skifta kössunum út.

Þegar ég var að pæla í að diselvæða minn var mér bent á að hagkvæmara væri að kaupa disel og selja minn. Geri ráð fyrir að svipuð rök eigi við um 2.5 vs 2.8.

Kv. Muggur

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 11.apr 2013, 23:12
frá olihelga
Þetta átti að vera annarsstaðar :)

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 11.apr 2013, 23:16
frá Stebbi
olihelga wrote:Ólyginn sagði mér að disel vélar í Hyudai og Kia væru frá Kia og bensínvélarnar frá Hyundai núna síðari ár. Þessir framleiðendur deila líka undirvögnum.

Kveðja Óli


Ertu ekki að fara póstavillt?

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 18:32
frá Ágúst83
er aðallega að spá í afl mun ekki hvort það sé mikið mál að skipta

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 20:40
frá Stebbi
Ágúst83 wrote:er aðallega að spá í afl mun ekki hvort það sé mikið mál að skipta


Ég átti svona bíl með 2.5 á 38 og ferðaðist aðeins með 2.8 bíl, ég var á 5.29 og hann á 4.88 og ég sá ekki ástæðu til að langa í vélaskipti. Ef eitthvað var þá var bíllinn hjá mér duglegri í snjóþungum brekkum fyrir það að hafa lægri drif, þeir eru nenfilega nákvæmlega jafn máttlausir frá 750-1100 rpm eða þar til að túrbínan fer að gera eitthvað smá.

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 21:43
frá Ágúst83
ok ég er með 85 árg á 44" með lógír og er með 2.5 motor úr 96 árg á 4.88 hlutföllum. er búinn að svera púst láta túrbínuna blása meira ca 18 pund og skrúfa upp í olíuverkinu. en langar í aðeins meira afl og var þar af leiðandi að spá í 2.8 vélinni

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 21:59
frá Stebbi
Ég myndi byrja á því að reyna að komast í lægri drif. Ef það er ekki nóg þá er ekkert annað en að smokka 2.8 í húddið og þá færðu meira út úr henni með lægri drifum.

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 22:08
frá Ágúst83
get ekki sett lægri drif því ég er með dana 44 að framan og pajero að aftan og þetta eru einu hlutföllin sem passa saman sem er smá hönnunar galli.

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 22:18
frá ellisnorra
Ágúst83 wrote:er aðallega að spá í afl mun ekki hvort það sé mikið mál að skipta



Þetta líkar mér! :)

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 12.apr 2013, 22:26
frá jeepcj7
Það er munur en enginn svakalegur samt þetta er spurning um hvað er lagt á sig fyrir hvað.
Einfaldast er bara að prufa 2.8 bíl og sjá til hvað þér finnst hann togar slatta meira og það kemur líka (smá) spark þegar hann er staðinn allavega finnst mér vera dálítill munur og hef átt bæði 2.5 og 2.8 bíl.

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 13.apr 2013, 10:55
frá Ágúst83
já er 2.8 ekki heldur hressari og tog meiri

Re: 2.5 pajero vs 2.8 pajero

Posted: 13.apr 2013, 12:00
frá Heiðar Brodda
Hættu þessu bulli Gústi er ekki að sjá að þig skorti afl,frekar að setja kupp undir olíugjöfina svo þú farir hægar yfir :) ferð bara í 3,9 cummings með Ævari og kannski mér

kv Heiðar Brodda