Síða 1 af 1

Smurolíumælir

Posted: 18.mar 2013, 22:06
frá hobo
Hvað segið þið um þetta, er eitthvað vit í þessu?
Kostar 5000 kall úti.

http://visir.is/smuroliumaelir-fyrir-al ... 3130319088

[youtube]eMzKoVFEp2U[/youtube]

Re: Smurolíumælir

Posted: 18.mar 2013, 22:59
frá Freyr
Þetta er í meira lagi áhugavert. Ég er einmitt þeirrar skoðunnar að skipta oft, sérstaklega á jeppa sem notaður er undir 100% álagi tímunum saman. Því mun ég halda áfram þó svo einhver svona græja segi olíuna í lagi því ég efast um að þetta taki tillit til alls (málmagna, sóts og súrnunar, vatns......). Án þess að ég þekki þessa græju neitt veðja ég á að hún mæli ph olíunnar og segi til um sýrustig og meti hana einvörðungu út frá því. Nú þekki ég ekki hvort sót í díselvél er súrt (grunar það þó) en ef ekki og þetta er ph mælir dugar hann í mínum huga ekki til að meta olíu á díselvél.

Það sem ég væri spenntur að prófa er að prófa olíu af mörgum bílum og olíuna á sínum eigin á mismunandi stigum og sjá hvað þetta gerir. Ef það kemur í ljós skýr tenging milli niðurstaða úr græjunni og aldurs/vegalengdar olíunnar ásamt gæðum hennar m.v. skoðun (mat byggt á reynslu og sérvisku frekar en vísindum;-) þá færi ég að taka tillit til græjunnar með tímanum. Hinsvegar dytti mér ekki í hug að kauða svona og fara bara strax eftir þessu.

Kveðja, Freyr

Re: Smurolíumælir

Posted: 18.mar 2013, 23:17
frá StefánDal
Ég var einmitt á sömu skoðun og þú Freyr en fann þetta á heimasíðunni þeirra. Já og svo er þarna takki til þess að skifta á milli bensín/dísel

Lubricheck analyzes a physical property inherent in every tangible object in the universe. It is called the "dielectric" or "permittivity" property of a molecular structure. Lubricheck also measures the high impedance (resistivity) of the oil sample for high carbon content, and metals.
The combination of these two physics principles allows for an accurate measurement of the quality of engine oil. The Lubricheck combines the measurement data for acidity, metal particulate level, carbon level and foreign liquids (except fuel) into one, easy to understand rating of your oil condition.

Re: Smurolíumælir

Posted: 18.mar 2013, 23:32
frá Freyr
Áhugavert lesefni Stefán. Þá stendur bara eftirfarandi eftir af minni upphaflegu pælingu:

Það sem ég væri spenntur að prófa er að prófa olíu af mörgum bílum og olíuna á sínum eigin á mismunandi stigum og sjá hvað þetta gerir. Ef það kemur í ljós skýr tenging milli niðurstaða úr græjunni og aldurs/vegalengdar olíunnar ásamt gæðum hennar m.v. skoðun (mat byggt á reynslu og sérvisku frekar en vísindum;-) þá færi ég að taka tillit til græjunnar með tímanum. Hinsvegar dytti mér ekki í hug að kauða svona og fara bara strax eftir þessu.

Samt slæmt að þetta nemi ekki eldsneyti því olíuþynning vegna óþéttra spíssa í common rail vélum er þokkalega "algengt" vandamál.

Kv. Freyr

Re: Smurolíumælir

Posted: 18.mar 2013, 23:53
frá Kiddi
Er þetta ekki bara sambærilegur búnaður og í mörgum nýjum bílum í dag sem greina olíuna og segja hvenær kominn er tími á að skipta?

Re: Smurolíumælir

Posted: 19.mar 2013, 08:52
frá jongud
það er líka hægt að fá áskrift að efnagreiningu á smurolíum og kælivökva, það eru nokkur fyrirtæki sem gera slíkt, ég hef mun meiri trú á slíku heldur en einhverjum "idíótamælum"

Re: Smurolíumælir

Posted: 19.mar 2013, 11:37
frá Gormur

Re: Smurolíumælir

Posted: 19.mar 2013, 15:44
frá Freyr
jongud wrote:það er líka hægt að fá áskrift að efnagreiningu á smurolíum og kælivökva, það eru nokkur fyrirtæki sem gera slíkt, ég hef mun meiri trú á slíku heldur en einhverjum "idíótamælum"


Þar er ég fyllilega sammála þér. En hafa þarf í huga hvað þjónustan kostar. Í t.d. skipaiðnaðinum og kringum kæliolíu á spennum í virkjunum og tengivirkjum er um svo mikið magn og háar upphæðir að ræða að þar borgar slík þjónusta sig klárlega. En þegar dæmið snýst um rekstur einkabíls með örfáa lítra á vélinni efast ég um að þjónusta efnafræðinga og sambærilegra ásamt sérhæfðum búnaði sé innan kostnaðarrammans og myndi þegar upp er staðið kosta mun meira en að skipta bara ört um olíuna...

Kv. Freyr

Re: Smurolíumælir

Posted: 19.mar 2013, 17:37
frá jongud
Það er mismunandi verð á þessu, ég hef séð 20$ fyrir smurolíu og 34$ fyrir kælivökva.
Þar er efnagreint ýmislegt og það segir e.t.v. hvort bíllinn sé farinn að pústa upp í vatnsgang áður en heddið fer (eða hvort hann legur kælivökva í olíuna). Einnig eru málmar greindir í olíunni sem segir hvort vélin sé nokkuð að éta legurnar umfram það sem eðlilegt er.

Re: Smurolíumælir

Posted: 19.mar 2013, 20:58
frá Raggi B.
Það er hægt að láta þessa meta olíusýni fyrir sig:

http://new.fjolver.is/

Veit ekki hver kostnaðurinn er á sýni, svo er ekki sama hvaða ílát er notað og magn, þeir verða að svara þeim spurningum.

Það er hægt að gera sína eigin tilraun á því að keyra bíl mest í snatti og senda sýni, og svo bara í langkeyrslu / álagskeyrslu sjá muninn og þá þarftu ekki að spá í því meira og getur metið þinn akstur sjálfur og ákveðið olíuskiptin.

Það er annað mál þegar þú ert kominn á skipavélar þegar þú ert að tala um þúsundir lítra á aðalvélum skipa, þá eru slík sýni send reglulega til að fylgjast með mörgum atriðum og kostnaður gífurlegur miðað við bílvél í viðhaldi. Þá sjá flokkunarfélög skipa um slík sýni og er það í þjónustu þeirra og fær maður fulla greiningu hvað mögulega gæti verið að ske í vélinni og hverjar viðeigandi ráðstafanir eru.

Re: Smurolíumælir

Posted: 19.mar 2013, 21:12
frá Startarinn
Raggi B. wrote:Það er hægt að láta þessa meta olíusýni fyrir sig:

http://new.fjolver.is/

Veit ekki hver kostnaðurinn er á sýni, svo er ekki sama hvaða ílát er notað og magn, þeir verða að svara þeim spurningum.

Það er hægt að gera sína eigin tilraun á því að keyra bíl mest í snatti og senda sýni, og svo bara í langkeyrslu / álagskeyrslu sjá muninn og þá þarftu ekki að spá í því meira og getur metið þinn akstur sjálfur og ákveðið olíuskiptin.

Það er annað mál þegar þú ert kominn á skipavélar þegar þú ert að tala um þúsundir lítra á aðalvélum skipa, þá eru slík sýni send reglulega til að fylgjast með mörgum atriðum og kostnaður gífurlegur miðað við bílvél í viðhaldi. Þá sjá flokkunarfélög skipa um slík sýni og er það í þjónustu þeirra og fær maður fulla greiningu hvað mögulega gæti verið að ske í vélinni og hverjar viðeigandi ráðstafanir eru.


Olíufélögin hafa hingað til séð um sýnin sem ég sendi frá mér, en um borð hjá mér hefur samt verið regla að skipta um olíu á aðalvélinni á 10.000 tíma fresti óháð ástandi og þvo sveifarhúsið og pönnuna uppúr flotaolíu, það eru í kringum 1000 ltr á vélinni

En ég væri alveg til í að eignast svona nema, ef hann sparar mér hálf olíuskipti á bílnum er hann búinn að borga sig

Re: Smurolíumælir

Posted: 20.mar 2013, 08:48
frá Raggi B.
Það er að sjálfsögðu misjafnt eftir framleiðendum vélanna hvernig svona skipti eru.

En því að láta hagsmunasamtök sjá um að greina sýnin ?