Síða 1 af 1
38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 15:22
frá hafis
Hér ein af spurningunum endalausu...
Hver er reynsla manna af 38" (x15) Super Swamper SSR versus AT405 og/eða öðrum fáanlegum dekkjum í þessum stærðarflokki? Fróðlegt að heyra álit manna um kosti og galla á vegum og vegleysum...
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 22:11
frá Gunnar00
ég hef heyrt að super swamperinn sé ágætur, á til með að hita við mikla úrhleypingu, AT405 dekkin hef ég heyrt margt gott um, hinsvegar hefur verið talað um að þau endist frekar stutt.
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 22:33
frá kolatogari
Ég mæli með Super swamper. bestu dekk sem ég hef haf undir bíl. en þau er með svoldið þykkar hliðar sem getur skapað hitavandamál, gamli góði Gumbo monster mudder var allataf skemtilegastur en það er hætt að selja hann skillst mér. cooper SST hafa líka reynst vel. en artic trucks dekkin hafa ekki verið að endast undir bílum sem eru keyrðir lítið. Þau eyga það til að fá mörg lítil nálargöt á sig þegar þau eru ca 3 ára.
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 22:36
frá jeepson
Ground Hawg eru líka frábær dekk. Þau eru fáanleg útí kanahreppi. Það væri kanski ekki vitlaust að flytja inn nokkra ganga af þeim. Ég hefði gjarnan vilja endurnýja ground hawg dekkin mín.
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 22:48
frá joisnaer
ég er nú alltaf gallharður Mudder maður, en ég er á Arctic Trucks núna, og finnst þau alveg mjög skemmtileg. Gott grip og ótrúlega góð keyrsludekk. Er aðeins búinn að prófa þau utanvegar og mér finnst þau koma vel þannig út líka.
Er samt ekki búinn að eiga þau nógu lengi til að dæma um hvort þau endist lítið eða hvort það komi lítin nálargöt.
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 22:56
frá villi58
Super Swamper þarf að skera strax áður en farið er að keyra á þeim úrhleyptum, sérstaklega ef kubbar ná frá bana upp á hliðar vilja gjarnan springa í kringum þá kubba, eins var það með gamla Mudder fékk reynslu eftir fyrsta gang hélt væntanlega að ég væri að skemma þau.
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 23:09
frá kolatogari
já ég var með minn super swamper skorinn alveg hægri vinstri. Þess má líka geta að ég byggi mína reynslu á AT dekkjunum á þeim tíma sem ég vann á dekkjaverkstæði, sem þíðir náttúrulega að ég sá aðeins þá dekkjaganga sem voru "gallaðir" þeir voru reynda áberandi margir miðað við önnur dekk, en það er sjálfsagt fullt af samskonar AT dekkjum sem hafa enst vel.
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 28.mar 2013, 23:58
frá hafis
Takk fyrir snör viðbrögð. Hvernig eru Super Swamper SSR sem "keyrsludekk" og ef einhver hefur samanburð við AT væri það vel þegið. Vandamálið hjá mér er að ég er á nýjum AT dekkjum sem varla er keyrandi á vegna víbrings. Þetta er fínn en mjög áberandi víbríngur, sérstaklega á lágum hraða (mjög áberandi á 40-50 km/klst). Þeir hjá Arctic Trucks segja þetta "eðlilegt" og að maður þurfi að "keyra þetta úr þeim". Það þykja mér frekar slæmar lummur og er í stökustu vandræðum með þetta. Kannast menn við þetta vandamál?
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 29.mar 2013, 00:59
frá Freyr
Nú hef ég ekki átt AT dekk sjálfur en hef ekið svolítið á þeim á jeppum ferðafélaga og vann á jeppa á At dekkjum um tíma (lítið í snjó samt). Það sem ég hef um þau að segja er eftirfarandi.
-Frábær keyrsludekk. Þau eru sérlega vel smíðuð og sést það vel á magni ballanseringarblýs, það er ekki oft sem þarf mikið blý með þeim heldur duga gjarnan fáeinir litlir kubbar.
-Þau eru einu dekkin í stærðum 38"+ sem virka vel í hálku án þess að þurfa að negla þau eða skera/microskera. Þau grípa fantavel þó ónelgd séu en verða vissulega enn betri með nöglum.
-Þau sitja mjög þétt á felgum sem gerir að verkum að affelganir eru nær úr sögunni nema í einhverjum undantekningartilfellum. Það er algengt að það þurfi 20-30 psi til að koma þeim á sinn stað sem er hár þrýstingur m.v. flest jeppadekk.
-Ég tel þau gefa meira flot en t.d. Mudder, Ground Hawk og Super Swamper SSR (þau sem N1 býður upp á f. 15" felgu) en get þó ekki fullyrt það þar sem ég hef ekki átt bíl á öðrum dekkjum sem ég skipti svo út fyrir AT. Ég átti Blazer á 38" Super Swamper (reyndar TSL en ekki SSR). Ég lagði eitt sin við hliðina á bíl á AT dekkjum og bar þau saman, þau voru álíka breið en AT stóð um 4 cm hærra (mætti segja 3 cm að teknu tilliti til slits, AT voru sem ný en Super Swamper slitinn um einhverja mm.).
-Ef ég ætti að setja eitthvað út á þau þá eru þau helst til fínmynstruð fyrir minn smekk. Ég er fylgjandi grófum jeppadekkjum þar sem ég tel gróf dekk henta vel til að koma manni áfram í torfærum en á móti kemur að maður fórnar ýmsu fyrir vikið. Sem dæmi mætti nefna að gróf dekk endast verr og einnig er mun meira veghljóð í þeim. Með grófum dekkjum fórnar maður því eiginleikum sem koma sér vel í 95% tilfella til að komast örlítið betur áfram í 5% tilfella.
Ég hef ekki átt jeppa á SSR Swamperum en átti Blazer á TSL Swamperum (eldra módel en sambærileg dekk, tsl eru aðeins grófari). Það sem ég hef um þau að segja er eftirfarandi:
-Jeppinn mokaðist vel áfram og þau hreinsuðu sig einstaklega vel í t.d. krapa og drullu, tel að SSR hreinsi sig ekki eins vel þar sem þau eru fínni.
-Þau voru hávær og á minni hraða var víbringur í bílnum þar sem takkarnir voru fáir og stórir, þetta atriði er sennilega skárra með SSR þar sem þau eru ekki eins gróf.
-Það sem skemmdi helst fyrir þeim var að þau þoldu ekki nógu vel að aka á úrhleyptu á sumrin. Ég var búinn að eiga hann í nokkra mánuði og það sá ekki á dekkjunum. Síðan ók ég suður Sprengisand með 12 psi í þeim og það þoldu þau ekki. Þegar ég pumpaði í við Hrauneyjar voru komnar sprungur meðfram kubbum og þær stækkuðu þá mánuði sem ég átti hann eftir þetta.
Kveðja, Freyr
Re: 38" dekk - álit og reynslusögur
Posted: 29.mar 2013, 01:08
frá Freyr
hafis wrote:Takk fyrir snör viðbrögð. Hvernig eru Super Swamper SSR sem "keyrsludekk" og ef einhver hefur samanburð við AT væri það vel þegið. Vandamálið hjá mér er að ég er á nýjum AT dekkjum sem varla er keyrandi á vegna víbrings. Þetta er fínn en mjög áberandi víbríngur, sérstaklega á lágum hraða (mjög áberandi á 40-50 km/klst). Þeir hjá Arctic Trucks segja þetta "eðlilegt" og að maður þurfi að "keyra þetta úr þeim". Það þykja mér frekar slæmar lummur og er í stökustu vandræðum með þetta. Kannast menn við þetta vandamál?
Ef þér þykir AT víbra þá skaltu gleyma Super Swamper. Þar sem þau eru grófari er tíðnin á titringnum þar lægri (færri högg á hvern hring) en útslagið meira (höggin eru stærri) og þ.a.l. er titringurinn grófari.
Kv. Freyr