Síða 1 af 1

FORD ESCAPE

Posted: 24.mar 2013, 23:41
frá s.f
veit enhver hér hvort það séu enhverjir þekktir gallar eða bilanir í ford escape
3L
árg 2005

Re: FORD ESCAPE

Posted: 25.mar 2013, 09:00
frá Navigatoramadeus
ég vann í Brimborg við að selja notaða í fjögur ár og þ.á.m. Escape, þá fórum við á hverjum degi heim á notuðum bíl, bæði til að þekkja söluvöruna og að hreyfa bílana og fara yfir ástand þeirra með gátlista.

Escape er að mínu mati ágætis vagn, góðir í rólegheitasnatt fyrir fullorðið fólk.

bremsurnar, ABS-hringirnir eru gjarnir á að brotna og gott ef þeir taki ekki skynjarana með sér,
rámar í það hafi verið eitthvað vezen með færslupinnana eða kjálkana,
skiptingar viðkvæmar ef ekki er skipt um vökva og síu reglulega,
það er mikilvægt að halda þrýstingi (og dekkjastærð) jöfnum því miðdrifið (afldeiling til allra hjólanna)
er viðkvæmt fyrir misjöfnum þrýstingi í dekkjum,

annars bara ágætt um hann að segja, persónulega þykir mér þessir bílar (og svosem flestir svona bílar, RAV4, CRV ofl)
eyða alltof miklu hérna innanbæjar, þú ættir að vera með um 10 á hundraðið utanbæjar en 14-15 innanbæjar, jafnvel meira, auðvelt að ná eyðslunni upp með stærri dekkjum og/eða hressilegum hægri fæti.

Escape mætti vera betur hljóðeinangraður, á veturna finnst mér, alger nauðsyn að vera á vönduðum vetrardekkjum, sk. heilsársdekk eru bara ekki að gera sig í snjó og hálku á svona aflmiklum (200hö) og þungum bíl.

en gott eintak af svona bíl er aftur á móti hægt að fá á fínu verði og þægilegt að umgangast þá.

vinur minn á einn árgerð 2004 (ég seldi honum hann já) og það eru rúm fimm ár síðan, í dag er bíllinn ekinn um 170þkm og það hafa farið þessir áðurnefndu ABS-hringir, afturhjólalegur og þurfti nýjan alternator en kolin í honum höfðu grafið sig í straumvendinn svo það var nýr alternator á 60þkr ca, þannig að sem slíkur hefur hann staðið sig vel og ekki verr en svo að vinurinn er að skoða yngri Escape en yngra lagið (2007+) er mun huggulegri í flesta staði.

mbk.
Jón Ingi