Síða 1 af 2
Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 17:33
frá villi58
Þetta Prolong vakti athygli mína þegar ég fór að lesa bækling um góða virkni.
Bíllinn minn hefur verið lengi þannig að þegar ég starta í gang þá hefur hann gengið frekar truntulega til að byrja með, svolítið misjafn og háð hitastigi við gangsetningu. Nú ég var búinn að skoða flest og þ.m. glóðarkerti, hitakerti í soggrein og fl. og ekkert breyttist. Ég áhvað að setja einn brúsa af Prolong Oil Stabiliser magn 940 og eitthvað ml. Næsta dag þá var bíllinn úti og c.a. 5¨gráðu frost, starta og vélin gekk eins og ný vél án þess að vera með þennan truntugang eins og ég var orðinn vanur, þannig að ég bendi mönnum á hvað þetta er að gera fyrir mína vél og ekkert ólíklegt að þetta geti hjálpað öðrum. Það er best að taka fram hvaða vél þetta er en þetta er Toyota Hilux disel 2.4 TD árg. 1991 ekin um 200 þús. km.
Eftir haug að árum og búinn að prufa fullt af ýmsum undraefnum þá loksins var ég kominn með efni sem virkar, svínvirkar.
Sama gerðist við Land Rover Defender strax daginn eftir þá fór hann að ganga almennilega eftir gangsetningu.
Mér finnst þetta vera áhugavert hvernig þetta virkar en held að þetta gagnist best vélum sem eru orðnar eitthvað slitnar.
Svo væri gaman að fá að heyra frá öðrum sem hafa prufað Prolong.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 18:39
frá jeepson
Ég er búinn að vera að benda mönnum á prolong efniní 2 ár. En auðvitað hlustar engin frekar en vanalega. En gott að það séu fleiri en ég að benda á þessi efni. Þau eru dýr en alveg þess virði.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 19:58
frá villi58
jeepson wrote:Ég er búinn að vera að benda mönnum á prolong efniní 2 ár. En auðvitað hlustar engin frekar en vanalega. En gott að það séu fleiri en ég að benda á þessi efni. Þau eru dýr en alveg þess virði.
Þetta Prolong kallast varla dýrt í dag, færð tæpan líter á 1792.- ég held að þetta sé það langódýrasta efni sem ég hef keypt, líter af eðal smurolíu sem ég hef séð kostar ekki undir 1000.- og síðan mikið meira fyrir sumar olíur.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 20:01
frá s.f
hvar fæst þetta efni
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 20:12
frá Forsetinn
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 20:15
frá villi58
Straumrás Akureyri
Var áðan í rennibekk og smurði tannhjólin og snarlækkaði í honum, mikill munur. Eins var með Hilux disel vélina mína það lækkaði háfaðinn til muna og mun þéttari gangur.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 22:27
frá Svenni30
Snildar efni, ég nota þetta líka
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 27.mar 2013, 23:26
frá Aparass
Alltaf í náttborðsskúffunni............
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 28.mar 2013, 00:57
frá villi58
Aparass wrote:Alltaf í náttborðsskúffunni............
Aparass!!!!!! þetta er ekki afturendasmyrsl.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 28.mar 2013, 02:07
frá Valdi Alla
villi58 wrote:Aparass wrote:Alltaf í náttborðsskúffunni............
Aparass!!!!!! þetta er ekki afturendasmyrsl.
Hehe. Svona svona róa sig, hann hlýtur að mega nota þetta þar sem honum þykir það virka best.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 28.mar 2013, 09:03
frá hobo
Þetta hljómar nokkuð vel, þ.e.a.s á vélar..
Er ekki frá því að maður skelli sér á einn brúsa til að hella á Fókusinn og sjá hvort hann brenni minni olíu.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 06.apr 2013, 23:27
frá JÞG
Þetta er að grjót virka er með þetta á motor skipingu og drifum. Sá mun á eyðslu ca 1-2 L
kv JÞG
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 07.apr 2013, 00:14
frá emmibe
Það var smá tikk fyrst við gangsetningu það hvarf og hann hætti að brenna olíu og þýðari gangur, mjög ánægður með þetta.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 07.apr 2013, 00:38
frá villi58
Búinn að setja á loftpressurnar í skúrnum og öll loftverkfæri og hef fundið töluverðan mun á öllu.
Var að vona að þetta væri eitthvað sem mun duga vel ekki bara fyrstu vikurnar og svo búið eins og flest önnur rándýru undraefni sem ég er búinn að prufa í gegnum árin, en Prolong virkar enn mjög vel og vona að t.d. að það virki minnst á milli olíuskipta, þá er komið efni sem er öllu framar en allt annað sem ég hef gert tilraunir með.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 07.apr 2013, 10:02
frá Freyr
Tjahh, svei mér þá, held ég skipti út lýsinu og fari að taka þetta með morgunmatnum;-)
Menn virðast einhliða á því að þetta virki vel, það er óvenjulegt í sambandi við bætiefni sama hvers kyns þau eru. Það fer að verða áhugavert að prófa þetta. Þó er ég alltaf efins um að setja bætiefni á skiptingar sem einnig fer á drif, vélar o.fl. Ég hef alltaf notað bara rétta olíu á skiptingar og látið það duga.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 31.maí 2013, 17:41
frá hobo
Eru einhverjir fleiri komnir með reynslu af þessu efni?
Hvar fæst þetta á höfuðborgarsvæðinu? Bara hjá Vöku?
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 31.maí 2013, 19:09
frá sukkaturbo
Ætli það sé í lagi að nota þetta á niðurgríanirnar á unimog hásingunum en á portalana fara um 250ml? kveðja Tilli
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 31.maí 2013, 21:09
frá villi58
Guðni tilli! það ætti að vera í lagi, hef ekkert séð á Internetinu né leiðbeiningum á brúsa sem mælir því mót.
Ég held að þú sért bara að fá burðugri smurfilmu og hálli.
Búinn að setja á flest í bílnum, AC dælu, drif, gírkassa, vél. Loftpressur, loftverkfæri, gírkassa rennibekk, eftir það var hægt að hlusta á útvarp meðan ég var að renna.
Það fyrsta sem sem mér fannst magnað að eftir gangsetningu á mínum fjallabíl að hann hætti að ganga truntulega eins og væri ónýt glóðarkerti og ekki eins mikill háfaði.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 31.maí 2013, 21:21
frá sukkaturbo
Sæll Villi þá setjum við einn bauk á drifinn og annan á mótorinn og spólum af stað?? Kanski best að setja þá einn á dekkin svo hægt verði að spóla. Jú þetta er bara 4 lit vél og sjálfskipt að auki.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 31.maí 2013, 22:41
frá khs
Verð að prufa þetta næst. Er alger sukker fyrir bætiefnum. Er reyndar með Militec núna og það minnkar vélarhljóðið og slær aðeins á eyðslu þannig að ég verð að bíða með þetta fram að hausti við næstu skipti. Minn er akkurat eins og sá sem hóf þetta spjall, er trunta kaldur og fer eftir hitastigi, að sumarlagi ágætur en þegar er aðeins kaldara og jafnvel á veturnar gengur hann illa þar til gefið er inn eða lagt er af stað.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 31.maí 2013, 23:27
frá villi58
sukkaturbo wrote:Sæll Villi þá setjum við einn bauk á drifinn og annan á mótorinn og spólum af stað?? Kanski best að setja þá einn á dekkin svo hægt verði að spóla. Jú þetta er bara 4 lit vél og sjálfskipt að auki.
Já Guðni þetta er fínt á dekkin til þú getir spólað á hrísgrjónavagninum. Settu bara ekki á sjálfskiptinguna, það er önnur tegund af Prolong fyrir þær.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 01.jún 2013, 12:18
frá jongud
Aparass wrote:Alltaf í náttborðsskúffunni............
Og eru hljóðin eitthvað minni?
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 01.jún 2013, 12:51
frá villi58
jongud wrote:Aparass wrote:Alltaf í náttborðsskúffunni............
Og eru hljóðin eitthvað minni?
Hjá mér hefur Prolong minnkað háfaða (vélaglamur) í öllum tilfellum sem ég hef notað þetta.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 08.jún 2013, 22:15
frá hobo
Er þetta bara til í Vöku?
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 08.jún 2013, 22:18
frá oggi
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 08.jún 2013, 22:22
frá hobo
Allir þessir staðir selja ekki allar Prolong vörur. T.d fæst bara SPL100 í Byko.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 08.jún 2013, 22:26
frá khs
Veit að smurstöð Skeljungs á Laugavegi selur þetta. Ætla að skella þessu í næsta haust. Verður gaman að sjá hvernig munurinn á þessu og Militec er sem ég hef notað undanfarin 2 ár.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 09.jún 2013, 11:43
frá Habbzen
Fáið allt Prolong í afgreiðslu Hringrásar Klettagörðum.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 09.jún 2013, 11:53
frá villi58
Nú er komið að því að setja þetta á sláttuvélina, örugglega góður mjöður fyrir hana.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 09.jún 2013, 12:58
frá JóiE
Hefur einhver prufað þetta á vökvastýri?
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 09.jún 2013, 16:40
frá villi58
JóiE wrote:Hefur einhver prufað þetta á vökvastýri?
Þú verður að hafa á hreinu að það er sér fyrir stýrisvökva, ekki það sama og fer á vélar.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 09.jún 2013, 16:44
frá JóiE
Já.. það er eitthvað sem verður að passa. Langar bara að prufa þetta á vélina, drifin, sjálfskiptinguna og vökvastýrið
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 24.jún 2013, 11:06
frá arni87
Ég setti þetta á Landroverinn hjá mér og líka í Musso og það var allt annað.
Gangurinn varð mun betri í Musso.
Landroverinn var leiðinlegur í gang, og vel hávær og grófur, reykti talsvert og groddaralegur gangur fyrir.
Eftir að fá þetta í olíuna (sem ég veit ekki aldurinn á)
Varð gangurinn mun betri, hann var ekki eins grófur.
Háfaðinn minnkaði talsvert.
Hann varð mun betri í gang.
Og reykti minna.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 24.jún 2013, 12:06
frá villi58
Setti á sláttuvélina sem gekk hálf illa en strax eftir að ég byrjaði að slá þá varð gangurinn jafn og góður, bara eins og hún var ný fyrir 32 árum. Topp efni.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 24.jún 2013, 18:40
frá HaffiTopp
Fór og keypti mér spíssahreinsinn frá þeim áðan, og bjóst við að borga rúmann 2000 kall fyrir. Verðið 1250og eitthvað. Ekki mikið verð það.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 24.jún 2013, 19:49
frá StefánDal
Fer þetta í olíutankinn eða í mótorolíuna?
Er með Isuzu Trooper með 3.1 mótornum sem fretar eftir gangsetningu og er seinn af stað. Prufaði eitthvað spíssa undraefni um daginn, fann engan mun.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 24.jún 2013, 21:13
frá villi58
Þá gæti Oil Stabiliser hjálpað þér, sett á mótorinn og kanski hættir hann að freta eftir gangsetningu.
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 24.jún 2013, 21:42
frá jeepson
Það er líka til efni frá prolong sem heitir AFMT það er hægt að nota það á vélar, drif og kassa Mér var ráðlagt að nota það samt ekki á diskalæst drif. Þær eiga það til að fara of vel. En ég er með AFMT á vélinni og aftur drifinu á 33" pattanum. Og ætla svo að setja oil stabilizer á 38" pattann :)
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 02.júl 2013, 10:48
frá Svenni30
Villi hvað setur þú mikið af þessum mjöð á drifin og gírinn ?
Re: Prolong Oil Stabiliser
Posted: 02.júl 2013, 11:59
frá villi58
Það er gefið upp á brúsanum hvað notast mikið í 4 eða 5 ltr. man ekki hvort, reiknaði svo út þannig að væri svipað hlutfall á drifum og kössum.