Síða 1 af 1

Vesen með loft í dekkjum

Posted: 03.apr 2013, 20:41
frá JensO
Góða kvöldið
Nú þarf ég að fá aðstoð og álit frá ykkur.
Þannig er mál með vexti að ég á 35'' breytan Suzuki jeppa sem er búin að reynast mér vel í þessar nokkrara ferðar sem ég hef farið í fyrir utan eitt atriði sem er nó til þess að ég lendi í veseni og þurfi að keyra á fullpumpuðu til baka eða þá í spotta því ég hef það ekki á fullpumpuðu í einu dekki, það er vegna þess að snjór kemst á milli felgu og dekks og það frýs þannig það kemur klaki hvað er til ráða?, felgurnar eru valsaðar. Og mín spruning er sú: Gæti þetta verið völsuninni að kenna eða hvað annað dettur ykkur hug? Langar að fá álit frá ykkur sem eruð kannski aðeins reynslumeiri.
Með kveju Jens

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 03.apr 2013, 21:03
frá kjartanbj
Líma dekkið á felguna?

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 03.apr 2013, 21:32
frá jeepcj7
Er þetta bara 1 dekk/felga sem er svona eða er þetta allt svona?
Ef þetta er bara 1 felga sem lætur svona er hún þá ekki bara minni/minna völsuð eða dekkið búið að spóla í felgunni og þá jafnvel orðið of stórt og ekki nothæft til úrhleypinga lengur.

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 03.apr 2013, 22:54
frá Freyr
Hvernig felgur og hvernig dekk? Það er afar ólíklegt að völsunin sé málið, hún minkar hreyfingu á dekkinu og dregur því úr líkum á að snjór komist á milli og valdi svona vandamálum. Ertu alveg viss um að felgurnar séu valsaðar?

Kv. Freyr

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 03.apr 2013, 23:52
frá Stebbi
Ertu nokkuð a BfGoodrich AT.

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 04.apr 2013, 12:28
frá JensO
jeepcj7 þetta er bara 1 dekk/felga sem lætur svona og ég hef ekki orðið var við að það hefur spólað í felguni
Freyr þetta stóð við auglýsinguna þegar ég keypti bílin (valsaðar GJ-járn 12” breiðar felgur),
Og Stebbi þetta eru ekki BfGoodrich AT heldur heita þau good year wrangler.

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 04.apr 2013, 15:01
frá villi58
Skrítið hef aldrei lent í svona eftir mörg þúsund kílómetra í snjóakstri, er dekkið ekki bara of laust á felgu ?

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 04.apr 2013, 15:30
frá kjartanbj
Ég myndi bara hleypa alveg úr og ná dekkinu frá kantinum ef þú getur og kítta meðfram þessu og sjá hvort það bjargi þessu eitthvað hjá þér

Re: Vesen með loft í dekkjum

Posted: 04.apr 2013, 16:00
frá jeepcj7
Ég gæti líka trúað að vandinn liggi í dekkinu að hluta svona yngri háttar dekk eru með flipa sem gengur útá felgukantinn og er að mínu mati til þess fallinn að troða snjónum milli dekks og felgu þegar búið er að hleypa úr,þessi kantur á að vera til að verja felguna fyrir grjóti en örugglega er best að skera hann burt.
En eins og ég segi er örugglega eitthvað að annaðhvort dekkinu eða felgunni ef þetta er bara að gerast á 1 dekki.