Síða 1 af 1

Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 12:01
frá Simpansi
Kæru jeppaspjallarar,

Ég er nemandi við Háskóla Íslands og ég ásamt samnemendum mínum erum að kanna sportjeppamarkaðinn á Íslandi.
Könnun þessi er gerð af nemendum í meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Tilgangur hennar er að kanna vitund og ímynd bílategunda á sportjeppamarkaði á Íslandi. Það tekur aðeins öfáar mínútur að svara könnuninni og svörin við henni verða ekki rakin til einstakra þátttakenda. Viðsamlegast svarið eftir bestu getu.

Könnunin er hér í vefslóðinni að neðan:

http://www.kannanir.is/nemendur/index.p ... 39&lang=is

Í von um góð viðbrögð,

Kær kveðja
Guðmundur Vigfússon
gfv2@hi.is

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 13:17
frá kjartanbj
sportjeppi .. hvað er nú það

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 13:19
frá kjartanbj
ah, þið eigið við svokallaða slyddujeppa.. kannski einhver hér inni geti svarað þessum spurningum sem þekkir svoleiðis

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 13:36
frá Simpansi
"Fræðimennirnir" vilja kalla þetta sportjeppa. Annars er slyddujeppi gott orð eða jepplingur eins og margir tala um.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 13:53
frá kjartanbj
Fólksbílar er líka gott orð :)

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 14:18
frá Ofsi
Sammála þér Kjartan, fólksbílar :-Þ

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 15:11
frá Dodge
Sæll Guðmundur.

Smá vinsamleg ábending varðandi þessa könnun. Hún er talsvert vanheppnuð eða í það minnsta vitlaust nefnd.
Ekkert af þessum bílum sem þarna eru taldir upp eru "Sportjeppar", þetta eru jepplingar.

Hugtakið sportjeppi í íslenskri tungu er notað yfir öfluga bíla sem eru byggðir upp sem jeppar, nokkurskonar samblanda jeppa og sportbíls, það er ekki notað sem beinþýðing á SUV (sport utility vehicle)

Það sem menn kalla sportjeppa er t.d. Jeep Cherokee (sérstaklega SRT8), Ford Edge og mögulega Explorer, Porsche Chyenne, BMW X5 og kannski X3, Bens jepparnir, sérstaklega AMG týpur o.s.frv.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 21:38
frá Simpansi
Takk fyrir ábendinguna. Við erum búin að sitja mikið yfir þessu og reyna að finna heppilegt orð fyrir þessa tegund bíla. Jepplingur er kannski eftir allt réttasta orðið en við erum að vinna þessa könnun í samráði með bílaumboði og þeir vildu nota orðið Sportjeppi. Það er auðvitað rétt að allir bíla á þessum lista flokkast ekki beint sem Sportjeppar.

En takk fyrir góða ábendingu.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 22:09
frá HaffiTopp
Það sem þið setjið upp í könnuninni, eða sem sagt þær tegundir er það sem öllu jafna er kallað jepplingur uppá íslenskuna. Nokkrir af þessum bílum eru hreinræktaðir jeppar með háu og lágu drifi í millikassa. Suzuki Vitara, Kia Sportage (eldri típan) og Kia Sorento. Þýðir lítið að kalla þessa bíla jepplinga þótt þeir séu ekki þeim mun stærri en þessir hefðbundnu jeppar. Þá gæti maður alveg eins sagt að þessir "litlu" pallbílar væru ekkert pallbílar þar sem þeir séu ekki jafnstórir og þessir [hefðbundnu] amerísku risapickuppar.
Svo er ameríska hugtakið SUV (sport utility vehicle) annar handlegur. Þar er einfaldlega verið að meina jeppa, helst með háu og lágu drifi þótt sumir af þessum bílum séu líka til bara með afturdrifi og það sama á við um pallbílana. Og þar er vísun í nafnið eitt og sér alveg nóg til að fatta til hvers þeir eru notaðir. Til að keyra á ströndunum, keyra til fjalla og alls konar vegleysur til að geta stundað sitt sport og skemmt sér og farið í sumarbústað sem er langt út fyrir þéttbýlið.
Sé lítið tengst milli Jeep SRT8 og Ford Edge, hvað þá Explorer Phorsche og svo BMW X eitthvað og eitthvað. Þarna er verið að bera saman bíla með og án alvöru millikassa og sumir þessara jepplinga eru ekkert annað en fjórhjóladrifnir fjólskbílar með mismunandi útgáfum af fjórhóla/sídrifi. Maður getur alveg fengið sér stórann fólksflutningsbíl með mikið innanrými, fjórhóladrif og allt það og þá er maður nánst kominn á jeppling.
Svo vantaði einn jeppling í könnunina. Allavega samkvæmt minni talningu.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 22:13
frá StefánDal
Gafst upp á þessari könnun á fjórðu spurningu. Ég skil hreinlega ekki um hvað er verið að tala. Hefði kannski átt að fara í háskóla.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 22:47
frá Kiddi
Jááá ég gafst upp þegar ég sá 765 krossa á einni síðu... ég er ekki alveg að nenna að svara svona mörgum spurningum um fólksbíla!

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 26.mar 2013, 23:40
frá hjalz
þetta er nú meira ruglið !

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 27.mar 2013, 01:21
frá Freyr
Þessi könnun er eiginlega frekar glötuð. Hef verið í námi í HR og fæ gegnum mailið þar ótal kannanir frá nemendum og alla jafna svara ég þeim. Þetta er sú fyrsta sem ég nenni ekki að klára þrátt fyrir að hafa opnað hana og byrjað. Það að búa til könnun sem þessa með fáránlega mörgum reitum er dæmt til að mistakast. Það mun varla nokkur maður nenna að svara þessu öllu samviskulega svo sennilega fá línurnar sem eru efst og lengst til vinstri þokaklega athygli en eftir því sem neðar dregur og lengra til hægri minkar áhuginn og svörin gefa því engan veginn raunhæfa mynd af málinu sem fjallað er um. Uppsetningin mun því stýra útkomunni......

Að auki tek ég undir það sem fram kemur hér að ofan, þetta eru slyddujeppar/jepplingar en ekki sportjeppar.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 27.mar 2013, 08:47
frá jongud
Slyddujeppar er það orð sem jeppamenn á stærri jeppum nota um svona tæki.

Að setja forskeytið "sport" fyrir framan er væskilslegt sölutrix hjá viðkomandi umboði.

Hvort suma þessara bíla megi yfirhöfuð kalla jeppa er spurning sem þessi brandari segir nokkuð um.

"Asni gekk fram á Suzuki Vitara.
Sæll jeppi, sagði asninn.
Sæll asni, sagði súkkan.
Þá fór ansinn að hágráta og sagði;
úr því að ég var svo kurteis að kalla þig jeppa hefðir þú allavega átt að kalla mig HEST!
"

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 27.mar 2013, 09:52
frá Dodge
Smájeppi er sennilega rétta orðið til að dekka þessa bíla sem könnunin nær yfir.

Og SUV nær yfir alla öfluga jeppa hvort sem þeir eru með millikassa eða ekki.
Allir þeir bílar sem ég taldi upp eru yfir 300 hö, og þar af leiðandi ekki bara hannaðir með notagildi og hagkvæmni í huga heldur eitthvað meira.. þar af leiðir "sport" tilvísunin.

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 27.mar 2013, 21:49
frá Krúsi
jongud wrote:
"Asni gekk fram á Suzuki Vitara.
Sæll jeppi, sagði asninn.
Sæll asni, sagði súkkan.
Þá fór ansinn að hágráta og sagði;
úr því að ég var svo kurteis að kalla þig jeppa hefðir þú allavega átt að kalla mig HEST!
"


hahahahaha "LIKE"

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 27.mar 2013, 22:01
frá olei
Ég ætla ekki að gefa seljendum höggstað á mér og svara því ekki þessari könnun.

Ef vel tækist til við markaðsrannsóknirnar gæti svo farið að yfir mig yrði hellt markaðsheilaþvotti (sem virkaði á mig út frá mínum svörum) þannig að ég endaði á því að kaupa mér nýjan "sportjeppa".

Talandi um að skjóta sig í fótinn!

Re: Sportjeppamarkaðurinn á Íslandi

Posted: 27.mar 2013, 22:15
frá gislisveri
Voðaleg eymd er í ykkur. Ef ykkur líst ekki á könnunina, svarið henni þá ekki, en sleppið því að hrauna yfir drenginn sem er bara að reyna að skila sinni vinnu samviskusamlega.
Þarna er verið að biðja um álit á nokkrum bíltegundum og skiptir engu hvort þeir eru kallaðir jeppar eða fólksbílar eða vatnaliljur, við þekkjum flesta þessa bíla og getum alveg áttað okkur á hvað um ræðir.
Kv.
Gísli.