Síða 1 af 1
Loftdæla úr N1
Posted: 17.aug 2010, 21:40
frá orninn
Hafa menn profað þessar 2 stimpla dælur frá N1 þær eru gefnar upp með afköst uppá 150 l/min , er það ekki nokkuð nalægt FINI dælunum sem allir vilja.
Er að spá hvort að þetta kannski eitthvað sem er ekki þess virði að setja pening í eða fara beint í Arctic trucks dælurnar eða fini sem virðast hvorugar vera gefins ...
Re: Loftdæla úr N1
Posted: 17.aug 2010, 21:54
frá spazmo
mér var tjáð af starfsmönnum N1 að þetta væri rusl og þeir nenntu ekki að fá þetta í hausinn aftur eftir 2 mán, frekar að fara og eyða í dýrari dælu.
Re: Loftdæla úr N1
Posted: 17.aug 2010, 23:28
frá Haukur litli
Ég prufaði svona tveggja stimpla dælu úr N1. Hún virkaði eitthvað smá þangað til að hún hætti að þjappa og ég henti henni bara.
Re: Loftdæla úr N1
Posted: 18.aug 2010, 08:47
frá joisnaer
mín er nú búinn að virka alveg í meira en ár, og hefur bara alltaf reynst mér vel (nota hana bara í að pumpa í dekk og er ekki með hana fasta í bíl). Ég breytti reyndar aðeins stúttnum á slöngunni, borðai hann bara alveg opinn og tók helvítis plast ruslið sem er utan um stútinn af. Hef einhvern vegin grun um að þetta sé bara alltaf að stíflast og skemmast einhvern veginn og þar af leiðandi lætur þær hætta að þjappa.
Re: Loftdæla úr N1
Posted: 19.aug 2010, 16:41
frá arni_86
Get alls ekki mælt med theim.
Var svona i jeppanum thegar ég fekk hann...hún biladi en eg fekk eina vara med. Sídan brotnadi nippill á varadælunni og ég fór i Landvélar ad kaupa nyjan nippil (thar var á sama tima annar vidskiptavinur ad spurja eftir nákvæmlega sama hlut ur svona dælu) Skipti um thetta og viti menn...thá hætti hún ad dæla. Var bölvad stress á mér ad komast a fjöll med utlendinga svo ég keypti adra eins. Ætla finna mer einhvad annad sem madur getur treyst á
Re: Loftdæla úr N1
Posted: 21.aug 2010, 17:22
frá stebbi1
ég á eina úr N1 hún er að vísu 1cyl, en ég held að hún sé eins nem það vanntr bara anann cylender á hinn endann.
ég er búinn að eiga hana skamlaust í 4 ár, fyrst var ég með hana lausa en núna er hún bolltuð framí húddi og virkar bara vel.
hún er ekkert snögg að dæla en það kemur. hitnar að vísu svolítið maður þarf bara að passa það
Re: Loftdæla úr N1
Posted: 27.sep 2010, 16:28
frá sean
ég keypti mér svona dælu og hún dugði ekki nema í þrjú (18pund)38" dekk og þá var hún hætt að þjappa, fór beinustuleið og keypti mér fini, sem hefur aldrei klikkað. frekar að spreða aðeins meira, það er þess virði. þú vilt ekki vera uppi á fjöllum með ónýta loftdælu