Síða 1 af 1

06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 19:47
frá ssteinar
Er með Jeep Grand Cherokee 5.7 V8 Hemi með MDS system (Multi-Displacement System)

Í manual kemur fram að: NOTE: Vehicles with the 5.7L Multiple Displacement System must use SAE 5W-20 oil. Failure to do so may result in improper operation of the Multiple Displacement System.

Einnig hef ég rekist á þetta á nokkrum síðum að eingöngu skal nota 5w-20


Nú spyr ég og vonandi sér einhver fróður maður um þessa hluti

Bílinn fór í smurskiptinu ekki fyrir löngu og notað var Helix 10 -40 olíu og á verkstæði meina þeir að þetta sé notað og ekkert athugavert við það, nú spyr ég hvort þessi olía sé í lagi.

Bílinn hagar sér undanlega eftir að ég fékk hann í mínar hendur fyrir nokkrum vikum og var skipt um olíu áður en ég fékk hann sem er um 1000 km síðan frá skiptingu, hann höktir þegar hann er kaldur og þegar það er frost t.d. -2 og hærra og ekið er á honum köldum þá kemur fram hökt, ef stoppað er snögglega þá drepst á honum.

Ekkert athugavert kemur fram að örðu leyti annað en að check engine logar áður en vélinni er startað, öll önnur ljós slökkna en check engine ljósið slokknar ekki fyrr en maður er búin að starta bílnum.

Endilega einhver



mbk
SSV

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 20:19
frá Freyr
Ég er ekki viss um að það sé olían sem er að hrekkja hann en það má þó vera. Í þínum sporum myndi ég skipta strax um olíu og setja á hann 5/20 og nýja síu. Þessi MDS búnaður vinnur gegnum undirlyfturnar með því að stýra mótorolíuflæði inn á þær með segulspólum. Með því að hafa of þykka olíu ruglast þessi stýring og undirlyfturnar gera ekki það sem þær eiga að gera á réttum tíma svo ventlaopnun brenglast.

Værir þú til í að deila með okkur hvaða smurstöð þetta var? Ég tel þessi vinnubrögð langt því frá til fyrirmyndar. Það er ástæða fyrir því að framleiðendur tilgreina hvaða vökva skal nota á bíla.........

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 20:40
frá kolatogari
Ég hef nú alltaf haft þann sið að fylgja leiðbeiningum vélarframleiðanda um smurolíur. Ég myndi drífa í því að skipta um smurolíu, því 10-40 er alltof þykkt ef 5-20 er uppgefinn olía.

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 21:04
frá lalligs
Ég er með Dodge Ram 5.7 hemi með þessu MDS kerfi. Þessi sömu mistök voru gerð við smurskipti hjá mér fyrst eftir að ég keypti bílinn. Check engine ljósið kom og lét ég lesa af honum í þrígang vegna þess áður en smurstöðin kveikti á perunni. Höfðu greinilega verið búnir að fá nokkrar fyrirspurninir vegna vandamála með þennan mótor. Þetta var seint á árinu 2007 og fram á byrjun 2008. Vandamálið var að það var erfitt að fá þessa 5w20 olíu. Þetta var Shell smurstöðin í Garðabæ. Þeir hafa verið með Amsoil 5w20 olíu síðan þá.

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 21:10
frá lalligs
Ég nota bílinn í dag með þetta kerfi óvirkt. Eyðir minna ef eitthvað er, enda hefur bíll yfir 2.5t ekkert að gera með 4cyl rellu :) og skemmtilegri að auki.

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 21:25
frá ssteinar
Sælir og takk fyrir svörin og endilega fleiri komið með athugasemdir en já ég furða mig á því afhverju er ekki notað olíu eins og ætlast er til. Eflaust gæti fyrri eigandi hafa sagt verkstæðuna að nota ódýrari olíu en ég spurði verkstæðið sjálfur og mér fannst hann vera öruggur á því að það væri í lagi að nota þessa ódýrari olíu en það á kannski meira við bíla með hafa ekki svona kerfi.

Að mótorinn kafni gæti verið þessu tengd eða súrefnisskynjarinn sé eitthvað að klikka en eins og ég segi þá kafnar mótorinn og slökknar á honum ef ég stoppa snögglega eða tikka snökt á bensíngjöfina í frígír en þetta gerist bara á fyrstu mín á meðan vélinn er að ná hita og mjög sjaldan.

Check Engine ljósið logar ekki ef vélinn er í gangi en ef ég svissa á honum þá koma þessi check ljós upp og slökknar á þeim eftir 3 sek nema check engine ljósið og olíukannan logar líka stundum.

Hef ítrekað mælt og athugað hvort það sé ekki næg olía á honum en svo virðist vera.

mbk
Sigurður

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 22:32
frá diddim
Sæll.

Ég man að hafa lesið einhverstaðar um "crank sensor" sem væri að valda því að þessir bílar dræpu á sér. Endilega láttu lesa af bílnum með tölvu.
Ef þú google-ar "wk hemi stalls" þá færðu nokkra sem eru að lenda í því sama.

Kv
Kristmundur

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 22:42
frá olei
ssteinar wrote: manual kemur fram að: NOTE: Vehicles with the 5.7L Multiple Displacement System must use SAE 5W-20 oil. Failure to do so may result in improper operation of the Multiple Displacement System.

Þetta er mjög skýrt og afdráttarlaust. Ég mundi skipta strax um olíu og sjá hvort að hann lagast ekki.

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 27.mar 2013, 22:55
frá Nenni
Tölvurnar í þessum bílum eru farnar að lesa gildi á rauntíma og ef knock sensorar og undirliftur eru viðbragðsseinar þá les tölvan bara bilun og geturþá farið í meta stable state og drepst á bílnum. maður verður að nota þær olíur sem eru gefnar upp í þessa nýju bíla hvort sem það er á vél eða skiptingu annars getur allt farið í fokk.

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 28.mar 2013, 00:05
frá Fordinn
Retta oliu a motor, 0-30 olia getur sloppið enn allsekki 10-40. Þessir bilar eru mjog viðkvæmir fyrir röngum olium. Skipta strax!!!!

Re: 06 Grand Cherokee 5,7 v8 Hemi Olíumál .. vantar ráðleggingar

Posted: 28.mar 2013, 01:20
frá Gulli J
Settu strax rétta olíu á bílinn, þú getur eyðilagt undirlifturnar í bílnum.
Látu lesa bílinn strax, ég lenti í truntugangi með minn, alveg eins bíll, þá var farin sensor í honum, man ekki hvaða sensor það var.