Síða 1 af 1
víbringur
Posted: 21.mar 2013, 19:44
frá Gunnar
Sælir, geta ónýtar fóðringar í radíusörmum uppvið hásingu orsakað víbring í drifrás?
Re: víbringur
Posted: 21.mar 2013, 20:14
frá Kiddi
Já ef það kemur asnalegt horn á hjöruliðina á drifskaftinu
Re: víbringur
Posted: 22.mar 2013, 00:18
frá Gunnar
já það er akkúrat svoleiðis, kúlan er til hliðar
Re: víbringur
Posted: 22.mar 2013, 01:12
frá Kiddi
Já þessu er stillt upp á einhvern ákveðinn máta hvort sem það er ekkert brot á neðri hjörulið eða sama brot og að ofan og þegar fóðringarnar eru ónýtar þá veltur hásingin aðeins og þá getur þetta farið úr skorðum => víbringur!
Re: víbringur
Posted: 22.mar 2013, 08:21
frá jongud
Það væri reynandi að taka úr framdrifi og driflokum og athuga hvort víbringurinn minnki. Jafnvel taka framskaftið undan og prófa svo.
Re: víbringur
Posted: 22.mar 2013, 09:44
frá Gunnar
búinn að því og það er enginn víbringur þegar ég keyri bara í framdrifinu, þetta er klárlega að aftan og afstaðan er asnaleg á kúlunni, bara spurning hvort ég nái að lágmarka þennan vibring eða hvort ég þurfi að fara í hásingaskipti aftur!
Re: víbringur
Posted: 22.mar 2013, 13:34
frá Kiddi
Þetta kallar á myndir...!
Re: víbringur
Posted: 22.mar 2013, 13:48
frá Gunnar
já ég veit það, fer í það fljótlega, en í stuttu máli þá er þetta dana 44 með kúluna frekar mikið til hliðar, flestir sögðu að þetta ætti að ganga þannig að ég ákvað að prófa að henda henni undir, svo þegar maður tengdi skapt vð þetta þá fannst mér þetta brot vera helvíti mikið á liðnum, er með þetta uppsett miðað við tvöfaldann lið að ofan en hliðarbrotið er helvíti mikið á neðri hjörulið, þá samkvæmt fræðunum þyrfti ég að vera með einfalda liði bæði að ofan og neðan og velta hásingunni til að fá sama brot að ofan og neðan, en skaptið er svo stutt að ég held að einfaldir ráði varla við þetta, er búinn að redda mér annari hásingu með kúlunni fyrir miðju og ég held að hún endi undir til að fá þetta almennilegt, en var að gæla við veika von um að það væri kannski hægt að fá þetta til að vera til friðs;)