Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?


Höfundur þráðar
GylfiRunner
Innlegg: 41
Skráður: 17.nóv 2011, 16:07
Fullt nafn: Gylfi Þór Rögnvaldsson

Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá GylfiRunner » 27.mar 2013, 11:16

veit einhver hvaða riðfría efni er hægt að nota í öxla? á að vera til eitthvað herðanlegt riðfrítt sem hentar í öxla



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Kiddi » 27.mar 2013, 11:31

Ryðfrítt í driföxla?


Höfundur þráðar
GylfiRunner
Innlegg: 41
Skráður: 17.nóv 2011, 16:07
Fullt nafn: Gylfi Þór Rögnvaldsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá GylfiRunner » 27.mar 2013, 11:38

já það á að vera til sem er með svipaðan styrk og cromestál


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá villi58 » 27.mar 2013, 11:41

Ég spyr nú bara til hvers ryðfrýa ?


Höfundur þráðar
GylfiRunner
Innlegg: 41
Skráður: 17.nóv 2011, 16:07
Fullt nafn: Gylfi Þór Rögnvaldsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá GylfiRunner » 27.mar 2013, 11:42

það er aðallega vegna þess að ég vinn á renniverkstæði sem ekki má vinna svart stál


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá villi58 » 27.mar 2013, 11:50

GylfiRunner wrote:það er aðallega vegna þess að ég vinn á renniverkstæði sem ekki má vinna svart stál

Þá gerir þú það bara á svörtu :)

User avatar

Gormur
Innlegg: 64
Skráður: 20.jan 2012, 21:38
Fullt nafn: Gunnar Sigurfinnsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Gormur » 27.mar 2013, 12:57

Ég fann þetta á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Stainless_steel

Martensitic stainless steels are not as corrosion-resistant as the other two classes but are extremely strong and tough, as well as highly machinable, and can be hardened by heat treatment. Martensitic stainless steel contains chromium (12–14%), molybdenum (0.2–1%), nickel (less than 2%), and carbon (about 0.1–1%) (giving it more hardness but making the material a bit more brittle). It is quenched and magnetic.

Precipitation-hardening martensitic stainless steels have corrosion resistance comparable to austenitic varieties, but can be precipitation hardened to even higher strengths than the other martensitic grades. The most common, 17-4PH, uses about 17% chromium and 4% nickel.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Navigatoramadeus » 27.mar 2013, 13:47

GylfiRunner wrote:það er aðallega vegna þess að ég vinn á renniverkstæði sem ekki má vinna svart stál


forvitni, af hverju má ekki vinna svart stál þarna ?


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá birgthor » 27.mar 2013, 15:08

Vinna á svörtu stáli fer ekki saman við gæðasmíði úr ryðfríu stáli.

Mörg fyrirtæki í dag setja það sem skilyrði hjá verkstæðum sínum og undiverktökum að vinnusvæði fyrir ryðfrítt sé vel skilið frá vinnusvæði fyrir svart stál
Kveðja, Birgir


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Navigatoramadeus » 27.mar 2013, 15:30

birgthor wrote:Vinna á svörtu stáli fer ekki saman við gæðasmíði úr ryðfríu stáli.

Mörg fyrirtæki í dag setja það sem skilyrði hjá verkstæðum sínum og undiverktökum að vinnusvæði fyrir ryðfrítt sé vel skilið frá vinnusvæði fyrir svart stál



ég náði að það er ekki hægt/æskilegt að hafa þetta á sama svæði en af hverju ?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Kiddi » 27.mar 2013, 15:32

Ef þú færð agnir af svörtu stáli með ryðfríu hlutunum sem eru smíðaðir þá færðu ryð...


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Navigatoramadeus » 27.mar 2013, 16:30

Kiddi wrote:Ef þú færð agnir af svörtu stáli með ryðfríu hlutunum sem eru smíðaðir þá færðu ryð...


takk.

ég gluggaði í bók 4 Rennismíði eftir Þorstein Guðlaugsson og sá að það var bullað í mér einhverntíman fyrir löngu að beintenntir gírar væru sterkari en skátenntir !

sjálfsagt engar fréttir nema fyrir mig því ég man eftir því að menn voru að fjárfesta í rándýrum race-gírkössum sem söng í og ég spurði út í hvort ætti að syngja svona í þessu og svarið var þetta; "já, þetta eru beintenntir kassar, mikið sterkari en syngur dáldið í þeim"
Viðhengi
gírar.jpg

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Kiddi » 27.mar 2013, 16:58

Já ég veit nú ekki alveg hvernig þetta tengist efni þráðarins en ætla samt að leyfa mér að svara þessu með beintennt vs. skátennt.
Skátennd tannhjól vilja spenna sig hvort frá öðru og setja meira/öðruvísi álag á legur, en eru hljóðlátari.


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Kalli » 27.mar 2013, 17:02

málmtækni.
Vagnhöfða 29 - 110 Reykjavík Sími: 580 4500
Síðast breytt af Kalli þann 28.mar 2013, 09:27, breytt 2 sinnum samtals.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Navigatoramadeus » 27.mar 2013, 17:50

Kiddi wrote:Já ég veit nú ekki alveg hvernig þetta tengist efni þráðarins en ætla samt að leyfa mér að svara þessu með beintennt vs. skátennt.
Skátennd tannhjól vilja spenna sig hvort frá öðru og setja meira/öðruvísi álag á legur, en eru hljóðlátari.


góð athugasemd :)

mín skoðun er amk sú að öll vitneskja er af hinu góða, eiginlega eina ástæðan fyrir því að ég hangi hér og á fleiri spjöllum er að maður er sæmilega forvitinn og fróðleiksfús, um að gera að henda inn atriðum sem gætu skipt máli og/eða útskýrt eitthvað.

menn hafa mismunandi styrkleika, um að gera að nota svona spjall til að hafa gaman og ekki verra að læra eitthvað.

þess meira sem maður lærir því betur gerir maður sér grein fyrir því hvað maður veit lítið :D

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Freyr » 27.mar 2013, 19:59

Skátennt eru sterkari því þau eru með meira þverskurðarflatarmál á brotfleti tannana. Rétt er þó eins og kiddi bendir á að skátennt þrýsta sér í sitthvora áttina og því þarf að nota með þeim legur sem taka einnig upp axial krafta (eftir endilöngum öxli) en ekki bara radial krafta (þvert á öxul) en það dregur ekki úr styrk tannana. Ástæða þess að beintentir kassar eru notaðir í t.d. rallíbílum er ekki að beintenntir séu sterkari heldur er minna tap í þeim en skátenntum svo minna afl tapast í drifrásinni.

Freyr


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá villi58 » 27.mar 2013, 20:24

Freyr wrote:Skátennt eru sterkari því þau eru með meira þverskurðarflatarmál á brotfleti tannana. Rétt er þó eins og kiddi bendir á að skátennt þrýsta sér í sitthvora áttina og því þarf að nota með þeim legur sem taka einnig upp axial krafta (eftir endilöngum öxli) en ekki bara radial krafta (þvert á öxul) en það dregur ekki úr styrk tannana. Ástæða þess að beintentir kassar eru notaðir í t.d. rallíbílum er ekki að beintenntir séu sterkari heldur er minna tap í þeim en skátenntum svo minna afl tapast í drifrásinni.

Freyr

Rétt hjá þér meistari.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Navigatoramadeus » 27.mar 2013, 20:30

Freyr wrote:Skátennt eru sterkari því þau eru með meira þverskurðarflatarmál á brotfleti tannana. Rétt er þó eins og kiddi bendir á að skátennt þrýsta sér í sitthvora áttina og því þarf að nota með þeim legur sem taka einnig upp axial krafta (eftir endilöngum öxli) en ekki bara radial krafta (þvert á öxul) en það dregur ekki úr styrk tannana. Ástæða þess að beintentir kassar eru notaðir í t.d. rallíbílum er ekki að beintenntir séu sterkari heldur er minna tap í þeim en skátenntum svo minna afl tapast í drifrásinni.

Freyr


ég ætla að kalla þetta eitt besta svar sem ég hef séð á þessu ágæta spjalli, takk fyrir það :)


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá juddi » 04.apr 2013, 22:36

Það er 301 sem hægt er að herða annars er þetta tómt ruglmeð að ekki meigi koma með svart efni á sama stað þar sem öll verkfæri sem notuð eru eru ekki riðfrí en ég kannast við þessa paranoju síðan ég vann í Marel
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá villi58 » 05.apr 2013, 00:19

juddi wrote:Það er 301 sem hægt er að herða annars er þetta tómt ruglmeð að ekki meigi koma með svart efni á sama stað þar sem öll verkfæri sem notuð eru eru ekki riðfrí en ég kannast við þessa paranoju síðan ég vann í Marel

Að vinna með ryðfrítt efni á ekki að koma nálægt svörtu, það má ekki nota vírbusta á ryðfrítt sem er búið að nota í svart, ekki þjöl eða önnur verkfæri annars ryðgar á ryðfría efninu, líka þá svífa agnir úr málmunum út um allt, þetta er bara eðlilegt ef menn setjast aðeins niður og hugsa um þetta. Þar sem er verið að smíða vandaða hápóleraða hluti þá er nauðsinlegt að halda þessu aðskildu. Eins er með alskonar sýrur klór og fl. á ekki heima t.d. nálægt viðhvæmum rafhlutum.
Ég setti óvart sýru til að þvo ryðfríar suður sem var í plastbrúsa með verkfærum og ým. öðru og svo fór ég að taka eftir að verkfærin voru byrjuð að ryðga, þetta var vegna þess að plastbrúsinn hann lekur þó það sé ekki svo mikið að blotni undir brúsanum. Hafið örugglega tekið eftir því að plastflaska eða brúsi síga saman með tímanum, þetta er vegna þess að plastílát er einfaldlega ekki þétt og svo má lengi telja áfram með ým efni.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá juddi » 05.apr 2013, 09:18

Stærsta vandamálið í þessu er að efnið svarta og ryðfría liggi ekki saman í rekka og sé ekki verið að slípa það á sama stað en að nota sama rennibekkin breytir engu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá villi58 » 05.apr 2013, 09:58

Notar bara ekki sömu rennistálin


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá juddi » 06.apr 2013, 12:33

Eða taka góðan spón fyrst í eithvað sem ekki skiptir máli svo er gott að pólera öxlana í bekknum minkar lýkur á broti ekki bara á ryðfríum öxlum heldur öllum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Svekktur
Innlegg: 49
Skráður: 17.apr 2010, 09:39
Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
Bíltegund: Toyota lc 80

Re: Riðfrítt efni í öxla, herðanlegt?

Postfrá Svekktur » 06.apr 2013, 20:32

Ef að það má ekki vinna svart efni á vinnustaðnum þá má það ekki alveg sama hvað menn hér á spjallinu segja punktur.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur