Verðtafla á varahlutum ?

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá aggibeip » 22.mar 2013, 12:40

Góðan dag.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að það væri hægt að búa til einhverskonar verðtöflu yfir helstu varahluti og hluti almennt fyrir jeppana okkar ? Svona eins og er á Vaktini.

Auðvitað væri ekki hægt að vera með hluti sem passa bara í eina tegund eða álíka, heldur er hugmyndin að hafa hluti sem að allir bílar eiga sameiginlega.

Í töflunni gæti t.d. verið:
Rafgeimar
Olía
ATF
Gírolía
Olíur á drif
öryggi
relay
kastarar
xenon eða eitthvað tengt því
o.s.fv

Og það gefur auðvitað auga leið að tilgangurinn með þessari töflu væri til þess að menn gætu séð hvar hver hlutur væri ódýrastur. Eins og sjá má á Vaktini er ódýrasta verðið merkt með grænu.

Alltaf hægt að byrja á lítilli töflu og bæta svo inn með tíð og tíma..

Kveðja.
Agnar


Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá villi58 » 22.mar 2013, 12:46

Tek undir þetta, mjög sniðugt og gagnlegt.


gingi
Innlegg: 6
Skráður: 09.jan 2013, 06:13
Fullt nafn: Guðmundur Sigurðsson

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá gingi » 22.mar 2013, 12:53

sammála.


BjarniThor
Innlegg: 29
Skráður: 29.nóv 2012, 21:12
Fullt nafn: Bjarni Þór Hafsteinsson
Bíltegund: Landcruiser HJ61

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá BjarniThor » 22.mar 2013, 14:32

Þetta er góð hugmynd.

Sérstaklega versamanburð á olíunum. Vegna þess hve þetta er orðið dýrt
í dag munar töluvert um þetta í rekstrinum á bílunum.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá villi58 » 22.mar 2013, 15:11

Hvernig væri að tiltaka tegund á bíl og árgerð á töflu þannig að einfalda leit fyrir alla t.d. Toyota Hilux 2.4 L disel.
Þá kemur upp það sem menn versla um tiltekinn bíl og gerir þetta þægilegt að leyta, smá hugmynd en örugglega margar betri hugmyndir um uppsetningu, endilega koma þessu í gang því þetta getur sparað mönnum að hringja á marga staði til að finna góða hluti á hagstæðasta verðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá aggibeip » 22.mar 2013, 20:39

villi58 wrote:Hvernig væri að tiltaka tegund á bíl og árgerð á töflu þannig að einfalda leit fyrir alla t.d. Toyota Hilux 2.4 L disel.
Þá kemur upp það sem menn versla um tiltekinn bíl og gerir þetta þægilegt að leyta, smá hugmynd en örugglega margar betri hugmyndir um uppsetningu, endilega koma þessu í gang því þetta getur sparað mönnum að hringja á marga staði til að finna góða hluti á hagstæðasta verðinu.


Ég hugsa að það þyrfti að prógramma forrit til þess að gera það svoleiðis kanski svipað og er á www.bilasolur.is þar sem þú myndir þá velja: tegund bíls => árgerð => tegund varahlutar (body/mótor/skipting, o.s.fv.) => varahlut. Það yrði miklu meira dæmi og miklu flóknara í uppsetningu held ég.
Ef maður myndi gera lista yfir teg og árgerð þá væri sá listi mjög stór miðað við hvað það eru margar tegundir+árgerðir+varahlutir.
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá dabbigj » 22.mar 2013, 23:15

held að það væri erfit þar sem fáir gefa upp verð á netinu á varahlutum


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá biturk » 24.mar 2013, 21:12

bara góð hugmynd
head over to IKEA and assemble a sense of humor


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Verðtafla á varahlutum ?

Postfrá stebbiþ » 24.mar 2013, 21:22

Þetta er góð hugmynd og mætti kannski líka ná yfir verkfæri og efniskaup.
Kv, Stebbi Þ.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 10 gestir