Síða 1 af 1

Hjálp með Pajero

Posted: 22.mar 2013, 17:03
frá redone
Er með ´98 2,8 Pajero sem er búnað vera alveg skelfilega kraftlaus uppá síðkastið, þar sem ég á ekki efni á því í augnarblikinu að láta greina hann á verkstæði vildi ég vita hvort eitthver hérna kannist við þetta.
Ég veit að túrbínan er í góðu lagi er búið að tjékka á henni en þetta lýsir sér þannig að bara vélin vinnur ekki t.d. um daginn var skafl fyrir aftan hann og þegar ég setti í gír hafi vélin bara ekki kraft í að snúa hjólunum, og þetta er eins í brekkum hann gírar sig ekki niður til að fá meiri kraft, ef ég stíg á pedalann bara gerist ekki neitt.
Er tiltölulega nýbúnað eignast hann svo ég er ekki búnað kynna mér þetta nóg svo það væri algjör snilld ef eitthver hérna væri með hugmyndir :)

Re: Hjálp með Pajero

Posted: 23.mar 2013, 10:47
frá diddim
Sæll.

Þetta hjlómar eins og að sjálfskiptingin sé að snuða, ég er ekki nógu fróður með þær, en hérna er þráður inn á f4x4 sem hélt uppi pajerotækjaþræði.
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... lit=pajero

Vona að þetta hjálpi, gangi þér vel

Kv
Kristmundur

Re: Hjálp með Pajero

Posted: 23.mar 2013, 12:45
frá Jóhann
Þetta er nú dáldið líkt því að sían sé stífluð

Re: Hjálp með Pajero

Posted: 23.mar 2013, 14:40
frá Hrannifox
Jóhann wrote:Þetta er nú dáldið líkt því að sían sé stífluð


já gæti ekki verið fjarri lagi, ég byrja alltaf á einföldustu hlutunum

hráolíusía + litil sía sem er fyrir olíuverkið, var að kynna mér þetta og vildu þeir meina að ef drulla er í síuni fyrir olíuverkið
verði bilinn kraftlaus, myndi skoða þessar síur til að byrja með áður en þú ferð að dæma sjálfskiftinguna.


menn sem þekkja þetta kannski aðeins betur gæti leiðbeint þér með hvernig best sé að hreinsa litlu síuna.

kv Hrannar

Re: Hjálp með Pajero

Posted: 24.mar 2013, 16:23
frá Jóhann
Ég hef nú alldrei fundið þessa litlu síu hefur kanski verið fjarlægð einhverntím en þetta lísir sér mjög líkt því þegar sía er að þéttast hef lennt í því sjálfur.