Síða 1 af 1
Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 01:40
frá ArnarST
Í páskafríinu skrapp ég út til bróður míns sem var að klára master og var að flytja heim. Við rúntuðum með innbúið hans á 94 Bronco sem var keyrður til tunglsins og tilbaka (180þ. mílur minnir mig) til Flórída og sóttum restina þar og svo var því skutlað í gám í Norfolk.
Mjög skemmtilegt myndband fyrir þá sem nenna að horfa!
https://vimeo.com/63413545Njótið vel.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 02:07
frá fannar79
Þetta er alveg magnað myndband
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 02:24
frá -Hjalti-
Ameríku roadtrip er eitthvað sem allir þurfa að prufa.
Flott video Arnar , Hvað er bróðir þinn að gera úti ?
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 02:57
frá ArnarST
fannar79 wrote:Þetta er alveg magnað myndband
Takk kærlega
-Hjalti- wrote:Ameríku roadtrip er eitthvað sem allir þurfa að prufa.
Flott video Arnar , Hvað er bróðir þinn að gera úti ?
Algjörlega, þetta var ótrúleg upplifun. Hann var að klára master í viðskiptafræði í Cal State East Bay en er nú loksins fluttur heim.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 10:25
frá lecter
flott og öðruvisi innlegg i spjallið
40feta gámur frá usa til Islands búslóð + bill kemur þetta vel út i dag
eg fekk tilboð i flutning á bat 28fet það var 17,000usd sem þarf að vera á opnu fleti en gámur kostar minna
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 11:32
frá jeepson
Flott videó. En hvað keyrðuð þið marga km í heildina?
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 11:53
frá Fordinn
Geggjað =) er sjalfur med hugmynd i maganum að fara ut og kaupa bronco og henda í gám =)
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 12:10
frá ArnarST
jeepson wrote:Flott videó. En hvað keyrðuð þið marga km í heildina?
Takk! Það kemur fram í lok myndbands, þetta voru um 6100 km ;)
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 20:09
frá Haukur litli
Meinarðu ekki ca. 3.790 mílur? :D
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 20:56
frá Stebbi
Haukur litli wrote:Meinarðu ekki ca. 3.790 mílur? :D
Nákvæmlega, metrakerfið er bara bóla.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 21:41
frá Kiddi
úps svaraði í rangan þráð.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 21:46
frá ellisnorra
Flott video :) Takk fyrir þetta innlegg :)
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 06.apr 2013, 22:19
frá trooper
Flott video hefur verið gaman maður. ;)
Helvíti fín tyggjósenan samt rétt fyrir mínútu 11. ;)
kv. Hjalti
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 07.apr 2013, 00:33
frá jon
"LIKE"
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 07.apr 2013, 23:29
frá Rodeo
Flott video, hvernig vél var þetta tekið á?
Verð nú samt að játa að mér finnst þið dáldið djarfir á leggja lengdinni.
Það er varla nokkuð vit að keyra í sólarhring án þess að stoppa jafnvel þótt þið skiptist á og takið einhverjar kríur á milli.
Nokkuð viss að rauði fordinn með hjólhýsið sem þið sýnið útaf veginum hefur lennt í þessu. Eftir langan dag á 75 mílna keyrslu á leiðgjarnri flatri braut þarf ekki að loka augunum í margar sekundur til að enda úti í skurði.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 08.apr 2013, 00:49
frá ArnarST
Rodeo wrote:Flott video, hvernig vél var þetta tekið á?
Verð nú samt að játa að mér finnst þið dáldið djarfir á leggja lengdinni.
Það er varla nokkuð vit að keyra í sólarhring án þess að stoppa jafnvel þótt þið skiptist á og takið einhverjar kríur á milli.
Nokkuð viss að rauði fordinn með hjólhýsið sem þið sýnið útaf veginum hefur lennt í þessu. Eftir langan dag á 75 mílna keyrslu á leiðgjarnri flatri braut þarf ekki að loka augunum í margar sekundur til að enda úti í skurði.
Þetta er allt tekið á GoPro Hero 3: svarta
En ég er hjartanlega sammála þér í því, þannig var bara mál með vexti að við lögðum af stað á seinnipart laugardags og ætluðum að taka okkur makinda tíma í þetta en svo komu páskarnir uppá og það var lokað í Norfolk á föstudeginum.
Þá áttum við líka eftir að fara til Florida og tæma þar og ná að moka inn í gáminn á fimmtudeginum.. þannig það var bara gjörusvovel að gefa í!.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 08.apr 2013, 15:01
frá gislisveri
Mjög skemmtilegt, væri til í að sjá fleiri svona myndbönd.
Í hvaða forritum ertu að vinna þetta?
Kv.
Gísli.
Re: Roadtrip yfir USA - Heimildar/stuttmynd
Posted: 08.apr 2013, 15:44
frá ArnarST
gislisveri wrote:Mjög skemmtilegt, væri til í að sjá fleiri svona myndbönd.
Í hvaða forritum ertu að vinna þetta?
Kv.
Gísli.
Takk fyrir það, þetta er allt unnið á Final Cut Pro og það eru svo sannarlega fleiri á leiðinni! Getur kíkt á Vimeo accountinn minn, þar eru fleiri jeppamyndbönd, snjósleða og skíða ;)
Kveðja, Arnar