Síða 1 af 1

Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 16:28
frá patrol92
Sælir

Ég er með Patrol 92 sem tók upp á því að fara að ganga eins og tussa. Lýsir sé þannig að hægagangurinn er í lagi en þegar maður gefur inn þá fretar hann, skánar síðan aðeins þegar hann er kominn á mikinn snúning og er ekki kraftlaus þegar hann er kominn upp á snúning. Ég er búinn að skifta um hráolíusíu og setja ísvara og prolong í tankinn en það breytti engu. Einhver sem hefur lent í þessu eða hefur hugmynd um hvað gæti orsakað þessi leiðindi.

Re: Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 19:12
frá jeepson
Athugaðu lagnir frá tankinum. Bæði til og frá tanki. Ef að alt er í lagi þar, myndi ég fara að skoða spíssana eða oliuverkið.

Re: Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 19:15
frá jeepson
Það gti líka verið að það sé gróf sía í tankanum sem gæti verið stífluð.

Re: Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 19:25
frá Navigatoramadeus
troubleshooting

Re: Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 21:21
frá patrol92
Sælir

Takk fyrir svörin, ég var búinn að skoða lagnirnar lauslega og sá engan leka, ætla næst að reyna að finna síuna í tanknum.

Re: Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 23:13
frá villi58
patrol92 wrote:Sælir

Takk fyrir svörin, ég var búinn að skoða lagnirnar lauslega og sá engan leka, ætla næst að reyna að finna síuna í tanknum.

Væri ekki gott að blása í lagnirnar til að finna hvort sé einhver tregða, gerði það á Hilux disel og blés smá fyrst og svo aftur og var mikklu léttara í seinna skiptið, ástæðan var að ég blés plastsíunni af fæðirörinu vissi ekki þá um að væri sía í tanknum.

Re: Patrol 92 gangtruflanir

Posted: 28.mar 2013, 23:35
frá -Hjalti-
patrol92 wrote:Sælir

Takk fyrir svörin, ég var búinn að skoða lagnirnar lauslega og sá engan leka, ætla næst að reyna að finna síuna í tanknum.


oft dregur olíuverkið inn falskt loft þó það sé engin leki. láttu olíuverkið draga olíu upp úr brúsa og notaðu nýjar lagnir og sjáðu hvort gangurinn lagist.

Re: Patrol 92 gangtruflanir, kominn í lag

Posted: 01.apr 2013, 22:55
frá patrol92
Takk aftur fyrir svörin.
Fann enga síu í tanknum og leit allt vel út þar, skoðaði framhjáhlaupið fyrir túrbínuna og kom í ljós að það var orðið fast, gangur inn lagaðist talsvert þegar var búið var að liðka það. Eftir smá gúgl sem leiddi inn á ástralskar patrol Síður rakst ég á svipaðar lýsingar af gang truflunum á ákveðnum snúningi sem stofnuðu af veseni eða stirðleika á einhverju uniti sem stjórnar tímanum á olíu verkinu, ákvað að prófa að spreyta smávegis af wd40 inn í þar sem slangan fyrir boost skynjunin kemur inn á olíuverkið (hef ekki hugmynd um hvort þetta má) og viti menn allt hrökk í lag.